Gló Höf. 

PILATES – Helga Lind


Helga Lind Björgvinsdóttir er 35 ára skagamær og pilates kennari sem á fjögur börn sem eru henni allt. Þessa dagana er hún að koma fjölskyldunni fyrir í íbúð sem hún keypti í lok janúar í Lindarhverfinu. Helga kynntist Pilatesi á Englandi árið 2006. Árið 2010 hóf hún svo nám hjá Body Control Pilates í London og sér aldeilis ekki eftir því. Í dag kennir hún og þjálfar í Sporthúsinu með frábæru fólki og nýtur þess að vinna í jákvæðu og uppbyggjandi umhverfi. Á dögunum byrjaði hún í golfkennslu svo framundan eru stífar æfingar til að vera orðin keppnishæf á vellinum í sumar.

11800406_10153085103317776_2647969970909831023_n

SÉRFRÆÐINGURINN – PILATES:

FULLT NAFN: Helga Lind Björgvinsdóttir


STARFSHEITI:  Body Control Pilateskennari


EITTHVAÐ SEM ÞÚ VILT AÐ KOMI FRAM: Býð einnig uppá einkaþjálfun og hópþjálfun í Sporthúsinu


HVAÐ ER HREYFING FYRIR ÞÉR? Allt annað en kyrrseta.


HVAÐ ER PILATES: Pilates er æfingakerfi sem tengir líkama og sál. Allar æfingarnar eru unnar út frá kjarna líkamanns (kvið-mjóbaks-og rassvöðum), þar sem rétt líkamsstaða og öndun spila lykilhlutverk. Pilates er frábær líkamsrækt fyrir stoðkerfið, til að leiðrétta vöðvaójafnvægi, losa um andlega og líkamlega streitu. Með Pilatesæfingum verða vöðvarnir lengri og þar af leiðandi sterkari.


ÞÍN STÖÐ: Sporthúsið


ÞÚ ÞJÁLFAR: Allt mögulegt. Er með lokuð námskeið, opna tíma og einkaþjálfun. Fjölbreytileikinn er yndislegur.


SKEMMTLEGAST AÐ KENNA: Þetta er eins og að gera upp á milli barnanna sinni 😀 En ég held ég verði að segja að Pilates”hjartað” er stórt.


SKEMMTILEGASTA HREYFING AÐ GERA SJÁLF: Pilatesæfingar í bland við kraftmiklaræfingar þar sem púlsinn er keyrður vel upp, þá vinn ég mikið með allskyns hopp.


ÞÚ FÉLLT FYRIR SPORTINU ÞEGAR AÐ: Þegar ég prófaði hóptima í Leeds árið 2006. Þá var ekki aftur snúið.


HVAÐ GETUR PILATES GERT FYRIR MANN?: Ég vill meina að Pilates sé allra meina bót. Virkar einsktaklega vel fyrir öll stoðkerfisvandamál, þjálfar sterka kvið-og bakvöðva, líkamsvitundin eykst til muna, allar hreyfingar verða náttúrulegri, frábært meiðslaforvörn svo fátt eitt sé nefnt.


ÞEGAR ÞÚ KLÁRAR TÍMA HJÁ MÉR LÍÐUR ÞÉR….: Dásamlega! Allir vöðvar vel “virkir” og algjörlega endurnærð/ur


LEYNIVOPNIÐ ÞITT: Ég veit ekki hvort ég eigi eitthvað leynivopn? En það er mikilvægt að finna líkamsrækt sem hentar sínum líkama. Það geta allir fundið eitthvað sem hentar. Fjölbreytileikinn er mikilvægur


ALGENGASTI ÆFINGARKLÆÐNAÐUR: Nike fatnaður frá toppi til táar.


Í ÍÞRÓTTATÖSKUNNI ER ALLTAF: Vatnsbrúsi, ökklalóð og teygjur


HVAÐ ÆFIR ÞÚ OFT Í VIKU: Oft!


UPPÁHALDS TEYGJA: Ætli það yrði ekki að vera Psoas teygjur.


HVAÐ EÐA HVER GEFUR ÞÉR INNBLÁSTUR: Tónlist skiptir mig miklu máli á æfingu.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Á ÆFINGU ÞÁ ERTU: Með börnunum mínum að takast á við dagleg störf


UPPÁHALDS MATUR/DRYKKUR EFTIR ÆFINGU: Góður hristingur klikkar seint.


UPPHALDS DRYKKUR: Vatn.


UPPÁHALDS HREYFING UTANDYRA: Fjallganga.


UPPÁHALDS RÉTTUR: Valið stendur á milli eggaldin með hnetumús eða hrápizzan.


NÝJASTA HEILSUÆÐIÐ/TRIXIÐ SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ: Jafnvægi. Þessi gullni meðalvegur.


ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR: Fæ mér hristing sem samanstendur af rauðrófusafa, avókadó, Aminó marine collagen frá Feel Iceland og Baobab dufti frá Aduna. Duftið er stútfullt af C og B vítamínum, kalsíum, kalíum og trefjum og inniheldur eitt mesta magn af andoxunarefnum sem finnast í ávöxtum í heiminum.


HVERSU MIKLU MÁLI SKIPTIR ANDLEGI ÞÁTTURINN: Hann skiptir gríðarlega miklu máli. Ef “hausinn” er ekki í lagi þá vantar ansi mikið.


MANTRA/MÓTTÓ: Það fer eftir því hvað ég er að glíma við hverju sinni. Í augnablikinu er það: You live you learn.


Fylgstu með Helgu hér:

https://www.facebook.com/balanceiceland/

og

http://balanceheilsa.is/

  • 14. mars, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017