Gló Höf. 

KRAFTLYFTINGAR: Agnes Kristjóns


Það eru til svo margar áhugaverðar leiðir til að hreyfa sig og þjálfa líkamann á Íslandi í dag. Í fasta liðnum Sérfræðingurinn munum við spyrja kennara og/eða þjálfara spjörunum úr, kynnast þeirra „sporti“ og fá innsýn inn í þann heim. Fyrsti viðmælandinn er hin dásamlega Agnes Kristjónsdóttir, hún er með dansbakgrunn og byrjaði í Kraftlyftingum fyrir tilviljun en kunni svo vel að meta félagsskapinn og árangurinn að hún hélt sig við þær. Hún starfar sem einkaþjálfari og heldur úti síðunni Lífstíll, heilsa og hreyfing á facebook og Instagram og er með nýjung sem kallast Heimaþjálfun en þá fer hún heim til fólks og æfir með því þar.FULLT NAFN: Agnes Kristjónsdóttir (með Ói)


STARFSHEITI: Einkaþjálfari með meiru.


HVAÐ ER HREYFING FYRIR ÞÉR? Ég hef mikla þörf fyrir hreyfingu og hreyfi mig daglega. Hreyfing fyrir mér er partur af lífstíl.


AF HVERJU KRAFTLYFTINGAR? Ég kynntist kraftlyftingum fyrir tilviljun. Byrjaði í einkaþjálfun hjá Ingimundi Björgvinssyni styrktar – og kraftlyftingaþjálfara og eftir hálft ár var ég komin á fullt og kolfallin fyrir þessum æfingum. Þær gera mig sterka og ég vil vera sterk. Ég loftaði varla stönginni þegar ég byrjaði enda ekki sterk að eðlisfari en þetta er allt að koma. Félagsskapurinn í kringum hópinn hans Ingimundar er líka skemmtilegur og alltaf fjör á æfingum og mótum. Ég keppti á fyrsta kraftlyftingamótinu mínu í maí síðastliðnum og er bara rétt að byrja. Sit í stjórn Kraftlyftingafélagsins Gróttu og hef brennandi áhuga á okkar afreksfólki og þessari íþrótt.


STÖÐ: Ég æfi mest hjá World Class Seltjarnarnesi. Verð með hóptíma þar í vetur og námskeið sem heitir Styrkur & STOTT. Svo fer ég reglulega og dansa í Kramhúsinu.


ÞÍN SÉRGREIN: Einkaþjálfun, STOTT PILATES, styrktarþjálfun, lóð og teygjur.


SKEMMTLEGAST AÐ KENNA:  Mér finnst alltaf gaman að kenna enda búin að gera það reglulega frá sautján ára aldri. Alveg sama hvort það eru margir eða aðeins einn; það gefur mér alltaf mjög mikið. Núna er ég að fara af stað með nýtt hjá mér en það er Heimaþjálfun. Þá fer ég heim til fólks og við gerum æfingar heima eða úti og fyrir suma hentar að ég komi í vinnuna til þeirra.


SKEMMTILEGASTA HREYFING TIL AÐ GERA SJÁLF: Þær eru margar: Réttstaðan og sleðinn eru uppáhaldsæfingarnar mínar. Í sumar hefur þjálfarinn minn verið að láta okkur gera allskyns útiæfingar eins og að labba um með þung rör og lóð, lemja í stórt dekk, sveifla köðlum og fleira í þessum dúr og þær æfingar eru líka í uppáhaldi núna. Svo er gaman að sippa og standa á höndum og pilatesæfingarnar eru líka alltaf í uppáhaldi.


ÞÚ FÉLLST FYRIR HREYFINGU ÞEGAR: Ég var frá upphafi mjög liðug, var alltaf að leika listir mínar með fettum og brettum og mikið fyrir hreyfingu þannig að mamma setti mig í Danskóla Heiðars Ástvalds fjögurra ára. Sjö ára byrjaði ég í ballett hjá Eddu Scheving. Var komin í sýningarflokk Jazzballettskóla Báru 14 ára, og átti eftir að eiga nokkur góð ár sem dansari í söngleikjum og í leikhúsinu. Svo var ég farin að kenna líkamsrækt snemma og boltinn fór að rúlla.

agnes
ÞEGAR EINHVER KLÁRAR TÍMA HJÁ ÞÉR LÍÐUR HONUM/HENNI: Vonandi vel í líkamanum og hjartanu líka. Ég enda flesta tíma á hugleiðslu og slökun. Finnst það mjög mikilvægt.


