Eva Dögg Rúnarsdóttir Höf. 

DIY – Klístur og Klín Hreinsirinn Mikli


Ert þú ein af þessum klikkuðu krukkukerlingum eða körlum?
Það er ég allaveganna, því hægt er að nota þær í allt mögulegt!
Kærastinn minn „skammar“ mig nú ekki oft, en ef hann gerir það þá er það oftast eitt af þessu sem að er að bögga hann;

„Það eru allir skápar fullir af tómum krukkum, hvað ætlar þú að gera við þetta allt saman??“
„Þú VERÐUR að taka límmiðann af krukkunni/flöskunni áður en þú setur hana í uppþvottavélina!“

Þetta eru svona okkar vinsælustu kærustukrísur. …listinn af mínum skömmum er náttúrulega mun lengri. 😉

En okkur öllum til mikillar gleði þá kynni ég hér með KRUKKUHREINSINN svona korter í jól þegar krukkur safnast upp og svo mæli ég með einhverskonar geymslu (kassa, skáp eða fötu) í þvottahúsinu, bílskúrnum eða geymslunni fyrir krukkur sem að ekki eru í notkun. Þá ættu allir að vera glaðir.

Innihaldsefni

*1/2 bolli kókos-, ólífuolíu eða annars konar olíu
*1/4 bolli matarsódi
*10 dropar sæt appelsína, greipaldin eða sítrónu ilmkjarnaolía (valfrjálst, en þetta eyðir fitunni/klístrinu)

VERKFÆRI:
Svampur! (helst með einni grófari hlið, IKEA eru góðir)

AÐFERÐ:
Blandið öllum efnum saman og geymið í loftþéttri krukku.

Þessi blanda virkar á allt, líka þessa óþolandi límmiða sem að eru oft á nýjum vörum, eða ef að barnið þitt festir óvart límmiða á eldhúsinnréttinguna sem að þú nærð ekki af osfrv.
ALLT svoleiðis KLÍSTUR!

Best er að fjarlægja límmiðan eins vel og maður getur, svo að það sé hreinn og beinn aðgangur að klístrinu sjálfu, bleyta aðeins upp með heitu vatni og nudda svo hreinsinum vel á með svampi. Látið liggja í a.m.k. 5 mín, og lengur ef að límið er extra þrjóskt eða gamalt. Skrúbbið svo af og skolið með vatni og sápu

Þetta svínvirkar alltaf og geymist lengi

Gleðileg jólaþrif- Hér er svo uppskrift af HEIMAGERÐU SPEGLASPREYI

EVA

 

  • 20. desember, 2016
  • 0
Eva Dögg Rúnarsdóttir
Eva Dögg Rúnarsdóttir
Um höfund

Eva Dögg leggur metnað í það sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það eru skór eða fatnaður fyrir hin ýmsu merki, jógarútínur fyrir nemendur sína eða snarl fyrir fjölskylduna þá setur hún alltaf hjartað í það. Eva er menntaður fatahönnuður og hefur unnið í tískubransanum síðustu 10 árin sem yfirhönnuður fyrir hin ýmsu merki, síðustu árin hefur hún þó hægt og bítandi farið aðeins yfir í hinn væna og græna heim sjálfbærni, heilsu og jóga, en hún er menntaður jógakennari og er svo heppin að geta leiðbeint bæði börnum og fullorðnum í jóga flesta daga vikunnar. Eva er einnig 2gja barna húsmóðir í Vesturbænum og þrátt fyrir mikið annríki fyrir utan heimilið reynir hún alltaf leggja sig alla fram í það hlutverk. Hér á Glókorn mun hún deila öllum sínum helstu ráðum hvað varðar fjölskyldulíf og heimilshald sem að gerir bæði heimilið og heiminn í leiðinni að betri stað að vera á. Fylgstu með henni á Snapchat - @werampersand

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
DIY- Kollagen Skrúbbmaski
29. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
Glóandi saltskrúbbur
10. nóvember, 2016
DIY – Höfuðverkjasalvi
17. október, 2016
DIY Gler- og Speglasprey
12. október, 2016
DIY- heimagerðar snyrtivörur
04. október, 2016