Gló Höf. 

CROSSFIT – Þröstur Ólason


Það eru til svo margar áhugaverðar leiðir til að hreyfa sig á Íslandi í dag. Í fasta liðnum Sérfræðingurinn spyrjum við þjálfara spjörunum úr og fáum innsýn inn í þeirra heim og fáum þá til að segja okkur örlítið frá sínu sporti. Þröstur Ólason þjálfari hjá Crossfit Reykjavík hafði keppt í kraftlyftingum og aflraunum í mörg ár áður en hann snéri sér að Crossfit og keppti með liði Crossfit Reykjavíkur á heimsleikunum í Crossfit á síðasta ári. Hann lifir fyrir sportið og þegar hann er ekki að þjálfa þá er hann að æfa og öfugt! Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum:

image3

FULLT NAFN: Þröstur Ólason


STARFSHEITI: Þjálfari


HVAÐ ER CROSSFIT? Alhliða hreysti sem býr þig undir hvaða líkamlegu áskorun sem er.


ÞÍN STÖÐ: CrossFit Reykjavík.


ÞÚ ÞJÁLFAR: Almenna CrossFit tíma ásamt afrekshóp CrossFit Reykjavíkur.


SKEMMTLEGAST AÐ KENNA: Skemmtilegast er að kenna eitthvað sem fólk hefur átt í erfiðleikum með þegar allt í einu allt smellur og hreyfingin verður gallalaus. 


SKEMMTILEGASTA HREYFING AÐ GERA SJÁLFUR: Undanfarið hef ég tekið Snörun miklu ástfóstri en bar muscle up fylgir fast á eftir.


ÞÚ FÉLLT FYRIR SPORTINU ÞEGAR AÐ:  Ætli ég hafi ekki fallið fyrir sportinu áður en ég prófaði fyrsta tímann minn. Ég fylgdist með Heimsleikunum 2014 og fannst þetta þá fyrst spennandi. Nokkrum vikum síðar var ég mættur í CFR.


HVAÐ GETUR CROSSFIT GERT FYRIR MANN?CrossFit er frábært æfingarkerfi sem hjálpar þér að takast á við allar þær áskoranir sem lífið hefur upp á að bjóða hvort sem það er sund, hlaup eða lyftingar.


ÞEGAR ÞÚ KLÁRAR TÍMA HJÁ MÉR LÍÐUR ÞÉR….: Eins og meistara!


LEYNIVOPNIÐ ÞITT: Húmor og jákvæðni kemur manni ótrúlega langt.


image2ALGENGASTI ÆFINGARKLÆÐNAÐUR: Ótrúlegt en satt þá er fataskápurinn minn mest málaður með Reebok.


Í ÍÞRÓTTATÖSKUNNI ERU ALLTAF: 2-3.sett af íþróttafötum og íþróttateip.


HVAÐ ÆFIR ÞÚ OFT Í VIKU: Ég æfi að meðaltali tvisvar á dag svo það gerir 10x í viku en það getur verið oftar.


UPPÁHALDS TEYGJA: Happy baby pose er frábær og vandræðaleg teygja á sama tíma.


HVAÐ EÐA HVER GEFUR ÞÉR INNBLÁSTUR: Ætli ég sæki ekki minn innblástur frá æfingafélögum því það eru þeir sem ýta manni áfram í æfingum.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Á ÆFINGU ÞÁ ERTU: Það eru allar líkur á að ég sé að þjálfa, þú finnur mig þá í bili 1, 2 eða 3.


UPPÁHALDS MATUR/DRYKKUR EFTIR ÆFINGU: Boozt að hætti CFR er skothelt plan: Frederik + heill banani og hnetusmjör, sleppa mjólk…


UPPHALDS DRYKKUR: Epla Toppur trónir á toppnum (get it?)


UPPÁHALDS HREYFING UTANDYRA: Einhverntíman þótti mér gaman að hjóla en ég á ekki hjól svo það sennilega telst ekki með…


UPPÁHALDS GLÓ RÉTTUR: Gló nautaborgarinn með tvöföldu kjöti setur alla aðra hamborgara á lægra plan!


NÝJASTA HEILSUÆÐIÐ/TRIX SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ: Romwod hefur komið sterkt inn á þessu ári. Frábær síða sem leiðir þig í gegnum 20.mín af teygjum, áður en ég veit af verð ég farinn í split og spígat!


ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR: Stend upp, geng að eldavélinni og byrja að græja árbítinn: 4 egg, 4 beikon, 1 avocado, hafragrautur m.kókosflögum, rúsínum og kanil + Kaffi.


BLOGG EÐA BÓK SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ: Herra Sterkur eftir Roger Hargreaves.


MANTRA/MÓTTÓ: Hafiði hitt Evert? Hann er frasakóngur Íslands… Maðurinn sem segir að burpees séu hvíld!


Við þökkum Þresti fyrir svörin – FYLGIST MEÐ HONUM HÉR:  https://www.instagram.com/thruster88

  • 20. apríl, 2016
  • 2
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

TEAM GLÓ – Ragnheiður Sara
02. maí, 2016
Glóarinn – Birgir Pétursson
09. febrúar, 2016