Anna Sóley Höf. 

DIY- Kollagen Skrúbbmaski


Það er skemmtilegt að vera GÞSari (DIY-ari) þegar jólin nálgast, þá getur maður gert blöndur sniðnar að þörfum vina og ættingja og gefið eitthvað það allra mikilvægasta sem hægt er að gefa: tíma og ást í krukkum og brúsum. Sjúklega væmið, en það er samt eitthvað svo fallegt við að eyða tíma, sem er af skornum skammti fyrir jólin, í að búa eitthvað til handa fólkinu sínu. Við Ampersand-systur mölluðum eins og enginn væri morgundagurinn fyrir jólin og vonum svo sannarlega að nú séu allir sem við þekkjum brosandi í olíubaði og með andlitsmaska.

Í ljósi hátíða og sælgætisáts fannst mér við hæfi að setja út í kosmós einn Kollagen maska fyrir eilífa æsku og ferskleika. Það er svona fyrsta skrefið í ofur-detoxinu sem janúar verður, en þessi maski er ekki vegan svo hann passar ekki nógu vel inn í Veganúar sem ég geri ráð fyrir að allir séu að fara að taka þátt í.

Þetta er einn góður úr smiðju Ampersand Alkemi og við mælum með að fólk kollageni sig upp fyrir áramótin.

No Tomorrow- Kollagen Skrúbbmaski:

Við elskum kollagenið frá Feel Iceland og okkur finnst ótrúlega gott að taka það inn og drekka það í smoothie. Okkur fannst forvitnilegt að prófa að þróa kollagen maska sem að hefur herðandi áhrif á húðina og erum ansi ánægðar með útkomuna.
Við tökum það fram að þessi maski er ekki vegan, en kollagenið er framleitt út fiskiroði (sem að annars væri hent í ruslið) Ef að þú ert vegan mælum við með að prófa maskann samt sem áður og bæta bara við smá brúnum lífrænum sykri.

INNIHALD: 

*2 msk collagen duft (Feel Iceland) (eða 1 msk af sykri)
*1 msk maísstíva eða örvarrót
*1 msk aloe vera safi frá Kiki Health
* 3-5 dropar ilmkjarnaolía frá Mountain Rose

AÐFERÐ: 

Hrærið vel saman og bætið við 3-5 dropum af Myrru, Geraníum og/eða Patchouli
Berið á allt andlitið, látið þorna vel og skrúbbið svo þurrt af og að lokum með köldu vatni.

Forever young

– Anna Sóley

  • 29. desember, 2016
  • 0
Anna Sóley
Anna Sóley
Um höfund

Anna Sóley er nýflutt heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rak verslunina Ampersand og starfaði meðal annars sem stílisti. Anna hefur mikla ástríðu fyrir öllu skapandi, heilsutengdu og er DIY drottning Gló bloggsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
DIY – Klístur og Klín Hreinsirinn Mikli
20. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
Glóandi saltskrúbbur
10. nóvember, 2016
DIY – Höfuðverkjasalvi
17. október, 2016
DIY Gler- og Speglasprey
12. október, 2016
DIY- heimagerðar snyrtivörur
04. október, 2016