Gló Höf. 

Taekwondo – Helgi Rafn


Sérfræðingur mánaðarins er virkilega flottur og kraftmikill einstaklingur. Helgi Rafn Guðmundsson er taekwondo þjálfari, með svarta beltið í sportinu og hefur margoft keppt fyrir Íslands hönd. Hann býr í Reykjanesbæ og er yfirþjálfari taekwondo deildar Keflavíkur. Hann er í sambúð, á tvö börn og vinnur við að þjálfa bardagaíþróttir ásamt því að kenna íþróttir og þjálfa styrktarþjálfun. Hann vinnur hart að því að bæta árangur afreksíþróttafólksins síns og fræðslu fyrir taekwondo þjálfara. Framundan eru fleiri stórmót og margir spennandi hlutir sem koma í ljós á næstu misserum. Við heyrðum í honum til að forvitnast meira um Helga, taekwondo og heilsu:

image (1)

FULLT NAFN:  Helgi Rafn Guðmundsson


STARFSHEITI: Þjálfari


EITTHVAÐ SEM ÞÚ VILT AÐ KOMI FRAM: Gló er stórkostlegur staður sem ég myndi óska að væri í Reykjanesbæ 😉


HVAÐ ER HREYFING FYRIR ÞÉR: Lífsnauðsynlegt ferli til að halda líkama og anda í góðu standi og einn af mikilvægustu lyklunum að langlífi og hamingju.


HVAÐ ER TAEKWONDO: Taekwondo er kóresk bardagalist og Ólympíuíþrótt


ÞÍN STÖÐ: Bardagahöllin og Sporthúsið Reykjanesbæ


ÞÚ ÞJÁLFAR: Taekwondo, Brazilian Jiu Jitsu, Hóptíma (Superform), styrktarþjálfun, hraðaþjálfun, námskeið í bardagaíþróttum og sjálfsvörn.


SKEMMTLEGAST AÐ KENNA: Annaðhvort Kríla Taekwondo sem er hópur fyrir leikskólakrakka eða afrekshóparnir, bæði ótrúlega skemmtilegt og gefandi.


SKEMMTILEGASTA HREYFING AÐ GERA SJÁLFUR:  Ég hef mjög gaman af allri hreyfingu ef ég á að segja alveg eins og er. Það sem er skemmtilegast er samt örugglega bardagaíþróttir. Það er svo auðvelt að gleyma sér í því þegar maður er að kljást við andstæðinga. Maður getur eiginlega ekki hugsað um hluti eins og hvort maður sé þreyttur eða hvernig manni líði, öll heimsins vandamál hverfa á meðan maður er að berjast. Svo þegar lotan er búin þá eru allir vinir og kátir og yfirleitt gjörsamlega búnir á því.


ÞÚ FÉLLST FYRIR SPORTINU ÞEGAR AÐ: Ég sá það á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Hraðinn og lipurðin var eitthvað sem mér fannst mjög heillandi. Hef alltaf haft áhuga á bardagaíþróttum en byrjaði að stunda það af alvöru eftir þessa Ólympíuleika.


ÞEGAR ÞÚ KLÁRAR TÍMA HJÁ MÉR LÍÐUR ÞÉR….: Unaðslega


LEYNIVOPNIÐ ÞITT: Dugnaður og skipulag


ALGENGASTI ÆFINGARKLÆÐNAÐUR: Tenacity/Jaco


Í ÍÞRÓTTATÖSKUNNI ER ALLTAF: Auka æfingaföt, vatnsbrúsi, gómur, teip, æfingadagbók, nesti.


HVAÐ ÆFIR ÞÚ OFT Í VIKU: Það er mjög misjafnt. Ég er kominn á þann stað að vera 100% þjálfari og geri það í fullri vinnu. Núna er ég kannski að æfa sjálfur 3-6x í viku en ég hef lengst af æft svona 8-15x í viku þegar ég var á fullu í sportinu. Nú æfi ég af heilsufarslegum ástæðum og til að hafa gaman, áður fyrr æfði ég nánast eingöngu til að ná árangri í keppnum.

image (2)


UPPÁHALDS TEYGJA: Spígat


HVAÐ EÐA HVER GEFUR ÞÉR INNBLÁSTUR: Konan mín, börnin mín og iðkendurnir mínir. Einnig allir sem ná árangri í því sem þeir gera, því þeir gera eitthvað sem aðrir nenna ekki.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Á ÆFINGU ÞÁ ERTU: Að undirbúa æfingu, gera prógröm, vinna fyrir félagið eða eitthvað slíkt. Svo koma kósý dagar með fjölskyldunni inn á milli 🙂


UPPÁHALDS MATUR/DRYKKUR EFTIR ÆFINGU: Mér finnst æði að fá mér næringar/próteindrykk eða kjúklingarétt hjá konunni.


UPPHÁLDS DRYKKUR: Vatn


UPPÁHALDS HREYFING UTANDYRA: Leika við börnin mín, fjallgöngur.


UPPÁHALDS GLÓ STAÐUR OG UPPÁHALDS RÉTTUR: Fákafenið og kjúklingaskál


NÝJASTA HEILSUÆÐIÐ/TRIX SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ: Persónuleg markmiðastjórnun og tilfinningagreindarnámskeið hjá Key Habits, það er eitthvað sem allir sem hafa (eða segjast hafa) áhuga á eigin heilsu eða árangri ættu að skoða.


ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR: Kíkja á klukkuna.


HVERSU MIKLU MÁLI SKIPTIR ANDLEGI ÞÁTTURINN: Skiptir mestu máli.


MANTRA/MÓTTÓ: There are no shortcuts to any place worth going.


VIÐ ÞÖKKUM HELGA KÆRLEGA FYRIR SVÖRIN. FYLGIST MEÐ HONUM HÉR:

Facebook Youtube – Instagram – Twitter og á Snapchat – helgiflex

  • 4. febrúar, 2016
  • 2
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
VIÐTAL VIÐ HLAUPARANN ARA BRAGA
29. október, 2017
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Óstöðvandi sjálfstraust með Bjarti Guðmunds
28. júní, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017