Gló Höf. 

Heilsuþerapistinn Martin Bonde kemur til landsins


Við hjá Gló erum sérlega spennt að bjóða velkomin til landsins heilsugúrúinn Martin Bonde Mogensen, manninn á bakvið Body All Mind kerfið sem hefur notið mikilla vinsælda í Danmörku og víðar. Hann mun halda tvo fyrirlestra hér á landi sem og taka fólk í einkameðferðir á Reykjavík Hilton Spa.

—-

Fyrirlestrar á Gló í Fákafeni, 10. og 11. apríl frá 19:00 til 21:00. Verð aðeins 5000 kr.

10. apríl: https://www.glo.is/namskeid/body-all-mind-martin-bonde
11. apríl hér: https://www.glo.is/namskeid/body-all-mind-martin-bonde-1

SKRÁNING Í EINKAMEÐFERÐ: https://www.glo.is/namskeid/

——

Finnst þér þú vera besta útgáfan af sjálfum þér? Viltu læra áhrifaríkar aðferðir í átt að betri heilsu og vellíðan.
Fyrirlesturinn er fyrir alla sem eru forvitnir að læra hvað þarf til, til að líða vel á líkama og sál og hvernig þú getur orðið besta útgáfan að sjáfum þér. Eftir þennan fyrirlestur muntu vonandi vera mun fróðari um sjálfan þig og þær vísbendingar sem líkaminn þinn sendir þér.

UM MARTIN

Martin hefur tekið heldri Kaupmannarhafnarbúa og afreks íþróttafólk til meðferðar um áraraðir og hefur yfir 20.000 meðferðir í reynslubankanum. Hann hefur einnig skrifað bækur og haldið námskeið og fyrirlestra um nálgun sína á heilbrigðari lífsstíl um árabil. Nálgun hans á heilbrigði er heildræn og trúir hann á samspil margra þátta til að ná fram góðri andlegri og líkamlegri heilsu.

Martin Bonde Mogenssen mun halda tvo fyrirlestra á GLÓ í Fákafeni á meðan hann er á landinu og taka við bókunum í einkatíma daganna 10.-12. apríl.

Martin hefur mikla reynslu í bankanum og hefur tekið til einkameðferðar einstaklinga með ýmiss konar kvilla í gegnum árin og með frábærum árangri. Hann vinnu með einstaklinga með bakverki og vöðvabólgu til þeirra sem þjást af stöðugum hausverkjum. Einstaklinga með liðverki, verki í hnjám, gigt, ofnæmi, lífsstíls vandamál, óþægindi í líkamanum, jafnvel þeir sem eru undir miklu stressi. Hann er ekki öfgafullur en veit hvað virkar. Martin heldur reglulega heilsu „retreat“ víða um heim og er nú komin til Íslands til að deila úr sínum viskubrunni.

Martin mun einnig segja frá spennandi heilsuferðum sem hann er að skipuleggja í Sri Lanca og Marrakesh: https://ki-travel.com/is-forsida

SKRÁNING Á FYRIRLESTRA OG Í EINKATÍMA HÉR: https://www.glo.is/namskeid/

  • 29. mars, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
Hvað er það besta við þig?
10. nóvember, 2017
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Óstöðvandi sjálfstraust með Bjarti Guðmunds
28. júní, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017