Gló Höf. 

Plastlaus september


Við fögnum átakinu Plastlaus September sem hvetur okkur öll til þess að endurmeta plastnotkun okkar og gera það sem við getum til að minnka hana. Verslun Gló í Fákafeni hefur verið plastpokalaus frá opnun og við getum einnig sagt stolt frá því að „take away“ umbúðir og götumál eru plastlaus á Gló veitingarstöðunum. Þetta finnst okkur ekkert nema sjálfsagt enda eigum við bara eina jörð og það er alltaf hægt að gera betur. Flokkun rusls er einnig í hávegum höfð á Gló og er það eitt að því fyrsta sem starfsfólki Gló er kennt. Flokka flokka flokka.

Í tilefni af Plastlausum September tókum við saman nokkrar vörur sem fást verslun okkar í Fákafeni sem geta komið í stað plastumbúða og hluta sem við notum dagsdaglega.

HUMBLE BRUSH

 humble

Þetta er græn hugsun úr smiðju sænskra tannlækna sem vildu búa til grænni vöru. Þessi tannbursti er frábær staðgengill fyrir plastburstann en hann er búin til úr bambus og sérstökum nýlon þráðum sem eyðast fljótar upp í náttúrunni en hefðbundið nýlon.

MARGNOTA POKAR

Notum margnota poka og segjum nei við plastpokum í búðinni. Við bjóðum upp á nokkrar ólíkar tegundir af margnota pokum svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í verslun Gló. Til dæmis Eco bags sem eru bómullarpokar í alls kyns litum sem henta vel í að versla matvöru, þeir eru sterkir og halda miklum þunga.

ECOBAGS Market Collection String Bags

og einnig pokarnir frá Baggu sem eru litríkir pokar úr nýloni, eru mjög sterkir pokar með góðum botni en taka mjög lítið pláss í veskinu og endast vel.

baggu_up

Ef við flokkum rusl vel þá þurfum við lítið af pokum fyrir afgangsruslið heimavið, helst er betra að nota poka sem brotna fyrr niður en plast fyrir það sem verður eftir þegar pappír, plast og ál er flokkað frá.

FYRIR TÍÐABLÆÐINGAR

organyc-organic-cotton

Ekkert sérstaklega vinsælt umræðuefni en mjög þarft. Það eru alls kyns óæskileg gerviefni í hefðbundnum dömubindum og túrtöppum sem er slæm fyrir bæði konur og jörð. Það getur breytt miklu að nota lífræn og plastlaus dömubindi og túrtappa sem eru ekki í plastumbúðum, til dæmis frá Organyc sem notast einungis við lífrænan bómul eða að prufa Lunette, endurnotalega mánabikarinn. Prufaðu nýjar leiðir og finndu grænni lausn sem hentar fyrir þig.

 

VERUM MEÐVITUÐ

Það er oft sem við stöndum frammi fyrir valinu að kaupa eitthvað í plastumbúðum sem er til í annars konar umbúðum. Reynum að vera meðvitaðir neytendur og kaupa olíuna okkar í gleri, þvottaklemmurnar okkar úr við, afþakka rör, kaupa þvottaefnið í pakkaumbúðum og velja það grænmeti sem er ekki plastumbúðum svo eitthvað sé nefnt.

FREKARI UPPLÝSINGAR UM PLASTLAUSAN SEPTEMBER OG GÓÐ RÁÐ ERU AÐ FINNA HÉR: https://plastlausseptember.is/

  • 4. september, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

DIY – Klístur og Klín Hreinsirinn Mikli
20. desember, 2016