Gló Höf. 

HANDBOLTI – RAGGI ÓSKARS


Sérfræðingur mánaðarins er virkilega flottur, skemmtilegur og kraftmikill einstaklingur sem við á Gló höldum mikið upp á. Ragnar Þór Óskarsson, þjálfari, á flottan feril að baki sem atvinnumaður í handbolta en hann fór að spila í Frakklandi um tvítugt. Hann spilaði þar í yfir áratug og á einnig að baki rúmlega 100 A-landsliðsleiki. Eftir flottan handboltaferil snéri Ragnar sér að þjálfun og gerir það með miklum metnaði og af sannri ástríðu. Þegar hann er ekki að þjálfa í Cesson-Sévigné, Frakklandi, eyðir hann tíma með dóttur sinni eða flýtur um ár og vötn á bretti, í sporti kallast SUP – eða „Stand Up Paddleboarding“. Við heyrðum í þessum mikla meistara og fengum að forvitnast meira um hann og sýn hans á íþróttir og heilsu:

13094236_993712577372433_8616714886904712934_n


SÉRFRÆÐINGURINN – Handbolti og SUP

FULLT NAFN: Ragnar Þór Óskarsson


HJÚSKAPARSTAÐA OG MENNTUN: Einhleypur smiður en vinn við að þjálfa, furðuleg blanda.


ÍÞRÓTTASAGAN Í STUTTU MÁLI: Ég er búinn að spila handbolta síðan ég var 10 ára og byrjaði mjög snemma að spila með meistaraflokki, aðeins um 15 ára gamall. Ég ákvað fljótlega að gera allt sem ég gæti til þess að gera handboltann að atvinnu minni. Ég fór svo snemma út í atvinnumennsku til Frakklands eða í kringum tvítugt. Þar spilaði ég í 12 ár ásamt því að spila eitt tímabil í Danmörku. Auk þessa fór ég í gegnum öll unglingalandslið Íslands og á að baki rúmlega 100 A – landsliðsleiki. Ég náði að vinna alla þá titla sem í boði eru í Frakklandi, deild og bikar og besti árangur með landsliðinu var 2002 á Evrópumótinu í Svíþjóð þegar sem við urðum í 4 sæti.


STARFSHEITI: Yfir styrktarþjálfari hjá CRMHB og aðstoðarþjálfari aðalliðsins.


EITTHVAÐ SEM ÞÚ VILT AÐ KOMI FRAM: Já ætla að misnota aðstöðu mína í þessu viðtali og skora á Sollu að fara í útrás og væri æði að fá nokkra Gló staði í Evrópu, ég myndi t.d. ekki hika við að taka lestina í 3 tíma til Parísar ef það væri Gló þar. Hef verið svo heppinn að geta ferðast víða í sportinu og verið duglegur að prófa góðan mat en Glóin er bara alltaf einhvern veginn aðeins betri !!


HVAÐ ER HREYFING FYRIR ÞÉR? Lykillinn að því að gera allt sem býður okkar í hinu daglega amstri aðeins betur.


HVAÐ ELSKAR ÞÚ VIÐ HANDBOLTA? Hraðann


STAÐAN ÞÍN Á VELLINUM? Miðjumaður (leikstjórnandi) og síðan varamaður hjá landsliðinu 🙂

13012875_10209710360334794_5339960725650022757_n

ÞITT LIÐ: CRMHB (Cesson Rennes Métropole Handball)


ÞÚ ÞJÁLFAR: Styrk og handbolta.


HELSTU ÁHERSLUR ÞÍNAR SEM ÞJÁLFARI: Það er alltaf pláss fyrir framför, ef þú vilt vera númer 1 æfðu þá alltaf eins og þú sért númer 2.


SKEMMTLEGAST AÐ KENNA: Erfitt að gera upp á milli en mjög gaman og krefjandi að kenna ungu íþróttafólki ólympískar, tæknilega og erfiðar æfingar sem geta nýst all flestum ansi vel og mjög gaman að sjá þau ná tökum á þeim.


ÞEGAR ÞÚ KLÁRAR ÆFINGU HJÁ MÉR LÍÐUR ÞÉR VONANDI….: Endurnærð/ur og verkjalaus.


LEYNIVOPNIÐ ÞITT SEM ÞJÁLFARI: Ég veit nú ekki hvort ég að að kalla þetta leynivopn en XPS (Sidelinesports.com) ég kæmist aldrei í gegnum allt sem ég er að bauka ef ég hefði ekki XPSið.


ALGENGASTI ÆFINGARKLÆÐNAÐUR: Bolur, stuttbuxur, yfirleitt síðar compression undirbuxur og góðir þunnbotna skór (minimalisten reyni svo að æfa eins og ég get berfættur.


Í ÍÞRÓTTATÖSKUNNI ER ALLTAF: Vatnsbrúsi, tónlist, teygjur og banani.


HVAÐ ÆFIR ÞÚ OFT Í VIKU: Að minnsta kosti 7 sinnum, reyni að gera eitthvað á hverjum degi en tek stundum tvær á dag ef ég er ferskur.


