Gló Höf. 

FLOAT– UNNUR VALDÍS


Unnur Valdís Kristjánsdóttir er hönnuður FLOAT sem hefur aldeilis slegið í gegn hér á landi. Samflot, þegar margir fljóta saman, spretta upp í sundlaugum bæjarins og bláu hetturnar og fótaflotin eru orðin staðalbúnaður margra sem njóta þess að fljóta og slaka. Unnur sem er gift Einari Gylfasyni og á með honum fjóra drengi, rekur ásamt honum hönnunarstofuna Leynivopnið. Við fengum að forvitnast nánar um flotið, jóga nidra og tilveruna þar á milli.


FULLT NAFN:  Unnur Valdís Kristjánsdóttir


STARFSHEITI:  Vöruhönnuður


HVAÐ ER HEILSA FYRIR ÞÉR:  Að lifa lífinu í sátt og sveigjanleika í öldugangi lífsins.


STÖÐ:  Ég flakka mikið á milli lauga en Vesturbæjarlaugin og Seltjarnarnesið eru mínar heimalaugar.


ÞÍN SÉRGREIN:  Fljótandi slökun (Aqua Nidra) og Yoga Nidra.


HVAÐ ER FLOAT:  Hugmyndin að Float gengur út á það að njóta fljótandi slökunar og vellíðan í vatni. Vörulínan samanstendur af Flothettu og Fótafloti, hannað til að veita líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni. Flotið hefur svo alið af sér skemmtilegan slökunarkúltur inn í baðmenningu þjóðarinnar eins og með skipulögðum Samflotum í hinum ýmsu sundlaugum.


UPPÁHALDS ÆFING:  Ekkert uppáhalds, hér á við að þetta er allt harla gott.


ÞÚ FÉLLT FYRIR FLOTI ÞEGAR:  Ég fékk að upplifa mýktina, frelsið og náttúrutenginguna í því að fljóta um í þyngdarleysi umvafin vatninu.


ÞEGAR ÞÚ KLÁRAR SAMFLOT LÍÐUR ÞÉR….:  Ég er endurnærð en umfram allt glöð. Búin að skipta út streituhormónum fyrir góðan skammt af endorfíni.


HVERNIG ER BEST AÐ ENDA FLOT:  Í heitum potti eða gufu í góðum félagsskap.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI AÐ FLJÓTA ÞÁ ERTU:  Ég starfa að allskyns fjölbreyttum hönnunarverkefnum, jafnframt því að kenna Yoga Nidra 2x í viku í Sólum.

 

Hofsós í Skagafirði

Hofsós í Skagafirði


HVAÐ ÆFIR ÞÚ OFT Í VIKU OG HVAÐ:  Ég er ekki með neitt æfingarplan en þegar ég get fer ég helst í kundalini yoga og syndi eins og enginn sé morgundagurinn.


ÁHUGAMÁL:  Lífið, náttúran og mannfólkið.


LEYNIVOPNIÐ ÞITT:  Öndunin. Þegar lífið býður upp á krefjandi verkefni og aðstæður þá er gott að muna að anda.


Í ÆFINGARTÖSKUNNI ERU ALLTAF:  Sundföt


HVAÐ EÐA HVER GEFUR ÞÉR INNBLÁSTUR:  Samvera við aðrar mannverur og að tengjast og deila sögum, gleði og reynslu með öðrum.


HVERNIG HUGAR ÞÚ AÐ ANDLEGRI HEILSU:  Með að búa til rými þar sem ég gef mér tíma í næði og kyrrð.


UPPÁHALDS MATUR/DRYKKUR EFTIR ÆFINGU:  Vatn.


UPPHALDS DRYKKUR:  Fersk og ísköld möndlumjólk.


UPPÁHALDS HREYFING UTANDYRA:  Göngur í náttúrunni, helst í nálægð við sjóinn.


UPPÁHALDS GLÓ STAÐUR OG RÉTTUR:  Laugavegurinn er minn staður. Hnetusteikin er uppáhalds og græna pestóið hennar Sollu gerir mig stjórnlausa.


NÝJASTA HEILSUÆÐIÐ: Allt sem miðar að jafnvægi, mýkt og gleði. Heilsudjamm er t.d. nýtt og fallegt konsept. Þar sem fólk kemur saman til að dansa, iðka jógaflæði eða fljóta saman. Sólir bjóða t.d. upp á heilsudjamms viðburði á hverju fullu tungli. Eins er ég heilluð af fyrirbærinu tónheilun. Það nýjasta er tónheilun með kristal- og tíbetskálum sem Þórey Viðars jógakennari býður upp á. Í tónheilun gefst manni kostur á djúpri og heilandi slökun meðan tíðni tónanna hjálpar til við að losa um staðnaða orku í líkamanum og auka flæði og vellíðan.


MANTRA: Allt er harla gott.


Við þökkum Unni fyrir svörin! Meira um Float HÉR

unnamed (2)

 

  • 21. nóvember, 2015
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016
PILATES – Helga Lind
14. mars, 2016
Taekwondo – Helgi Rafn
04. febrúar, 2016
KRAFTLYFTINGAR: Agnes Kristjóns
27. júlí, 2015