Gló Höf. 

BLANDAÐAR BARDAGALISTIR- BJARKI ÞÓR


Það eru til svo margar áhugaverðar leiðir til að hreyfa sig og þjálfa líkamann á Íslandi í dag. Í fasta liðnum Sérfræðingurinn spyrjum við þjálfara nokkra spurninga, til að kynnast þeirra íþrótt og fáum örlitla innsýn inn í þann heim. Bjarki Þór Pálsson er bardagamaður í Mjölni og nýkrýndur Evrópumeistari í MMA. Sem þjálfari hefur hann einnig verið að vekja mikla lukku og náð góðum árangri með einstaklinga sem til hans leita. Bjarki er að sjálfsögðu í Team Gló og erum við svakalega stolt af árangri hans og persónu. Þessi indæli ungi maður svaraði fyrir okkur nokkrum spurningum:


FULLT NAFN: Bjarki Þór Pálsson


STARFSHEITI: Þjálfari og bardagamaður í Mjölni


HVAÐ ER HEILSA FYRIR ÞÉR? Að hafa jafnvægi á mataræði og hreyfingu


SPORTIÐ ÞITT? Blandaðar bardagalistir


STÖÐ: Mjölnir


ÞÚ ÞJÁLFAR: Lyftingar, þrek, box, glímu


UPPÁHALDS ÆFINGIN: Hádegis glímu tímar i Mjölni


ÞÚ FÉLLST FYRIR SPORTINU ÞÍNU ÞEGAR AÐ: Ég fór a fyrstu æfinguna..


HVAÐ ÆFIR ÞÚ OFT Í VIKU: 9 sinnum í viku


SKEMMTLEGAST AÐ KENNA: Hópnum sem er hjá mér í þjálfun, þau eru æði


12301607_10156271739935029_3194904842803259955_n

ÞEGAR ÞÚ KLÁRAR TÍMA HJÁ MÉR LÍÐUR ÞÉR VONANDI….: Yndislega!


LEYNIVOPNIÐ ÞITT: Ekkert leynivopn


ALGENGASTI KLÆÐNAÐUR Í TÍMA: Bolur og stuttbuxur yfirleitt fra Jaco


Í ÆFINGARTÖSKUNNI ERU ALLTAF: Sveitt föt


HVAÐ EÐA HVER GEFUR ÞÉR INNBLÁSTUR: Fjölskylda og fólkið i kringum mig


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Í MJÖLNI ÞÁ ERTU: Heima hjá mér eða ömmu sæju


HVERNIG ER BEST AÐ ENDA ÆFINGU: Með því að þakka fyrir hana


SKIPTIR ANDLEGI ÞÁTTURINN MÁLI TIL AÐ NÁ LENGRA? Já að sjálfsögðu hann skiptir máli í flestu sem þú gerir í lífinu.


UPPÁHALDS MATUR/DRYKKUR EFTIR ÆFINGU: Recovery Excel fra USN og svo beint á Glò í kjúkling


UPPHÁLDS DRYKKUR: Kaffi


UPPÁHALDS HREYFING UTANDYRA: Mótorhjólast!


UPPÁHALDS GLÓ STAÐUR: Laugavegurinn


NÝJASTA HEILSUÆÐIÐ SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ: Að fasta reglulega


MANTRA/MÓTTÓ: Stíga inn í óttan og lifa lífinu til fulls!


Þökkum Bjarka kærlega fyrir svörin – Fylgist með honum HÉR

 

  • 21. desember, 2015
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017