Gló Höf. 

VEGAN: Okkar uppáhald frá Pacifica!


Pacifica snyrtivörurnar eru vegan og vægast sagt æðislegar. Við tókum saman okkar nokkrar af þeim vörum frá Pacifica sem hafa slegið í gegn og fólk kaupir aftur og aftur. Þessar vörur eru einnig meðal þeirra snyrtivara sem eru á 40% afslætti á meðan birgðir endast í verslun Gló í Fákafeni!

ANDLITSHREINSAR

Þessir andlitshreinsar eru uppáhald margra. Sea Foam hreinsar sérstaklega vel en ertir á sama tíma ekki viðkvæma húð. Hann inniheldur kókosvatn og sjávarþara sem er fullt af næringu fyrir húðina. Kale hreinsirinn er æðislegur grænkáls hreinsir sem er djúphreinsandi, sérstaklega gerður fyrir bólótta húð.

NAGLALÖKKIN FRÁ PACIFICANaglalökkin frá Pacifica eru vegan, Cruelty Free og koma í ótal fallegum og djúpum litum. Við fáum ekki nóg af þeim og fallegu litunum sem eru í boði. Nú eru til margir trylltir sumarlitir!

ILMVÖTNIN

ilmvotnIlmvötnin frá Pacifica eru ferskar, áhugaverðar og vel ilmandi lyktir.Pacifica Spray Perfume er búið til með náttúrulegu og hreinu alkóhóli án glúteins og er blandað við dásamlegar blöndur af ilmkjarnaolíum og náttúrulegum olíum. Tegundirnar sem til eru meðal annars: Sandalwood, Indian Nectar, Island Vanilla, Mediterranian Fig, Tunis Jasmin ofl! Allir geta fundið sinn uppáhalds ilm.

LITAÐIR VARASALVAR

 

Þessi lituðu varasalvar eða „lip butter“ næra varirnar og gefa þeim fallegan náttúrulegan lit. Þeir eru til í nokkrum litum og eru eins hreinir og slíkir salvar gerast. Salvinn inniheldur steviu til að gera kossinn sætari!

LÉTTIR FARÐAR OG KREM

make-up_BB_CC_600

Þessi BB og CC krem eru ein þau bestu í bransanum í dag að okkar mati. BB kremið er fullkominn undir farða eða sem lita jafnari fyrir ferskt útlit. CC kremið er á sama tíma nærandi fyrir húðina og það þekur ójöfnur og veitir sólarvörn.

KOMDU VIÐ Í GLÓ FÁKAFENI OG FJÁRFESTU Í NÁTTÚRULEGUM VEGAN SNYRTIVÖRUM.

Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

IMG_2220-1170x1170
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
Young barley and chlorella spirulina. Detox superfood.
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
brunchvegan
Loksins vegan brunch!
10. september, 2017
ispinni
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
verslo
GLÓandi Versló
03. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
glókorn
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
fimmdagafjor
5 – DAGA – FJÖR!
02. maí, 2017
soleyjar
SKIPTU ÚT ÞESSUM FIMM SNYRTIVÖRUM
25. apríl, 2017

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt verður ekki birt.