Gló Höf. 

Undirbúningur fyrir maraþon


Nú nálgast Reykjavíkur maraþonið óðfluga og því mikilvægt fyrir þátttakendur að skipuleggja næstu vikur vel og vandlega. Það skiptir ekki máli hvort að þú sért nýliði í keppnishlaupum eða á leiðinni í þitt fimmta heila maraþon, það er alltaf gott að huga að taugunum, næringu og skipulagi fyrir hlaupið. Þar sem þú getur ekki bætt miklu við í þjálfun á þessu stigi eru þó fullt af hlutum sem þú getur gert til að undirbúa þig enn betur til að gera hlaupið að ánægjulegri reynslu. Í tilefni maraþon mánaðarins erum við með SPORTSKÁL á tilboði (1490 kr.) sem er stútfull af næringu. Hér eru svo 5 atriði sem er gott er að hafa í huga á næstunni:

1. Hugsaðu jákvætt og sjáðu hlaupið fyrir þér

Jafnvel þótt að þú sért búin að æfa alveg svakalega vel þá getur verið erfitt að losa sig við sjálfsefann. Það sem sálfræðingar mæla með er að sjá hlaupið fyrir sér og sjá þig í því. Sjáðu þig fyrir þér hlaupa yfir lokalínuna með bros á vör á góðum tíma. Sjáðu þig líka fyrir þér komast yfir erfiðar hindranir í hlaupinu.

2. Vertu skipulagður/lögð

Vertu viss um að þú eigir allt sem þú þarft fyrir hlaupið og að allt sé tilbúið. Búðu til tékklista og settu fram það sem þú munt þurfa, þar á meðal, snarl, drykki, ipod og keppnisnúmerið þitt. Kíktu einu sinni aftur yfir þetta til að vera viss um að þú sért með allt með þér. Ef þú ert að koma utan að landi til að taka þátt þá er þetta ennþá mikilvægara. Þú munt ekki hafa tíma né orku á sjálfan keppnisdaginn í að vera leitandi af týndum hlutum. Undirbúningur er lykilatriði fyrir maraþon.

3. Fylltu á kolvetnin

Þetta er virkilega mikilvægt tveimur til þremur dögum fyrir hlaupið. Þú þarf að fylla á glycogen birgðirnar til að vera viss um að þú komist í gegnum hlaupið. Líkaminn geymir bara nægilegt glycogen fyrir 90 mínútur af átakamikilli æfingu og svo þarftu að fylla á.
Þegar þú fyllir svo á kolvetnin þá er gott að dreifa þeim yfir daginn, dagana fyrir hlaupið en alls ekki borða of mikið og vera þung/ur á þér á keppnisdaginn.

4. Hvíld

Þetta hljómar augljóst en er oft hunsað. Reyndu að hvíla þig eins og þú getur síðustu tvo daganna fyrir hlaup. Þú ert að fara að reyna mikið á þig og þarft að nota alla þá orku sem þú átt. Og á meðan þú hvílist, ekki gleyma að drekka nóg af vatni.

5. Stattu við planið

Best er að undirbúa vel hvernig og hvenær þú ætlar að koma þér að ráslínunni. Það getur verið umferð og traffík og því mikilvægt að spá í þessu. En þetta er bara eitt af því sem þú þarft að standa við. Stattu við planið um hvað þú ætlaðir að borða og gera fyrir haupið og ekki gera neitt út af vananum eins og að fá þér eitthvað sterkt eða kaupa nýja hlaupaskó. Haltu þig við þær venjur sem þú hefur skapað þér.

Gangi þér ótrúlega vel!

  • 5. ágúst, 2019
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

VIÐTAL VIÐ HLAUPARANN ARA BRAGA
29. október, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!
27. ágúst, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Melting og bólgusjúkdómar: viðtal við Birnu Ásbjörnsdóttur
29. október, 2016
Vesanto – sérfræðingur í vegan næringu
13. september, 2016
FASTAKÚNNINN: HÖSKULDUR GUNNLAUGSSON
15. apríl, 2016
Hvað segja hægðirnar um heilsuna?
10. mars, 2016
Matur sem ég á alltaf til í eldhúsinu
07. mars, 2016