UPPÁHALDS TEYGJA: Paleo Chair.


SKEMMTILEGASTA HREYFING AÐ GERA SJÁLFUR: Ég hef gaman af margkonar hreyfingu og reyni að hafa þetta eins fjölbreytt og ég get en hef sérstaklega gaman af því að hreyfa mig með dóttur minni þegar tími til gefst. Þá fer ég í hlaupagallann og hún á hjólið og við tökum góðan hring saman eða þegar hún fer á línuskautana sína þá reyni ég að vera kúl pabbinn og elta hana á hjólabretti en hún er yfirleitt búin að stinga mig af eftir nokkrar mínútur.


HVAÐ EÐA HVER GEFUR ÞÉR INNBLÁSTUR: Þeir sem eru ekki hræddir við að gera mistök og tilbúnir að fara út úr comfort zone-inu til að bæta sig og verða betri.


UPPÁHALDS MATUR/DRYKKUR EFTIR ÆFINGU: Ef ég hef tíma þá geri ég mér heimatilbúinn „recovery“ drykk er með nokkrar góðar uppskriftir annars ef ekki gefst tími þá er bananinn aldrei langt undan.


ÞÍN MATARSPEKI Í EINNI SETNINGU: Hreint og frá grunni.


UPPÁHALDS DRYKKUR: Kókosvatn, engiferöl og svo auðvitað gamla góða vatnið.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Á ÆFINGU ÞÁ ERTU: Í vinnunni, með dóttur minni eða á SUP- brettinu.


UPPÁHALDS HREYFING UTANDYRA: Ekkert betra en að komast út og hreyfa sig og þar hefur SUPið klárlega vinninginn.


ÞÚ FÉLLST FYRIR PADDLEBOARDING (SUP) ÞEGAR AÐ: ég sá um að steggja einn góðan félaga, þá fannst mér það nett hugmynd að fara nokkrir og prófa þetta með honum. Þetta fór misvel í menn en ég smitaðist algjörlega og hef síðan eytt eins miklum tíma og ég get á brettinu.


HVAÐ GETUR SUP-ið GERT FYRIR MANN? Hraðinn, lætin og allt áreitið sem við lendum í á hverjum degi er alltaf að verða meira og meira og getur verið oft erfitt að kúpla sig aðeins út og því myndi ég segja að fyrir utan að vera frábær og krefjandi alhliða hreyfing, er SUPið frábær leið til að kúpla sig alveg út, síminn, tölvan, samfélagsmiðlarnir, vinnan, áreitið, pressan, stressið o.s.frv. allt skilið eftir í landi og bara þú, sjórinn og brettið eftir, algjört frelsi yndislega nauðsynlegt!

10996465_844487318961627_4396508116748258154_nUPPÁHALDS GLÓ STAÐUR OG UPPÁHALDS RÉTTUR: Laugavegurinn og Raw Basilbakan.


HEILSUTRIX SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ: Ef þú ert svo heppin/nn að geta það þá hreyfðu þig á meðan – og af því að þú getur það.


ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR OG MORGUNVENJUR: Það fyrsta er að setja upp gleraugun annars fer ég nú ekki langt svo er það hafragrauturinn með berjum, fræjum og hnetusmjöri og góður kaffibolli. Ég tek mér góðan tíma í þetta og er þá klár í daginn.


HVERSU MIKLU MÁLI SKIPTIR ANDLEGI ÞÁTTURINN TIL AÐ NÁ LENGRA Í ÍÞRÓTTUM: Algjört lykilatriði í því að ná einhverjum varanlegum árangri og smá kaldhæðni í því að oft átta íþróttamenn sig ekki á þessu fyrr en farið er að síga á seinni hlutann á ferlinum og eru oft loksins orðnir sterkir þarna þegar tíminn er að renna út. Þurfum að leggja miklu meiri áherslu á þetta við yngri kynslóðina og í framhaldinu að hjálpa þeim að „mastera“ þennan hluta.


BLOGG EÐA BÓK SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ: Úfff svo mikið að góðu dóti þarna úti ég myndi mæla með http://www.bodybyboyle.com og www.stack.com fyrir styrktarhlutann og svo sem þjálfari gríp ég reglulega í Lifetime of observations and reflections on and off the court eftir John Wooden, þegar ég þarf aðeins að pumpa í dekkin hjá mér.


MANTRA/MÓTTÓ: Practice what you preach


TENGLAR Á ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR :

http://www.idoportal.com (Bara svo mikil lógík í þessu hjá honum)

http://lokahiboards.com (Fyrir félaga minn Cyril Coste sem bjó þetta merki til einstaklega vel gert)

http://www.sidelinesports.com (Fyrir þá þjálfara sem ekki þekkja þetta, bara allt alltof gott)


VIÐ ÞÖKKUM RAGGA KÆRLEGA FYRIR SPJALLIÐ OG INNBLÁSTURINN OG HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ HANN NÆST. FYLGIST MEÐ HONUM Á INSTAGRAM: https://www.instagram.com/reggieskara/

  • 4. maí, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017