Helga Arnardóttir Höf. 

Að draga úr vanlíðan eða efla vellíðan?


Spurning: Hvað er að? Svar: Ég finn fyrir kvíða og svartsýni.

Spurning: Hvað vilt þú? Svar: Losna við þennan fjandans kvíða og svartsýni.

Spurning: Hvað vilt þú í staðinn fyrir kvíða og svartsýni? Svar: Tilhlökkun og bjartsýni.

Í stað þess að einblína á það sem við viljum losna við, getum við kannski veitt því sem við viljum meiri athygli?


SKRÁÐU ÞIG Á STYRKLEIKANÁMSKEIÐ MEÐ HELGU ÞANN 9. febrúar


 

Að forðast eða nálgast

Við eigum oft auðvelt með að greina vandamál og það sem amar að hjá okkur og við viljum auðvitað losna við það sem veldur okkur vanlíðan. En það sem við beinum athygli okkar að hefur tilhneygingu til að vaxa og oft festumst við í hugsunum um allt það sem amar að hjá okkur. Það getur verið gagnlegt að flytja athyglina frá því sem við viljum losna við yfir á það sem við viljum að einkenni líf okkar meira.

Og hvað viljum við? Okkur langar flestum bara til að líða vel, búa við góð félagsleg tengsl og finna fyrir tilgangi, orku og gleði.


Jákvæð sálfræði

Í kringum síðustu aldamót var jákvæð sálfræði formlega stofnuð sem fræðigrein með það að markmiði að auka hlut rannsókna á hamingju og vellíðan. Í kjölfarið hefur þekking okkar á þeim þáttum sem stuðla að aukinni vellíðan aukist mikið. Þessar rannsóknir styðja í raun ævafornar kenningar um að aukin vellíðan felist í því að rækta með sér dygðir eins og þakklæti, bjartsýni, velvild og núvitund og að það að þekkja og nota styrkleika sína gefur manni aukinn tilgang og gleði. Það nýja sem þessi grein hefur hins vegar fært okkur eru gagnreyndar aðferðir til þess að rækta þessa eiginleika markvisst með okkur og auka þannig andlega vellíðan okkar. Rannsóknir á æfingunum hafa sýnt fram á að þær geta hjálpað okkur að finna fyrir aukinni vellíðan, orku og sátt með lífið auk þess sem margar þeirra hafa reynst gagnlegar við að draga úr einkennum þunglyndis.

Leiðir til að auka vellíðan

leiðir til þess að auka andlega vellíðan.008

Meðal þess sem við getum gert til að hlúa að andlegri heilsu okkar og vellíðan er að stunda núvitundar-, þakklætis- og bjartsýnisæfingar, styrkja félagsleg tengsl við fólkið sem okkur líður vel með, gera góðverk, hreyfa okkur og átta okkur á helstu styrkleikum okkar og finna leiðir til þess að nota þá í daglegu lífi.

Andleg og líkamleg heilsa

Það er augljóslega eftirsóknarvert í sjálfu sér að líða vel en auk þess stuðlar andleg vellíðan að bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Þeir sem búa við mikla andlega vellíðan eru með sterkara ónæmiskerfi en aðrir, eru fljótari að jafna sig eftir aðgerðir og virðast meira að segja lifa lengur! Einnig eru þeir ólíklegri til þess að þróa með sér einkenni þunglyndis og kvíða.


Helga heldur reglulega námskeið og fyrirlestra um andlega heilsu. 

Lesa má nánar um Helgu og andlega heilsu á vefsíðunni www.andlegheilsa.is

  • 19. janúar, 2017
  • 0
Helga Arnardóttir
Helga Arnardóttir
Um höfund

Helga er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla íslands, MSc-gráðu í félags- og heilsusálfræði frá Maastricht University og diplomagráðu á mastersstigi í jákvæðri sálfræði frá EHÍ. Hún starfaði á Kleppi í 6 ár en vinnur nú við fræðslu og ráðgjöf um andlega heilsu og vellíðan. Helga hefur mikla ástríðu fyrir andlegri heilsueflingu og fyrir því að finna skapandi leiðir til þess að miðla hagnýtum og gagnreyndum aðferðum sálfræðinnar til þess að bæta líf og líðan fólks. Hún er höfundur hamingju-appsins Happ App sem heldur utan um æfingar sem notendur getur gert til þess að efla andlega heilsu og hamingju. Nánari upplýsingar um Helgu og jákvæða sálfræði má finna á heimasíðunni www.andlegheilsa.is

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hvað er það besta við þig?
10. nóvember, 2017
Óstöðvandi sjálfstraust með Bjarti Guðmunds
28. júní, 2017
Hvað er hláturjóga?
04. maí, 2017
Heilsuþerapistinn Martin Bonde kemur til landsins
29. mars, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
Hin árlega heilsuskoðun
08. janúar, 2017
Höldum holl og góð jól! – UPPSKRIFT
03. desember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
D-Vítamín dagurinn
16. nóvember, 2016