Gló Höf. 

JÓGA: Ingibjörg Stefáns


Í fasta liðnum Sérfræðingurinn spyrjum við kennara og/eða þjálfara spjörunum úr og fáum innsýn inn í þeirra heim. Viðmælandinn í þetta sinn er frábæri jógakennarinn og leikkonan Ingibjörg Stefánsdóttir. Ingibjörg kynntist jóga þegar danskennarinn hennar í New York lét hana gera sólarhyllingar fyrir tæpum tuttugu árum og þá var ekki aftur snúið. Hún hefur lært jóga víða um heim og stofnaði jógastöðina Yoga Shala Reykjavík árið 2005. Yoga shala býður upp á hefðbundið Ashtanga vinyasa yoga, hlýtt yoga – vinyasa flow ásamt kraftmiklum yogaflæðitímum í fallegu og hlýju umhverfi.

10576929_10152333094188443_2204607691740553436_n


FULLT NAFN: Ingibjörg Stefánsdóttir


STARFSHEITI: Yogakennari, söng- og leikkona.


HVAÐ ER HEILSA FYRIR ÞÉR: Lífið


HVAÐ ER JÓGA: Yoga chitta vritti nirodha – yoga hjálpar okkur að ná tökum á flökti hugans, hugsunum sem streyma til okkar. Hugsanirnar hverfa kannski ekki alveg en það er hægt að hægja á þeim, hafa lengra bil/tíma á milli þeirra. Það er til margskonar yoga sem leiðir okkur í þessa átt. Við þurfum að anda meðvitað, gera æfingar sem halda líkamanum heilbrigðum svo það sé auðveldarara fyrir okkur að sitja og hugleiða.


STÖÐ: Yoga Shala Reykjavík


ÞÍN SÉRGREIN: Ashtanga, vinyasa flæði (yogaflæði)


SKEMMTLEGAST AÐ KENNA: Erfitt að gera upp á milli en alltaf gaman að taka á móti nýjum nemendum.


ÞÚ FÉLLT FYRIR JÓGA ÞEGAR AÐ: danskennarinn minn í New York lét okkur gera sólarhyllingar. Mögnuð tilfinning.


ÞEGAR ÞÚ KLÁRAR TÍMA HJÁ MÉR: finnur þú fyrir meiri innri krafti og jákvæðni.


LEYNIVOPNIÐ ÞITT: Tromman.


12004938_10153134200958443_1999292382759500514_n

ALGENGASTI KLÆÐNAÐUR Í TÍMA: Þægilegur æfingafatnaður. Engin tískusýning í gangi.


Í JÓGATÖSKUNNI ER ALLTAF: Yogadýna


UPPÁHALDS JÓGASTAÐA: Sú staða sem er mest krefjandi hverju sinni. Þá er svo mikið að gerast.


HVAÐ EÐA HVER GEFUR ÞÉR INNBLÁSTUR: Gestakennarar sem koma til okkar og mínir eigin kennarar sem eru SNILLINGAR.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Í YOGASHALA ÞÁ ERTU: Með fjölskyldunni minni, alvöru yogunum mínum, börnunum sem eru að kenna mér ásamt yoganu að vera betri manneskja.


UPPÁHALDS LAG FYRIR SAVASANA: 108 sacred names- mother divine


UPPÁHALDS MATUR/DRYKKUR EFTIR ÆFINGU: Grænn smoothie


UPPHALDS DRYKKUR: Vatn


UPPÁHALDS HREYFING UTANDYRA: Að ganga í náttúrunni


UPPÁHALDS GLÓ STAÐUR: Erfitt að gera upp á milli en ég ætla að nefna Gló Fákafeni, er „húkt“ á græna smoothie-inum þar og bulletproof Kaffi.


NÝJASTA HEILSUÆÐIÐ: skellti mér á Ljómandi námskeið með Tobbu sem var skemmtilegt og gefandi. Nú svo er ég búin að fjárfesta í nýjustu bókinni “ Himneskt að njóta” ELSKA nýjar uppskriftabækur með HOLLUM mat.


MANTRA:

“Observe the wonders as they occur around you. Don’t claim them. Feel the artistry moving through and be silent. Don’t grieve. Anything you lose comes round in another form.” ~ Rumi the art of being and seeing

 

  • 19. október, 2015
  • 1
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hvað er hláturjóga?
04. maí, 2017
Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
Jógaiðkun – heima í stofu
19. september, 2016
DANS – Guðrún Svava
08. ágúst, 2016
Heima í stofu: Morgunjóga
07. apríl, 2016
FASTAKÚNNINN: Sölvi Tryggvason
26. janúar, 2016