Gló Höf. 

Villt næring – vítamín úr alvöru mat


Við á GLÓ erum alltaf að spá í því hvernig við getum hámarkað þá næringu sem við tökum inn. Starfsfólkið nördast í því hvaða vítamín hjálpa til við upptöku á öðrum vítamínum og hvaða merki virka betur en önnur. Við urðum því heldur betur ánægð þegar við hittum fólkið á bakvið Wild Nutrion. Það bætiefnamerki er nefnilega stórmerkilegt. 

henrietta

Wild Nutrition er hágæða bætiefna merki sem fæst nú í Gló í Fákafeni og er ræktað úr MAT, já vítamín ræktað úr alvöru mat. Wild Nutrition er stofnað af ægilega klárri konu að nafni Henrietta Norton. Hún er þekktur og virtur næringarþerapisti sem spáir mikið í því hvernig væri hægt að auka upptöku bætiefna sem er oft mjög takmörkuð. Hún sérhæfði sig í frjósemi, heilsu kvenna og óléttu og áður en hún stofnaði Wild Nutrition með manninum sínum, eyddi hún sjö árum í að búa til bætiefni og rannsaka þau fyrir önnur vinsæl evrópsk bætiefnamerki. Þessi reynsla kom henni á snoðir um að hægt væri að búa til vítamín á annan hátt en þann sem hún hafði þekkt og vanist. Hún fór því af stað í alls kyns rannsóknir og komst að því að líkaminn tekur mun betur við FOOD GROWN vítamínum eða bætiefnum sem ræktuð eru úr mat. En hvernig eru þessi bætiefni búin til?

FERLIÐ

Wild Nutrition notar semsagt, ferskt hágæða innihald og setur það í maukað form. Allir hlutar matarins hafa upp á eitthvað að bjóða og því nýta þau matvöruna vel sem þau vinna, skilja ekkert eftir. Hvaða mat þau velja að nota er misjafnt en sítrus ávextir nota þau í C-vítamín gerð og gulrætur concetrate til að fá Beta Carotene. Öll upprunalegu innihöldin koma frá stað sem þau þekkja og treysta framleiðendum. Innihaldið er vandlega skoðað til þess að passa vel upp á að hvergi finnist á þeim nokkur eiturefni eða skordýraeitur.
Þegar þau eru komin með maukað innihaldið þá bæta þau við öðrum vítamínum og steinefnum í blönduna eða meira af því sama til að auka næringuna. Vítamínin og steinefnin sem þau rækta er vandlega fest við náttúrulegt prótein sem kallast glycoprotein sem maturinn þekkir og leyfir því vítamínunum að tengjast við sitt kerfi og verða í raun hluti af sér. Þetta er gert vandlega í fallegu og náttúrulegu ferli. Næringarefnin vaxa innan í matnum og eftir 72 tíma verður til virkilega ofur næringarrík matareining. Á þessum tíma meltir maturinn í raun vítamínin og steinefnin og bindur sig við þau. Þetta ferli er ekki þvingað eða hitað á nokkru stigi málsins, heldur er aðeins bætt við hreinu vatni. Í raun er hvergi í ferlinu farið yfir 32.5 gráður celsíus og er því hægt að flokka bætiefni frá Wild Nutrion sem raw vöru, eða hráfæðisvöru.
Á lokastigi málsins eru þessar nú næringarbombur þurrkaðar með lofti og sett í púðurform tilbúin að fara í hylki. Í gegnum ferlið er varan mæld reglulega til að tryggja næringargildið sé í hámarki. Á lokastiginu er ákveðið plöntu ensími notað til að losa burt próteinið í fæðuveggnum. Þetta losar vöruna við ofnæmisvalda og gerir vöruna fullkomna fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir lactosa eða með mikinn candida vöxt. Engu öðru er bætt við vítamínin, engin aukaefni eins og eru í flestum vítamínum og eru kölluð „fillers“. Engin bindiefni né rotvarnarefni sem gefur okkur hreina og svakalega næringarríka vöru. Allt í ferlinu er vandað, prófanir á vörunni miklar í byrjun og lok framleiðslunnar. En hver er ástæðan fyrir því að þau leggja allt þetta ferli á sig og af hverju ættum við að taka inn vítamín frá þeim?

wild

AF HVERJU WILD NUTRITION?

Svarið er einfalt. Líkaminn þekkir vítamín sem eru búin til úr mat og því tekur hann þau vítamín sérlega vel upp. Líkaminn tekur þeirra vítamínum í rauninni eins og mat. Rannsóknir hafa sýnt að þetta flotta ferli tryggi það að næringarefnin séu tekin sérlega vel upp í meltingarferlinu og að vítamínin haldist lengur í líkamanum. Þegar Wild Nutrition var borið saman við önnur venjuleg vítamín þá tók líkaminn upp 75% meira af Wild Nutrion en hinum hefðbundu!! Það er heldur betur marktækur munur!
Þú þarft því ekki að taka inn rísavaxna skammta af vítamínum eða treysta því að því hærri sem talan er á kassanum því meiri næring þegar kemur að þessu merki. Hugsaðu frekar um upptökuna í þessu samhengi.
Við bjóðum upp á breitt úrval af vörum frá Wild Nutrition en sérstaklega hafa slegið í gegn óléttuvítamínin frá þeim sem Henrietta lagði mikla vinnu í, sem og D-vítamínið, Vegan B12 plus vítamínið, Zink og Daily Nutrion sem eru fjölvítamín sniðin sérstaklega fyrir konur, menn og svo börn. Komdu við í Gló í Fákafeni og skoðaðu úrvalið.
 vitamin
  • 9. janúar, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
Lífrænt og umhverfisvænt Nespresso
19. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017