Gló Höf. 

Jólamatur grænkera


Nú eru aðeins átta dagar til jóla og því ekki seinna vænna en að ákveða matseðilinn fyrir jólin. Hér eru uppástungur af jólamat, meðlæti og eftirrétt fyrir grænmetisætur og grænkera. Þú þarft heldur ekki að vera grænmetisæta til þess að vilja hafa hnetusteik á borðum um hátíðirnar, kannski viltu einfaldlega bjóða upp á eitthvað annað en kjöt til tilbreytingar:)

Nokkrar hugmyndir af gómsætum hátíðarmat:

1. Búðu til þína eigin hnetusteik:

2. Kauptu hnetusteik, dásamlega sveppasósu og hindberjamauk á Gló

Pantaðu dásamlega vegan hnetusteik með sósu og hindberjachutney á glo.is og sæktu í Fákafen á Þorláksmessu og/eða 30 des SMELLTU HÉR

11693909_10153148298002233_4501859720412807482_n

3. Fáðu innblástur frá Mæðgunum

Í bók Sollu og Hildar, Himneskt að njóta, eru uppskriftir að flottum hátíðarmat eða kíktu til dæmis á ÞESSA uppskrift frá þeim:

jolamaturinn

4. Gerðu meðlæti sem er bæði hátíðlegt og hollt:

VEGAN WALDORFSALAT:

6-8 stórir sellerí stiklar skornir smátt
2 lífræn epli skorin í bita
vínber eftir smekk – skorin í helminga
2 matskeiðar af þurrkuðum trönuberjum
2. matskeiðar valhnetur skornar í helminga
1/2 – 3/4 bolli af kókosmjólk (dósinn sett í kæli og aðeins notað þykki hlutinn)
– blandað saman

SELLERÍRÓTARMAUK

2 miðlungs stórar sellerírætur
1 teskeið af lífrænu sinnepi
2 hvítlauksgeirar skornir smátt
salt og pipar og önnur krydd eftir smekk
Matskeið af Dukkah kryddi frá Yndisauka með pistasíum (þarf ekki)
– sellerírótin soðin og svo maukuð við hvítlauk, sinnep og krydd

5. Pekanpæ í eftirrétt

UPPSKRIFT
og eigðu svo með henni dásamlegan vegan ís sem fæst í verslun Gló í Fákafeni.

pekanpæ

 

VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU OG GLEÐILEGA HÁTÍÐ!

  • 16. desember, 2016
  • 3
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Náttúruleg ráð gegn flensu
08. október, 2019
Djúspakkar Gló – leiðbeiningar
26. september, 2019
Plastlaus september 2018
14. september, 2018
Morgundjamm í Fákafeni
17. apríl, 2018
Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!
27. ágúst, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017