LEYNIVOPNIÐ ÞITT: Brennandi áhugi fyrir því sem ég er að gera, metnaður að miðla því sem ég kann. Lífsgleðin sem ég var svo lánsöm að fá í vöggugjöf og síðast en ekki síst ilmvatnið mitt sem ég blanda sjálf úr indverskum olíum.


ÆFINGAKLÆÐNAÐURINN: Nike buxur & bolur og skór. Oftast svart en á nokkra fallega litríka toppa líka. Ullarsokkar í “ deddinu“ og Gróttu Kraftlyftingapeysan með nafninu mínu. Berfætt í dansinum.


Í ÍÞRÓTTATÖSKUNNI: Lyftingaskórnir, hnéhlífar, magnesíum, ullarsokkar, sippuband, heyrnartól, tyggjó, vatnsbrúsi, snyrtitaska, sundföt, amk tvenn sólgeraugu og nesti ( hnetur, epli og egg)


UPPÁHALDS TEYGJA: Gömlu ballett teygjurnar skora alltaf. Fætur upp á stöng og hliðarteygjur. Spígat og splitt.


HVAÐ GEFUR ÞÉR INNBLÁSTUR: Það er allt þetta yndislega fólk sem ég þekki og hef í lífi mínu núna. Hver hefur sinn sjarma og allir kenna mér eitthvað og gera lífið skemmtilegra. Svo eru það afreks íþróttafélagar mínir í Kraftlyftingafélaginu Gróttu sem búnir er að ná stórkostlegum árangri heima og erlendis með aga og dugnaði og eru til fyrirmyndar á æfingum sem utan.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Á ÆFINGU ÞÁ ERTU: Að slaka á í sumrinu og að krúttast með Kristínu Amalíu dóttur minni. Svo er ég að nota tímann vel í starfsleit.


UPPÁHALDS MATUR EFTIR ÆFINGU: Eitthvað próteinríkt eftir lyftingaæfingu. Best er að komast beint á Gló í grænmetis eða hráfæðirétt eða í vænan salatdisk. Annars egg, banani, hnetur og fræ, epli og hnetusmjör, kotasæla stundum próteinstykki helst sem ég hef gert sjálf.


UPPÁHALDS DRYKKUR: Vatn og græni frá Gló.


UPPÁHALDS HREYFING UTANDYRA: Sund í Seltjarnarneslauginni og kvöldgöngur með vinkonum. Göngur út í náttúrunni eru að koma sterkar inn. Var að koma úr kvennaferð með Yndis stelpum annað árið í röð og toppaði mig alveg i þetta sinn enda sterku stóru lyftingalærin að massa þetta.


UPPÁHALDS GLÓ STAÐUR: Laugavegur er aðal, þar er líka oftast til ostakakan góða, en svo er Fákafen að koma sterkur inn, hef farið á frábæra fyrirlestra þar, versla í flottu búðinni og elska skálina.


NÝJASTA HEILSUÆÐIÐ: Er alltaf að prófa nýja chia grauta og það nýjasta er að setja ofan á glutenlaust morgunkorn, mórber og hindber eða bláber. Svo er ég líka alltaf að prófa að gera allskonar súkkulaði og eiga til í frystinum. Elska allskonar heilsuráð sem ég les um og sé á góðum miðlum og prófa þetta allt. Besta er samt alltaf að passa að drekka vel af vatni og muna eftir eplinu þegar mig langar í óhollustu. Það virkar ekki alltaf en oft.


NÚVERANDI MANTRA/MÓTTÓ: Ég á nokkrar möntrur sem ég fer með í huganum. Í uppáhaldi er „ Sleppa tökunum & treysta „.Við þökkum Agnesi fyrir frábær svör!

  • 27. júlí, 2015
  • 5
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017