Gló Höf. 

TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir


Íris Ásmundardóttir er yngsti meðlimur Team Gló, en Gló styður við hóp af afreksfólki sem setur markið hátt og veit að mataræði skiptir sköpum til að ná árangri. Íris byrjaði að dansa þegar hún var aðeins þriggja ára og hefur ekki stoppað síðan. Um árabil hefur hún eytt sumrum sínum í balletskólum í Bandaríkjunum, meðal annars í Boston Ballet og í New York í sumarskóla American Ballet Theatre. Í vetur keppti hún fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri danskeppni í Svíþjóð, og samhliða dansinum í Listdansskóla Íslands var hún að ljúka öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Framundan hjá henni er mjög spennandi sumar í San Francisco hjá Alonzo King LINES Ballet þar sem hún kemur til með að æfa allt að tíu klukkustundir á dag. Við heyrðum í þessari metnaðarfullu ungu konu og spurðum hana út í dansinn, heilsu og mataræðið: 

irisas

FULLT NAFN: Íris Ásmundardóttir


ALDUR: 17 ára


STARFSHEITI: Nemandi og dansnemi


ÁHUGAMÁL: Ballett, nútímadans og heilsusamlegt líferni


HVAÐ ER BALLETT FYRIR ÞÉR? Ballett fyrir mér er svo ótrúlega margt. Hann er ein tegund af tjáningarformi þar sem hægt er að koma sögu og/eða skilaboðum til áhorfandans með líkamanum sem þjónar tilgangi raddarinnar.


ÞÚ FÉLLST FYRIR DANSI ÞEGAR AÐ:

Ég man ekki nákvæmlega eftir einu ákveðnu augnabliki, ég hef í rauninni verið í ástarsambandi við dansinn alveg síðan ég byrjaði – tilfinningin sem maður fær þegar maður gefur sig allan í einhverja ákveðna dansrútínu er alveg ólýsanleg.


HVAÐ GERIR DANSINN FYRIR ÞIG?

Dansinn hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Ég byrjaði að dansa þegar ég var þriggja ára gömul og og svona um sjö ára aldur fann ég að hann hentaði mér mjög vel því ég var feimin og hafði þar með fundið form þar sem ég gat tjáð mig á annan hátt og verið örugg. Tjáningin er því fyrir mig mikilvægur hluti danssins en svo er það líka þessi hamingju – og ástríðutilfinning sem hann kveikir hjá manni. Svo dansa ég líka til að líða vel og gleyma stressi og áhyggjum.


ALGENGASTI ÆFINGARKLÆÐNAÐUR:

Ballettinn er með sérstakt dress code sem á að klæðast í balletttímanum sjálfum; sokkabuxur, ballettbolur og ballettskór. Utan balletttímans, í upphitun, klæðist ég þó klassískum ballettupphitunarfötum eins og legghlífum, dúnvesti, dúnskóm og „ruslapokabuxum“ eins og við köllum þær


Í ÍÞRÓTTATÖSKUNNI ER ALLTAF:

Tvö til þrjú pör af táskóm, mjúkir ballettskór, „táslur“ sem notaðar eru inn í táskóna til að draga úr sársauka í fótum, snyrtibudda með teipi og plástrum fyrir tærnar ásamt hita – og kælikremi, aukaæfingaföt, handklæði, rúlla og bolti fyrir vöðvana, therabönd, vatnsbrúsi, B-vítamín og magnesíum og svo pakka ég alltaf góðu og orkuríku nesti fyrir daginn – já, ég er með stóra íþróttatösku


HVAÐ ÆFIR ÞÚ OFT Í VIKU:

Ég æfi sex sinnum í viku og að lágmarki í þrjá til fjóra tíma í senn fyrir utan styrktaræfingarnar heima sem ég geri til að draga úr líkum á meiðslum.

ballett


UPPÁHALDS TEYGJA :

Úff, erfið spurning! Ég elska allar teygjur en ef ég verð að velja eina þá yrði það líklega spígatið því hún er frábær til að opna mjaðmirnar og á sama tíma alltaf svolítið krefjandi.


HVAÐ EÐA HVER GEFUR ÞÉR INNBLÁSTUR:
Allir þeir sem láta gott af sér leiða, hugsa vel um líkama og sál og þeir sem vinna markvisst að því að láta drauma sína rætast.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Á ÆFINGU ÞÁ ERTU:

Í skólanum eða sinna náminu heima. Ballettinn hefur kennt mér sjálfsaga og skipulag og þar af leiðandi kem ég miklu fyrir á hverjum degi og næ þar af leiðandi líka að verja tíma með fjölskyldu og vinum sem mér finnst mjög gaman.


HVAÐ ER HEILSA FYRIR ÞÉR?

Heilsa fyrir mér er að vera í því ástandi að maður geti gert það sem manni langar til að gera. Til þess þarf að vera að jafnvægi milli ótal þátta eins og til dæmis hvíldar, holls mataræðis og hreyfingar.


VÍTAMÍN EÐA BÆTIEFNI SEM ÞÚ TEKUR INN:

Ég tek inn D -, C -, og B12 vítamín, magnesíum, góðgerla fyrir meltinguna og spírúlínu.


MATARSPEKI ÞÍN Í EINNI SETNINGU:

Borða eins heilt og hreint og kostur er – og mikið grænt!


iris

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR OFTAST Á GLÓ?:

Mér finnst rosa þægilegt og gott að fá mér skál og þá sérstaklega með hráfæðibollum og pestói, svo er raw pizzan í algjöru uppáhaldi!


UPPHÁLDS DRYKKUR:

Vatn – verð samt að læða með chaga latte og kombucha


UPPÁHALDS HREYFING UTANDYRA:
Skokk, sund og út að hjóla


NÝJASTA HEILSUÆÐIÐ/TRIX SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ:

Það eru ótrúlega mörg ný og spennandi heilsutrix þarna úti en ég ætla að nefna sennilega það elsta sem er komið frá Hippocrates föður nútímalæknisfræði: “Let food be thy medicine and medicine be thy food”.


ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR:

Þegar ég vakna geri ég alltaf einnar mínútu planka, „oil pulling“ og drekk hálfan lítra af vatni blandað við tvær matskeiðar af eplaediki áður en ég fæ mér morgunmat.


ÞÚ GETUR EKKI LIFAÐ ÁN:
Fjölskyldu, vina og svo á ég erfitt með að ímynda mér mig án dansins.


HVERSU MIKLU MÁLI SKIPTIR MATARÆÐIÐ TIL AÐ NÁ LENGRA:

Öllu máli! Líkaminn þarf gott eldsneyti til að geta tekist á við krefjandi og skemmtileg verkefni


BLOGG EÐA INSTAGRAM SEM ÞÚ MÆLIR MEÐ:

https://draxe.com

http://kriscarr.com

http://www.foodmatters.com


MOTTÓ:

Það er ekki það sem þú gerir í lífinu sem þú sérð eftir heldur það sem þú gerir ekki – lífið er núna!


HVAR ER HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ ÞÉR: Instagram: https://www.instagram.com/irisasm/

  • 24. maí, 2017
  • 3
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – LINDA BJÖRK
01. nóvember, 2019
GLÓARINN – KAREN ÓSK
29. október, 2019
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017