Anna Sóley Höf. 

DIY – Höfuðverkjasalvi


Uppskriftin þessa vikuna er samsuða. Ekki að því leyti að hún sé gerð í potti þó það sé að vísu hægt að einhverju leyti, en hrærigrautur hugmynda sem varð að skemmtilegu snappævintýri sem fór fram í Gló Fákafeni síðastliðinn föstudag. Sæunn, markaðstjóri Gló, drottning smá-áskoranna, snappari af guðs náð og kjarnakona, fékk höfuðverk eða mígreni sem gengur náttúrulega ekki upp fyrir stólpakonu eins og hana. Hún brá því á það ráð að a) nota ilmkjarnaolíur (allra meina bót) og b) hringja í sjálfskipaðar DIY drottningar Íslands og biðja þær að redda þessu. 

Við hittumst í Fákafeni svo við gætum nálgast allt sem okkur vantaði og sköpunargleðin fékk lausan tauminn. Sæunn notaði piparmyntuolíu á axlir og aftan á háls og lavander á gagnauga og enni. Þetta fannst henni virka svona agalega vel en þar sem ekki er mælst til þess að nota of mikið af óþynntum ilmkjarnaolíum beint á líkamann, (við viljum samt meina að allt sé gott í hófi) vildi hún hafa einhvern salva sem hún gæti gripið til þegar hausverkur færi að gera vart við sig. 

Við héldum svo sannarlega að við gætum reddað því, svo eftir að hafa misst okkur aðeins í nammideildinni gengum við í verkið. Þetta var bæði einfalt og skemmtilegt. Það er nefninlega frábær skemmtun að gera svona lagað í hóp, fyrir það fyrsta finnst okkur bara mjög gaman að vera saman og í öðru lagi koma upp margar skemmtilegar hugmyndir þegar maður gerir DIY með öðrum. 

Við áttum frekar erfitt með að finna hentug ílát undir salvann, þangað til Sæunn fann brjóstsykurdollur úr tini (í Gló) og þá var að sjálfsögðu upplagt að endurnýta það og borða smá brjóstsykur í leiðinni, svo þetta var win win staða.  

Að vanda eru innihaldsefnin fá, framkvæmdin auðveld og allt fæst í verslun GLÓ í Fákafeni!

Piparmyntusalvi á háls og hnakka: 

1/2 msk Möndluolía

2 msk Kakósmjör 

3 msk kókosolía 

Magnesíum olía (slatti) frá Kiki Health

Fullt fullt fullt af piparmyntudropum (ca 50 dropar)

10 dropar eucalyptus

Framkvæmd: 

Kakósmjör og kókosolía eru brædd, annað hvort í vatnsbaði eða potti. Möndluolíurnar og báðar bræddu olíurnar settar í skál. Í skálina bætirðu svo við ilmkjarnaolíunum og magnesíumolíunni. Svo er bara að píska þetta til svo blandist vel og áferðin þykkist aðeins. Svo er öll blandan sett í ílát að eigin vali, en það má taka fram að best er að það sé: annað hvort dökkt gler eða tin, ilmkjarnaolíur þurfa allra helst að geymast þannig. Svo seturðu inní ísskáp og bíður eftir að blandan harðni. 

Þegar salvinn harðnar er best að geyma hann ekki á sæmilega svölum stað, þó það sé allt í lagi að hann sé við herbergishita. 

Þegar hausverkurinn kemur svo óumbeðinn má bara gefa sér smá nudd aftan á hnakka, háls og axlir. 

Lavendersalvi fyrir enni og þriðja auga 

innihald: 

Grunnurinn er sá sami: 

1/2 msk Möndluolía

2 msk Kakósmjör 

3 msk kókosolía 

Magnesíum olía (slatti) frá Kiki health

fullt fullt fullt af lavender ilmkjarnaolíu (ca 50 dropar)

10 dropar rósaolía 

Framkvæmdin er svo nákvæmlega sú sama og í fyrri salvanum. Við vorum yfir okkur hrifnar af því að setja vöðvaslakandi magnesíum olíu og ímyndum okkur að það hafi svipuð áhrif og fínasta bótox sprauta þó það sé kannski ekki læknisfræðilega sannað… Olíuna berðu fyrir ofan augabrúnir, á gagnaugað og síðast en alls ekki síst á þriðja augað, fyrir þá sem hafa ekki orðið varir við sitt þriðja auga þá getum við fullvissað ykkur um að það er þarna. Staðsett rétt fyrir ofan þar sem augabrúnirnar mætast, tilbúið að upplifa uppljómanir og sjá inní aðrar víddir. 

Það er kannski ekki úr vegi að segja ykkur stuttlega frá því af hverju við völdum þessar ilmkjarnaolíur, fyrir utan lyktina.

PIPARMYNTUOLÍA: hún hefur kælandi áhrif á húðina, eykur blóðflæði og hefur vöðvaslakandi áhrif. Piparmyntuolía hefur löngum verið notuð til að minnka höfuðverk og streituverki. 

EUCALYPTUS: hreinsar líkamann og kemur flæði á slímhúð. Hún er þekktur kvefbani og eykur súrefnið í nefholum. Þannig kemur hún í veg fyrir þrýsting sem kann að myndast og valda höfuðverk. Þetta getur hún allt á meðan hún eykur tilfinningalegt jafnvægi og bætir skap. Ekki slæmt það!

LAVENDER: er róandi og slakandi og bætir svefn, en svefnleysi er algeng orsök höfuðverkja. Hún jafnar serótónín hlutföll líkamans sem heldur utan um verki í taugakerfi, sem koma oft fram með mígreni. 

RÓSAROLÍA: hjálpar til við að slaka á taugakerfinu og losar um spennu, sem oft er valdur að höfuðverkjum. 

Við mælum náttúrulega með að þið gerið salvana hvort sem þið eruð gjörn á að fá höfuðverk eða ekki. En ef þú ert svo lánsamur/söm að fá sjaldan höfuðverk þá er þetta samt bara góð leið til að slaka á vöðvum í öxlum og bæta anda og líkama. 

Happiness is… 

Suddenly realising your headache has disappeared 

Anna Sóley & Eva Dögg

p.s. EKKI GLEYMA AÐ FYLGJAST MEÐ Á SNAP: 

Gló og vinum: @gloiceland
Önnu og Evu: @werampersand
Sæunni markaðstjóra og vegana: @hollusta

  • 17. október, 2016
  • 0
Anna Sóley
Anna Sóley
Um höfund

Anna Sóley er nýflutt heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rak verslunina Ampersand og starfaði meðal annars sem stílisti. Anna hefur mikla ástríðu fyrir öllu skapandi, heilsutengdu og er DIY drottning Gló bloggsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – LINDA BJÖRK
01. nóvember, 2019
GLÓARINN – KAREN ÓSK
29. október, 2019
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017