Anna Sóley Höf. 

DIY – Fótadekur


Ég veit ekki með ykkur en ég gleymi stundum að gefa mér tíma til að dekra við fæturna á mér. Þessa sem nenna að bera mig út um allan bæ og það oftar en ekki á hælum, þeir eiga það svo sannarlega skilið.

Þessi vika er búin að vera snjóþung og ef þú ert ekki í rétta fótabúnaðinum þá verða tærnar kaldar og blautar og það var einmitt það sem gerðist sem varð til þess að ég ákvað að nostra aðeins við fæturna á mér.

Síðast gerði ég sjampó og þar var tea tree þemað. Ég hélt áfram að nota tea tree olíuna því eins og kom fram í sjampó pistlinum er listinn um kostina langur og því fannst mér tilvalið að nota hana í fótaskrúbbinn líka. Það er mjög einfalt að henda í góðan fótaskrúbb en undirstaðan er einfaldlega salt til að hreinsa dauðar húðfrumur á móti olíu (t.d. möndlu-, apríkósu-, ólífu,- eða grapeseedolíu) til að mýkja og gefa raka. Allt annað er blóm í hattinn til að gera góðan skrúbb betri. Ég gerði reyndar tvo og ætla að deila þeim báðum með ykkur hérna:

Hressandi tea tree skrúbbur:

Innihald:

Apríkósuolía (eða önnur lyktarlaus olía)

E-vítamín olía

sjávarsalt

Tea tree ilmkjarnaolía

Piparmyntu ilmkjarnaolía

Aðferð:

Finndu glerkrukku, stærðin fer eftir því hversu mikið þú vilt gera af skrúbbnum. Fylltu 3/4 af sjávarsalti. Drekktu saltinu í Apríkósu-olíunni, eða þannig að hún nái rétt yfir saltið. Bættu síðan nokkrum dropum af e-vítamín olíu við og fikraðu þig áfram með ilmkjarnaolíurnar. Ég setti sjö dropa af tea tree og fjóra af piparmyntu olíunni. Þetta er auðvitað frjálst að leika sér með en ástæðan fyrir því að ég nota þessar olíur frekar en aðrar er sú að tea tree olían er gríðarlega sótthreinsandi og sveppadrepandi og piparmyntuolían opnar húðina og er bara almennt hressandi. Ef þú ert með viðkvæma húð þá getur piparmyntan kitlað svolítið en mér finnst það bara notalegt, kannski finnst þér betra að byrja með færri dropa og prófa þig svo áfram.

1

Róandi Lavender skrúbbur:

Innihald:

Epsom salt

möndluolía

lavender ilmkjarnaolía

patchouli ilmkjarnaolía

lavenderblóm

Aðferð:

Blandaðu saman tveimur matskeiðum af lavender blómunum og einum bolla af salti í skál og bættu olíu við þangað til þér finnst áferðin orðin góð. Bættu við ilmkjarnaolíum eftir smekk, ég setti sex dropa af lavender olíu og tvo af patchouli.

Þessi skrúbbur róar þreytta fætur og honum má auðveldlega breyta í fótabað. Þegar þú ert búin að nudda honum vel inn í fæturnar má skella þeim ofan í bala, fötu, bað eða eitthvað hentugt ílát og leyfa saltinu að leysast upp og þú heldur áfram að njóta lavender töfranna.

Þessa skrúbba ætla ég að búa til í beinni útsendingu á gló snapchattinu í dag og þú getur fylgst með sérlegri og sjálfkrýndri DIY drottningu Gló að störfum um helgina.  FINNDU OKKUR Á SNAPCHAT: gloiceland

Glaðir fætur ganga betur

Anna Sóley

  • 5. desember, 2015
  • 0
Anna Sóley
Anna Sóley
Um höfund

Anna Sóley er nýflutt heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rak verslunina Ampersand og starfaði meðal annars sem stílisti. Anna hefur mikla ástríðu fyrir öllu skapandi, heilsutengdu og er DIY drottning Gló bloggsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
DIY- Kollagen Skrúbbmaski
29. desember, 2016
DIY – Klístur og Klín Hreinsirinn Mikli
20. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
Glóandi saltskrúbbur
10. nóvember, 2016
DIY – Höfuðverkjasalvi
17. október, 2016
DIY Gler- og Speglasprey
12. október, 2016