Anna Sóley Höf. 

DIY- Kvöldhreinsun


Jæja, næsta DIY er eitt af mínum uppáhalds og er skemmtilegt fyrir þær sakir að þetta er eitt af fyrstu DIY-unum sem ég gerði ásamt sálusystur minni Evu Dögg Rúnarsdóttur. Við áttum saman verslun í Kaupmannahöfn og vorum alltaf að brasa eitthvað og héldum ófá dekurkvöld með kremum, möskum og alls kyns. Eva hringdi í mig um daginn og sagði að hún væri búin að taka upp gömlu hreinsunarrútínuna okkar og hefði áttað sig á því, eftir að hafa prófað margt annað, að þessi væri einfaldlega sú allra besta.

SKRÁÐU ÞIG Á DIY NÁMSKEIÐ ÖNNU OG EVU HÉR

Ég varð að vonum upprifinn og var ekki lengi að henda í hana og ég er hjartanlega sammála, þetta er einfaldlega best! Þess vegna leiðum við Eva saman einhyrninga okkar eins og svo oft áður og deilum með ykkur heimsins bestu hreinsunarrútínu. (Ekkert dramatískt). Þessar uppskriftir verða kenndar á DIY námskeiðum okkar sem verða þrjú í desember og hvert hefur sitt þema, DIY fyrir heilsuna, heimilið og snyrtivörur. 

annaogeva

UPPSKRIFT:

Castor olía
Kaldpressuð lífræn ólífuolía
Tea tree ilmkjarnaolía
Lavender ilmkjarnaolía
Lífrænt Eplaedik

(Fæst allt í verslun Gló í Fákafeni)

AÐFERÐ:

Finnið til ílát. Hér er spurning að hver hafi sína hentisemi. Ég blandaði í krúttlegar glerflöskur sem fást á Gló og eru með loftþéttu loki en Eva endurnýtti flöskuna undan Dr. Bronner sápu. Stærðin er ekki það sem skiptir mestu máli enda er blandan þannig að þú setur bara jafnmikið af hvorri olíu: castor- og ólífuolíu. Við setjum reyndar oft vel af Castor olíunni svo þetta verður svona 60/40, meira af castor olíu. Svo bætirðu ilmkjarnaolíunum út í. Lavender olían róar, sótthreinsar og er sveppadrepandi og Tea tree olían sótthreinsar, en báðar virka vel á feita húð og bólur svo fátt eitt sé nefnt. Við setjum yfirleitt 15-20 dropa af Tea tree og 10 af lavender en þarna er þinn möguleiki að vera skapandi. Það er hreinlega allt í boði! Svo er það bara að hrista.

Þegar þú ert svo að hreinsa húðina að kvöldi, makarðu á þig olíunni og setur svo vel heitan þvottpoka yfir andlitið til að búa til smá gufu effect. Þessu leyfirðu að vera á í nokkrar mínútur og skolar síðan af. Eplaedikið er staðgengill tóners. Það rífur hressilega í allar holur og misfellur og þú finnur fyrir því hvernig allt sléttist og fegrast. Þetta var fyrsta af ótalmörgum DIY-um sem við gerðum saman svo mér þykir líklegt að hingað rati fleiri úr okkar labóratórí. Flest allt sem við brösum saman er svo skjalfest á einhverjum af þeim fjölmörgu samfélagsmiðlum sem við erum virkar á. Við tökum til dæmis reglulega að okkur að vera með vesen á snapchatti Gló: Gloiceland og póstum svo herlegheitunum á instagram reikningunum okkar @houseofampersand,  @annasoley & @evadoggrunars

oily evenings

Anna Sóley & Eva Dögg


Ljósmynd af Önnu og Evu: Hallur Karlsson

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ

  • 6. september, 2016
  • 1
Anna Sóley
Anna Sóley
Um höfund

Anna Sóley er nýflutt heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rak verslunina Ampersand og starfaði meðal annars sem stílisti. Anna hefur mikla ástríðu fyrir öllu skapandi, heilsutengdu og er DIY drottning Gló bloggsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
DIY- Kollagen Skrúbbmaski
29. desember, 2016
DIY – Klístur og Klín Hreinsirinn Mikli
20. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
Glóandi saltskrúbbur
10. nóvember, 2016
DIY – Höfuðverkjasalvi
17. október, 2016
DIY Gler- og Speglasprey
12. október, 2016