Gló Höf. 

10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR


Nú er loksins, loksins komið hásumar, margir komnir í frí og vilja nýta það sem best. En hvernig getum við fengið sem allra mest út úr fríinu okkar og farið fersk inn í haustið? Við tókum saman nokkrar góðar heilsusamlegar hugmyndir til innblásturs fyrir sumarið.

 10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR

EITT: Búðu til frá grunni.  Nýttu fríið í að búa til sumarlegan DIY maska: Þessi melónumaski er fullkominn á sólríkum degi. Á Glókorn er svo að finna helling af uppskriftum af DIY snyrti- og heimilisvörum.


TVÖ: Kældu þig niður.  Sífellt fleiri vegan og hollari útgáfur af ís hafa komið á markað undanfarin ár og fáum við ekki nóg af því að borða ís samviskulaust. Komdu í Fákafeni og skoðaðu úrvalið eða fáðu þér smoothie eða íslatte á Tonic barnum.


ÞRJÚ: Vertu lestrarhestur.  Búðu til lista af þeim bókum sem þú vilt lesa í sumar og byrjaðu strax á þeirri fyrstu. Hér eru nokkrar Glóandi: http://www.glokorn.is/lifsstill/heilsubaekur-til-ad-lesa-i-sumar/


FJÖGUR: Borðaðu sólarvörnina þína.  Það er margt sem þú getur borðað sem eykur náttúrulega hæfni húðarinnar til að verjast skaðlegum geislum sólarinnar. Til dæmis eru tómatar góðir til þess, matcha te og grænt salat.


FIMM: Uppfærðu nammiskápinn.  Það er margt gott sem hægt er að fá sér til að seðja sykurlöngun og til hollari valkostir að mörgu. Lestu þennan lista til að fá innblástur.


SEX: Taktu góðar venjur með í ferðalagið.  Fimm ráð fyrir heilsusamlegra ferðalag.


SJÖ: Vertu úti!  Dáldið beisik, en stundum þarf maður áminninguna. Nýttu hvert tækifæri til að vera úti í náttúrunni, nældu þér í súrefni og D-vítamín. Svo er hægt að gera vinadeit heilsusamlegri með því að ákveða að hittast í nauthólsvík eða fara í fjallgöngu, sund eða sörf-ferð.


ÁTTA: Kynntu þér afreks íþróttafólk!  Við erum heppin að vera í samstarfi við hóp íþróttamenn og konur í TEAM GLÓ sem og eiga ótal áhugaverða fastakúnna sem eiga heilsusamlega ástríðu. Lestu viðtölin við þau til að fá innblástur til að ná lengra.


NÍU: Búðu til glóandi vatnskokteila.  Stundum er bara gaman að fá smá lit í lífið. Bættu jarðaberjum, mintu, appelsínum eða hverju sem þér dettur í hug út í ferskt íslenskt vatn til að gera það sumarlegra og að meira aðlaðandi drykk.


TÍU: Hittu vini og vandamenn!  Það besta við sumarið er að eiga áhyggjulausa daga þar sem þú hittir fólkið sem þér þykir vænt um og eyðir með því tíma að gera allt og ekkert. Lang besta næringin!


Búðu svo til „bucket list“ yfir allt það sem þig langar að gera í sumar og drífðu í því!

GLEÐILEGT SUMAR!

  • 4. júlí, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – LINDA BJÖRK
01. nóvember, 2019
GLÓARINN – KAREN ÓSK
29. október, 2019
Náttúruleg ráð gegn flensu
08. október, 2019
Djúspakkar Gló – leiðbeiningar
26. september, 2019
Undirbúningur fyrir maraþon
05. ágúst, 2019
Plastlaus september 2018
14. september, 2018
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017