Gló Höf. 

Kundalini jóga – Thelma Björk


Thelma Björk Jónsdóttir er kundalini jógakennari og fatahönnuður sem finnst fátt betra en að fljóta um í sundlaugum landsins eða kenna kundalini jóga í Sólir. Það eru til svo margar tegundir og jógalínur að flestir ættu að geta fundið jógað sem hentar þeim. Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bahjan hefur orðið afar vinsælt á Íslandi undanfarin ár og víðar í heiminum. Það er jógakerfi sem notar ekki einungis jógastöður í hvern tíma heldur einnig möntrur, öndunaræfingar. slökun og hugleiðslu á markvissan hátt. Við heyrðum í Thelmu og forvitnuðumst meira um hana sjálfa og þessa tegund af jóga :

THELMA1

FULLT NAFN:  Thelma Björk Jónsdóttir


STARFSHEITI:  Jógakennari og fatahönnuður


HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA ÞESSA DAGANNA: Ég er að kenna jóga í Sólum svo er ég í mastersnámi við Listaháskóla Íslands í listkennslufræðum þar sem ég er að vinna með tengslin milli handverks og hugleiðslu.


EITTHVAÐ SEM ÞÚ VILT AÐ KOMI FRAM: Já það er kannski ágætt að taka það fram að ég tek líka að mér einkatíma í kundalini jóga fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Svo er ég að vinna að tveimur nýjum og spennandi jóga námskeiðum sem mig langar að byrja með í haust.


HVAÐ ER HEILSA FYRIR ÞÉR? Heilsan og hamingjan fyrir mér felst í sáttinni. Sáttin við líkama þinn sálina og hugann.


HVAÐ ER KUNDALINI JÓGA? Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er kröftugt, skjótvirkt og umbreytandi jóga. Kundalini jóga er markvisst jógakerfi með eflandi jóga- og öndunaræfingum, hugleiðslu, möntrum og slökun. Í kundalini jóga erum við að lyfta orkunni upp, bæta jafnvægi orkustöðva og víkka vitund okkar. Kundalini jóga hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum sem hafa reynslu af öðrum tegundum jóga. Með því að stunda kundalini jóga getum við styrkt taugakerfið, innkirtlakerfið og ónæmiskerfið og komið jafnvægi á líkama, huga og anda.


STÖÐ: Sólir útá Granda og Jógasetrið skipholti 50c


ÞÍN SÉRGREIN: Að vera grjóthörð í kalda pottinum , ég fer ekki ofaní fyrir minna en 5 mín 😉


UPPÁHALDS ÆFING: Nabhi krían í kundalini jóga er algjört uppáhald hjá mér. Hún vinnur með naflastöðina okkar , kveikir í eldinum/3 orkustöðinni okkar. Hún er guli liturinn okkar. Ef 3 orkustöðin er í jafnvægi þá höfum við það gott ,fáum góðar hugmyndir og fylgjum þeim eftir. Við erum hlý og full orku.Þessi kria er líka einstaklega góð fyrir meltingakerfið og lifrina. Lykilorð Nabhi Kriyunar er KRAFTUR og VILJI.


ÞÚ FÉLLT FYRIR KUNDALINI ÞEGAR AÐ: Ég varð fyrst hugfangin af kundalini jóga á meðgöngunni minni árið 2010 og eftir það lá leiðin beint í kennaranám í kundalini jóga hjá Auði Bjarnadóttir í Jógasetrinu.


HVAÐ IÐKAR ÞÚ OFT Í VIKU: Ég gera alltaf eitthvað á hverjum degi, (sund jóga, hugleiðslu ) stundum hef ég meiri tíma en aðra. Alltaf betra að gera eitthvað smá heldur en að gera ekkert þó tíminn sé lítill.


