Viðar Þorsteinsson Höf. 

Hamraðu járnið!


Það er eins og með margt annað í lífinu, maður leiðist út í hluti sem maður aldrei ætlaði sér. Hvað íþróttaiðkun varðar hjá mér var þetta í mjög stuttu máli svona: Með engan bakgrunn í íþróttum byrjaði ég að synda í sjónum vikulega 2004 og hef haldið því fram á þennan dag. Ég byrjaði að hlaupa 2008 og kláraði 4 maraþon það ár. Ég byrjaði að æfa sund 2009 án þess að geta synt 50 metra á skriðsundi. Þá prófaði ég stutta þríþraut í Kópavogi vorið 2010 og byrjaði að æfa hjólreiðar um haustið. Ég var einn stofnenda Þríkó vorið 2011, en Þríkó er nú lang stærsta þríþrautarfélag á landinu með 110 manns í æfingum. Um áramótin 2011/12 tók ég við þjálfun Hjólamanna, félagsins sem ég byrjaði að æfa með 16 mánuðum áður, og þjálfun hjá Þríkó 2012. Ég lauk fyrstu Ironman keppninni um sumarið 2012. Ég fór á heimsmeistaramótið í ólympískri þríþraut í áhugamannaflokki, ásamt fleiri íslendinum, í London 2013 og varð norðurlandameistari í mínum aldursflokki í 1500m skriðsundi sama ár. Í október 2014 fór ég á heimsmeistaramótið í Ironman í Kona á Hawaii eftir að hafa náð lágmarki inn á mótið í Ironman Svíþjóð þar sem ég kom fyrstur inn á hjólinu af öllum 2300 keppendunum í áhugamannaflokki. 2015 var frekar rólegt en ég bætti mig þó vel í maraþoni og náði lágmarki í Boston maraþoninu sem verður fyrsta keppnin hjá mér 2016. Hvað gerist næst er ómögulegt að segja.

Það er stundum talað um að næringin sé fjórða greinin í þríþraut og er þá oftast átt við lengri þrautirnar eins og Ironman og hálfan Ironman. Það er óhætt að taka undir þetta og getur næringarplanið skipt öllu máli um það hvort vel tekst til eða ekki, óháð því hversu vel maður hefur æft. Þá er það einnig mjög mikilvægt að fá rétta næringu á æfingatímabilinu sérstaklega þegar álagið er sem mest. Ég hef aldrei verið á fæðubótaefnum en það er mjög erfitt að komast hjá því að nota orkudrykki, gel og orkustykki í lengri keppnum og á löngum æfingum.

wow_i_vik

Mynd Arnold Björnsson

Á þessum 5 árum sem ég hef verið í þessu hefur maður prófað ýmislegt með misjöfnum árangri. Mataræðið hefur á þessu tímabili verið gott að mestu leyti og næringarplön í keppnum oftast gengið vel. Maður hefur samt alltaf verið að leita að betri leiðum og það getur verið ansi snúið að hitta rétt á þetta í keppnunum. Ég hafði lengið vitað af Hammer-vörunum en aldrei prófað, enda fékkst það ekki hérlendis fyrr en Gló byrjaði að selja það í ágúst 2015. Þetta er mjög vinsælt í þríþrautargeiranum í Bandaríkjunum og ekki að ástæðulausu.

Mín reynsla af öllum vörunum frá Hammer er mjög góð. Þeir eru með ansi breiða línu og auðvitað hentar ekki allt öllum en allir ættu samt að finna eitthvað við sitt hæfi. Það sem mér finnst algjör snilld þarna er Recoverite og Perpetuem.

rrc32

 

Recoverite nota ég strax eftir langar eða erfiðar æfingar til að stytta tímann í það að maður sé tilbúinn í næstu átök.

 

 


 

po32
Perpetuem
er orkudrykkur fyrir langar æfingar og er sá besti sem ég hef prófað hingað til, fer vel í mig og ekki spillir fyrir að hann er góður á bragðið (kaffi latte) en flestir svona orkudrykkir finnast mér vondir.

 

 


 

atp

 

Þá virðast Energy surge töflurnar virka vel, en þær gefa aukna orku í takmarkaðan tíma og ég hef prófað í keppnum.

 

 


 

fbrk

 

Orkustykkin eru góð og ekki hrein og bein sætindi, eins og margar svona orkustangir eru, heldur innihalda náttúruleg hráefni eins og döðlur, möndlur, hörfæ og fleira.

 

 


 

elfl13Fizz eru steinefnatöflur sem ég nota talsvert á styttri æfingum því ég innbyrði yfirleitt ekki orku á styttri æfingum en 2 klst. Þessar töflur innihalda steinefni sem maður svitnar út sérstaklega í æfingum í hita og ég sef mun betur eftir erfiðar æfingar ef ég set þær í vatnið.

 

 

 


Ég vona að þetta gagnist fleirum sem eru að leita af góðum vörum til að styðja við sig í sinni íþrótt og að 2016 verði árið þar sem við skínum öll sem skærast!

Viðar Bragi Þorsteinsson

Fylgist með Viðari HÉR


HAMMER NUTRITION vörurnar fást í verslun Gló í Fákafeni!

 

  • 12. janúar, 2016
  • 1
Viðar Þorsteinsson
Viðar Þorsteinsson
Um höfund

Viðar Þorsteinsson er þríþrautakappi sem hefur tekið þátt í Ironman, ótal maraþonum og syndir í sjónum daglega. Hann er í Team Gló og er mikill áhugamaður um næringu og hvernig hún hjálpar íþróttamönnum að ná lengra.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

VIÐTAL VIÐ HLAUPARANN ARA BRAGA
29. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Glóandi fersk í sumar
25. júní, 2016
HIT æfingar heima í stofu – 10 mínútur!
21. maí, 2016
FASTAKÚNNINN: HÖSKULDUR GUNNLAUGSSON
15. apríl, 2016
TEAM GLÓ – MARÍA ÖGN
16. febrúar, 2016
Taekwondo – Helgi Rafn
04. febrúar, 2016
Veldu bætiefni úr gæða hráefnum
11. janúar, 2016