Sölvi Avó Höf. 

Hvað er hláturjóga?


Það var Indverskur læknir að nafni Dr Madan Kataria og kona hans, jógakennarinn Madhuri Katari, sem voru upphafsmenn hláturjóga. Fyrsti hláturklúbburinn var stofnaður í Mars árið 1995, en nú er hláturjóga stundað í 75 löndum og fer sífjölgandi. En hvað í ósköpunum er þetta?

Hláturjóga byggist á því að kalla fram hláturinn með æfingum og tengingu með augnsambandi. Einnig er notast við pranayama öndun (fornt Hasya-joga) ásamt léttum teygjum, hláturhugleiðslu og slökun. Það er vísindaleg staðreynd að líkaminn okkar bregst við á sama hátt hvort sem hlegið er vegna ytra áreitis (fyndið atriði) eða ákveðið er að hlægja (án áreitis). Það eru ótal jákvæð áhrif af hlátri, til dæmis minnkar hann stress og leysir úr læðingi góð boðefni í heilanum sem veldur góðri líðan. Því er tilvalið að geta kallað það fram í amstri dagsins og við hvers konar óþægilegar eða óskemmtilegar aðstæður ~ hláturjóga kennir þér það.

Við höfum í allan vetur verið með frían hláturjóga tíma í Gló Fákafeni kl 10.30 fyrsta laugardag í mánuði, sem er næst núna laugardaginn 6. maí. Ég, Sölvi Avó, mun leiða tímann í þetta skiptið, en við hláturleiðbeinendur Íslands höfum skipt á milli okkar tímunum. Hláturjóga er gott fyrir alla, ég byrjaði til dæmis að stunda hláturjóga með ömmu minni í félagsheimili aldraðra í Hæðargarði fyrir nokkrum árum og fór eftir það í leiðbeinendaskólan hjá Ástu Valdimarsdóttir í kjölfarið ~ einstaklega semmtilegt ferli 😃

Verið öll velkomin á laugardaginn kl 10.30 á Gló í Fákafeni!

Sölvi

  • 4. maí, 2017
  • 0
Sölvi Avó
Sölvi Avó
Um höfund

Sölvi Avo Pétursson útskrifaðist með BSc í Næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann er einnig menntaður hláturjóga leiðbeinandi og er því eins skonar Næringarþerapisti með meistaragráðu í leikgleði. Avo skynjar mikilvægi þess að dreifa heilsuboðskapnum og hefur sótt fjölda námskeiða með helstu heilsufræðingum landsins og víðar. Hann trúir á mátt hráfæðis sem hann hefur unnið við að skapa í Noregi, Kaliforníu og nú á Gló í Fákafeni, þar sem hann sér um Tonic Barinn.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hvað er það besta við þig?
10. nóvember, 2017
Óstöðvandi sjálfstraust með Bjarti Guðmunds
28. júní, 2017
Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017
Að draga úr vanlíðan eða efla vellíðan?
19. janúar, 2017
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
Jógaiðkun – heima í stofu
19. september, 2016
Heima í stofu: Morgunjóga
07. apríl, 2016