Gló Höf. 

Ofurfæðiskúlur – uppskrift


Júlía hjá Lifðu til Fulls bjó til þessa gómsætu uppskrift af Ofurfæðiskúlum fyrir okkur á GLÓ sem við verðum að deila með ykkur. Kúlurnar innihalda góða fitu, andoxunarefni og eru tilvaldar sem snarl sem og eftirréttur. KIKI health er nýtt lífrænt og vegan merki í GLÓ Fákafeni sem býður upp á breitt úrval af ofurfæðu í hæsta gæðaflokki. Þessar kúlur luma á nokkrum af okkar uppáhalds vörum frá þeim.

kikihealth

OFURFÆÐISKÚLUR

INNIHALD

1/2 bolli hörfræ
1/4 bolli hempfræ
1/2 tsk. macaduft – má setja meira
1 tsk. Acaiduft
2 tsk. Lífrænt kakó
1/4 bolli döðlur
1/4 bolli gojiberjaduft
3 dropar stevia
2 vanilludropar
Smá salt
1/4 bolli kókosolía brædd
1/4 bolli möndlur eða meira, lagðar í bleytir klst. og skolaðar.

AÐFERÐ

Velt upp úr sesam eða hempfræjum, lífrænu kakói, gojiberjum eða acaidufti.

Setjið allt í matvinnsluvél fyrir utan gojiberin og möndlurnar. Þegar innihaldsefnin hafa blandast vel þá má bæta gojiberjunum og möndlunum út í. Hrærið lauslega til að berin og möndlurnar sjáist í kúlunum.

Mótið í kúlur og rúllið upp úr ofurfæði að eigin vali. Geymið í kæli eða frysti, einnig má búat il stangir í stað kúlnar og þá er deigið pressað í 20 x 20 cm form og geymt í kæli. Þegar það er orðið stíft má þá skera það niður.


Verði ykkur að góðu!

Allar sem þarf í uppskriftina fæst í Markaði Gló í Fákafeni.

 

 

Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

glókorn
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
pacifica111
VEGAN: Okkar uppáhald frá Pacifica!
23. júní, 2017
fimmdagafjor
5 – DAGA – FJÖR!
02. maí, 2017
soleyjar
SKIPTU ÚT ÞESSUM FIMM SNYRTIVÖRUM
25. apríl, 2017
kelpnudlur
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
kriscarr
Vegan matarplan
24. febrúar, 2017
heilsuskodun
Hin árlega heilsuskoðun
08. janúar, 2017
sukkuladikokur
Vegan Súkkulaðibitakökur – UPPSKRIFT
21. desember, 2016
pekanpæ
Jólamatur grænkera
16. desember, 2016

Skildu eftir athugasemd

Netfangið þitt verður ekki birt.