HVAÐ ER SKEMMTLEGAST AÐ KENNA: Kundalini jóga


ÞEGAR ÞÚ KLÁRAR TÍMA HJÁ MÉR LÍÐUR ÞÉR VONANDI: Ég vil að þú finnir fyrir sátt og vellíðan. Jóga tímarnir mínir snúast ekki um að vera með stinnan rass heldur að mæta sjálfum sér í sátt og kærleik. Stinnur rass er bara plús 😉


LEYNIVOPNIÐ ÞITT: Að muna að anda.


ALGENGASTI KLÆÐNAÐUR Í TÍMA: Í kundalini jóga klæðumst við hvítum eða ljósum fötum úr náttúrulegum efnum: Náttúruleg efni anda betur en gerviefni og hvíti liturinn stækkar áruna um 1 metra.


Í TÖSKUNNI ER ALLTAF: Fullt af öðrum litlum töskum með allskonar dóti..


HVAÐ EÐA HVER GEFUR ÞÉR INNBLÁSTUR: Fólkið í kringum mig , vinir mínir og fjölskylda. Svo lít ég mikið upp til hennar Auðar Bjarnadóttur sem hefur kennt mér svo margt og hjálpað mér á mínu ferðalagi.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI AÐ KENNA Í SÓLUM ÞÁ ERTU: að vanda mig í því að vera góð mamma.


HVERNIG ER BEST AÐ ENDA JÓGATÍMA: Með slökun og hugleiðslu.


HVAÐ HEFUR KUNDALINI GERT FYRIR ÞIG? Kundalini jóga hefur breytt lífi mínu í alla staði.  Það hefur gefið mér innri frið, sjálfstraust, kjark og úthald til að stíga inn í draumana mína: Að trúa á sjálfa mig. Ég hef náð að næra allt það bjarta og góða í mér og sjá það í öðrum, auk þess sem ég upplifi aukinn kjark og úthald til að takast á við þær áskoranir sem ég mæti í lífinu. Umfram allt hef ég öðlast traust til lífsins í gegnum jógaiðkunina mína. Ég treysti því að lífið færi mér allt sem ég þarf og vil.


SKRÝTNASTA KUNDALINI ÆFINGIN? Þær eru svo magar skrítnar og skemmtilegar .


UPPÁHALDS HREYFING UTANDYRA: Sund og göngutúrar


UPPHALDS DRYKKUR: VATN ! og fjörefnagrænn hjá systrunum í Systrasamlaginu út á Seltjarnarnesi.


UPPÁHALDS GLÓ STAÐUR OG RÉTTUR: Uppáhalds Gló staðurinn minn er í Fákafeni og hnetusteikin er í uppáhaldi og svo auðvita turmeric skot á eftir á Tonic barnum.


THELMA

HEILSUÆÐIР: Það er klárlega köldu pottarnir í sundlaugum landsins. Svo get ég ekki talað nógu fallega um Sveitasamflotin og flothettuna hennar Unnar Valdísar. Sú sjálfsheilun sem verður til í því að fljóta undir berum himni er ekki hægt að útskýra nóu vel í orðum. Það þarf að upplifa. Njóta og Fljóta.


HVERNIG FINNST ÞÉR BEST AÐ BYRJA DAGINN: Í Kalda pottinum út á nesi og svo indigo espresso á eftir hjá systrunum í Systrasamlaginu. Það eru töfrar í kaffinu hjá þeim.


UPPÁHALDS LAG TIL AÐ SPILA Í TÍMA: I am, með Nirinjan Kaur

MANTRA: Gríska bænin sem við endum alla kundalini tíma á :

Megi eilífðarsól á þig skína

Kærleikur umlykja

Og þitt innra ljós á þig lýsa

Áfram þinn veg


MÓTTÓ: “Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum” Ghandi


Við þökkum Thelmu fyrir svörin. Hér má fylgjast betur með Thelmu og komast í samband við hana varðandi einkatíma í kundalini jóga og fleira.

https://www.facebook.com/thelma.bjork.7

  • 7. júní, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Að minnka eða hætta sykurneyslu
01. apríl, 2016
Leið til að kyrra hugann
22. október, 2015