Gló Höf. 

TEAM GLÓ – Ragnheiður Sara


Gló styður við hóp af afreksfólki sem setur markið hátt og veit að mataræði skiptir sköpun til að ná árangri. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er hrikalega hraust ung íþróttakona með bjarta framtíð. Hún er hluti af Team Gló en fyrir þá sem ekki vita þá varð hún Evrópumeistari í Crossfit 2015 og í þriðja sæti á Heimsleikunum í fyrra. Framundan hjá Ragnheiði eru Evrópuleikar í Madrid í maí. Ef hún nær topp fimm á því móti þá eru það Heimsleikarnir í júlí næstkomandi. Við heyrðum í henni og fengum að forvitnast um æfingar, venjur og mataræði: 

10610586_923064891060665_8381214138903214550_n

 

Hvenær byrjaðir þú í íþróttum og hvernig er þín íþróttasaga?

Ég prufaði örugglega allar íþróttir þegar ég var yngri, metið mitt var samt að vera í sundi sem voru örugglega samtals 3 ár.
En ég prufaði allar íþróttir og gafst uppá öllu, fannst þetta allt svo leiðinlegt.

Hvað langaði þig að verða þegar þú yrðir stór?

Ég ætlaði alltaf að verða sjávarlíffræðingur

Menntun :

Stúdent árið 2012 úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja, ÍAK einkaþjálfi , Svo byrjaði ég í háskóla í Sálfræði hætti til þess að einbeita mér að crossfit.

Hvernig og hvenær byrjaðir þú í crossfit?

Ég byrjaði Janúar 2013 . Ég ætlaði að byrja í mars 2012 þar sem ég keppti á Crossfitleikum og endaði í 2 sæti, en 3 vikum eftir það úlnliðsbrotnaði ég þannig ég þurfti að bíða í smá tíma sem á endanum lét mig verða hungraðari til þess að byrja.

Hverjir eru styrkleikar þínir í sportinu?

Allt með stöng, þyngdir, úthald.

10483816_946067862093701_4296343078332496446_o

Hvernig undirbýrðu þig fyrir stór mót?

Reyna að dreifa huganum sem mest til þess að finna minna fyrir stressi, svo fer ég fyrr uppí rúm og fer í gegnum allar æfingarnar í hausnum.

Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?

Vakna um 8:30 borða morgunnmat er mætt á æfingu um svona 9:30 þá tek ég sirka hálftíma mobility session (rúlla og teygja) tek æfingu til sirka 13. Fer heim að slaka á eða í sund að synda mæti aftur í kringum 16:30 tek æfingu í svona einn og hálfan tíma. Fer heim eða þá að ég tek með mér nesti og slaka bara á uppí crossfit stöð fer síðan að æfa aftur klukkan 20.

Hvernig nærir þú þig daglega?

Morgunnmatur: 2 egg + lífrænt spínat+ jarðaber+ melóna — ala söru hafragrautur (100g eggjahvítur- 20g haframjöl – 5g goji ber-10g kasjú hnetur – 1 msk kanill – ½ msk hnetusmjör + bláber og 50g möndlumjólk) + 1 glas rauðrófusafi
Millimál : 100% whey prótein+ 100ml möndlumjólk+200 ml vatn – Epli/banani
Hádegismatur : 2 egg + lífrænt spínat+ jarðaber+ melóna – boozt (frosnir ávextir+hnetusmjör+stevía)

Millimál : ávextir og möndlusmjör
Kvöldmatur: Kjöt (kjúklingur/lamb/nautakjöt) – sætar kartöflur – grænmeti
Kvöldnsarl : ávöxtur stundum fæ ég mér próteinbar(questbar eða onebar)

Notar þú einhver bætiefni og tekur þú vítamín? Þá hver?

Ég tek inn C-vítamín, b-vítamín, omega 3.

11214175_1003586003008553_4460610077819293375_n

Hvað æfir þú oft í viku?

Ég æfi 14-17x í viku

Hvað ertu að gera þegar þú ert ekki að æfa?

Þegar það gefst tími þá fer ég að hitta vini mína.

Gætir þú ímyndað þér að gera eitthvað annað við líf þitt en tengja það íþróttum?

Úff fyrir 6 árum hefði ég getað sagt að ég gæti aldrei ímyndað mér lífið í íþróttum, en nei ég gæti aldrei hætt þessu. Þetta er alltof gefandi.

Hvert er helsta markmiðið fyrir árið ?

Að komast á heimsleikana!

11863368_1014087765291710_6467097480262827303_n


HELSTI ÁRANGUR RAGNHEIÐAR UNDANFARIN ÁR:

Evrópumeistari í Crossfit 2015
3 sæti á heimsleikum í Crossfit 2015
1 sæti á Granite games (crossfit)
1 sæti á East coast championship (crossfit)

Fylgist með henni á INSTAGRAM og FACEBOOK

MYNDIR: PETE WILLAMSON


Við þökkum Ragnheiðið Söru fyrir svörin og óskum henni góðs gengis á árinu!

 

  • 2. maí, 2016
  • 1
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017
Heilbrigður skammtur af sjálfselsku
12. maí, 2017
HIT æfingar heima í stofu – 10 mínútur!
21. maí, 2016
GLÓARINN – Kolbrún
12. maí, 2016
HANDBOLTI – RAGGI ÓSKARS
04. maí, 2016
CROSSFIT – Þröstur Ólason
20. apríl, 2016
PILATES – Helga Lind
14. mars, 2016