Elísabet Margeirsdóttir Höf. 

Næring hlauparans


Regluleg hlaup auka álagið á líkamann töluvert og því er nauðsynlegt fyrir hlaupara að vanda valið vel á fæðunni til að uppfylla bæði næringar- og orkuþörf líkamans. Fjölbreytt mataræði er lykillinn að hollu mataræði og hægt er að fá öll helstu vítamín og steinefni ef við borðum lítið unninn mat úr öllum helstu fæðuflokkum. Eitt það mikilvægasta er að einblína á trefjaríkan mat og matvörur og takmarka allan viðbættan sykur. (MEIRA: námskeið Næring Hlauparans 21 okt)

NÆRING FYRIR HLAUP

Það er misjafnt hversu hratt við meltum mismunandi mat og hvernig hann fer almennt í okkur. Því getur skipt máli fyrir suma að borða ekki ákveðnar fæðutegundir fyrir hlaup eða láta líða ákveðinn langan tíma á milli máltíða og æfinga. Yfirleitt er mælt með því að borða stærri máltíð að minnsta kosti þremur til fjórum klukkustundum fyrir æfingu en einni til tveimur klukkustundum fyrir er í lagi að fá sér léttan bita. Flestir forðast trefja- og fituríkan mat rétt fyrir hlaupaæfngar og keppnir því að það tekur lengri tíma að melta hann. Góð regla er að prófa aldrei neitt nýtt í mataræðinu stuttu fyrir mikilvæg hlaup.

NÆRING Á HLAUPUM

Það er ekki talið nauðsynlegt að drekka eða borða neitt nema vatn á æfingum sem taka ekki lengri tíma en 90 mínútur. Þegar æfingar eru lengri en 90 mínútur getur verið gott að hafa meðferðis íþróttadrykk eða þynntan safa. Á styttri æfingum þegar hiti er mikill getur verið skynsamlegt að blanda steinefnatöflu í vatn sem stuðlar að vökvajafnvægi. Til að auka afköst á löngum æfingum og til að flýta fyrir endurheimt er gott að taka inn kolvetni eins og gel eða eitthvað matarkyns sem auðvelt er að taka inn og melta.

NÆRING EFTIR ÁTÖK

Eftir langar og erfiðar æfingar er gott að fá eitthvað að borða fljótlega eftir á, helst sem allra fyrst. Því fyrr sem þú borðar eitthvað þeim mun betra. Best er að leggja áherslu á kolvetnaríkan mat ásamt próteingjafa. Það er auðveldlega hægt að fullnægja næringarþörf með venjulegum mat ef það er í boði. Kjúklingaskál, próteinríkur þeytingur, gott brauð með eggi eða kotasælu eru dæmi um mat sem væri góður strax eftir æfingu

Ef þú vilt vita meira komdu á spennandi NÁMSKEIРþann 21 október sem gagnast öllum þeim sem stunda reglulega þjálfun!

  • 15. október, 2015
  • 1
Elísabet Margeirsdóttir
Elísabet Margeirsdóttir
Um höfund

Elísabet Margeirsdóttir næringarfræðingur MS og framkvæmdastjóri Arctic Running. Elísabet hefur stundað hlaup í rúman áratug og lokið fjölmörgum maraþonum og lengri utanvegahlaupum með góðum árangri. Hún er annar höfundur bókarinnar Út að hlaupa sem er alhliða handbók fyrir byrjendur og lengra komna í hlaupaíþróttinni.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

VIÐTAL VIÐ HLAUPARANN ARA BRAGA
29. október, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Melting og bólgusjúkdómar: viðtal við Birnu Ásbjörnsdóttur
29. október, 2016
Vesanto – sérfræðingur í vegan næringu
13. september, 2016
DANS – Guðrún Svava
08. ágúst, 2016
FASTAKÚNNINN: HÖSKULDUR GUNNLAUGSSON
15. apríl, 2016
Hvað segja hægðirnar um heilsuna?
10. mars, 2016
Matur sem ég á alltaf til í eldhúsinu
07. mars, 2016