Anna Sóley Höf. 

DIY – Detox bað


Í tilefni af meistaramánuði ætlum við að deila einni hressri uppskrift eftir okkur í Detox anda en það er hreinsandi baðbomba sem þú getur skellt í baðkarið. Þessi skemmtilega bomba fór í nokkra jólapakka því okkur fannst hún frábær gjöf til að hreinsa út jólin og gamla árið og byrja það nýja með stæl. Bomban er stútfull af alls konar góðum olíum og svo er í henni túrmerik, engifer og magnesíum ríkt Epsom salt svo ekki sé minnst á mikla ást og galdra frá okkur.

Baðbombur eru kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug að DIY-a heima hjá sér enda með nokkrum flækjustigum og þar til nýlega var erfitt að nálgast sum af innihaldsefnunum. En nú er það breytt og það má nálgast öll innihaldsefni á Gló í Fákafeni. 

HREINSANDI BAÐBOMBA

Uppskrift: 

2 bollar matarsódi 

1 bolli citric acid

1/2 bolli epsom salt

1 tsk Engiferduft 

1 tsk Túrmerik

1/2 msk kókosolía

1 msk Shea smjör 

1 msk jojoba olía

1/2 msk Argan olía 

nokkrir dropar E-vítamín olía 

nokkrir dropar af Witch Hazel (alls ekki of mikið því þá freyðir hún um allt. Það er gott að nota spreybrúsa og spreyja eins og tvisvar sinnum í blönduna)

Blanda af ilmkjarnaolíum að eigin vali. í okkar bombu höfðum við: 

Eucalyptus – Patchouli – Lemongrass um það bil 40 dropa í heildina og fannst það alger dásemd. 

Aðferð: 

Blandið þurrefnunum saman og hrærið í með hreinum höndum svo engir kekkir séu. Bræðið kókosolíu og shea smjör og blandið síðan öllum olíum við. Því næst bætið þið ilmkjarnaolíum og hrærið allt saman með höndunum. Blandan á að vera þannig að þú getir kreist hana á milli fingranna og hún haldist saman. Að lokum má úða witch hazel yfir. 

Við notuðum sílíkon formkökumót en það má líka nota ryðfrítt stál eða þess vegna piparkökumót til að móta blönduna. Bara einhver mót sem þú getur sett gumsið í. 

Svo leyfirðu þessu að standa yfir nótt og voila þú átt eina Detox baðbombu í baðið þitt! 

Þetta hljómar kannski flókið en það er eitthvað mjög gefandi við að hafa gert sína eigin baðbombu. Við mælum með að þið prófið það. Einnig er það falleg gjöf.

Fylgist með okkur á Snapchat: @werampersand

Detox ást 

Ampersand teymið 

  • 8. febrúar, 2017
  • 0
Anna Sóley
Anna Sóley
Um höfund

Anna Sóley er nýflutt heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rak verslunina Ampersand og starfaði meðal annars sem stílisti. Anna hefur mikla ástríðu fyrir öllu skapandi, heilsutengdu og er DIY drottning Gló bloggsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Óstöðvandi sjálfstraust með Bjarti Guðmunds
28. júní, 2017
Heilsuþerapistinn Martin Bonde kemur til landsins
29. mars, 2017
Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017
Að draga úr vanlíðan eða efla vellíðan?
19. janúar, 2017
DIY- Kollagen Skrúbbmaski
29. desember, 2016
DIY – Klístur og Klín Hreinsirinn Mikli
20. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016
Höldum holl og góð jól! – UPPSKRIFT
03. desember, 2016