Eva Dögg Rúnarsdóttir Höf. 

DIY – Namastei Sprei


Þú þarft víst að þrífa mottuna þína reglulega kæri yogi/ni. Ég reyni að þrífa mottuna mína sirka fyrir og eftir hverja iðkun og ef að þú ert mikið í Hot Yoga þá verður þú að gera það og ekkert sirka neitt með það.

Það eykur líftíma mottunar þinnar og örugglega líka þinn eigin líftíma… því að það getur mikið af skít komist í tæri við mottuna , sérstaklega ef að þú stundar aðallega Yoga fyrir utan heimilið og alveg sérstaklega ef að þú stundar Yoga í fjölmennum líkamsræktarstöðum.

– EKKI MISSA AF DIY NÁMSKEIÐI EVU DAGGAR OG ÖNNU SÓLEY NÆSTA MIÐVIKUDAG ÞAR SEM ÞÆR BÚA TIL EITUREFNALAUSAR HREINSIVÖRUR FYRIR HEIMILIÐ OG BÖRNIN-

Ef að þú ert ein/n af þeim sem að fær mottu lánaða þar sem að þú mætir í tíma myndi ég mæla með að taka með þér namastei sprei-ið í yogatöskuna og spreyja mottuna sem að þú velur þér fyrir hverja iðkun og jafnvel eftir á líka, svona fyrir okkur hin.
Þetta er það sem að þú þarft:

GRUNNUR: 

1/4 Hvítt Edik (Borðedik)
1/4 Witch Hazel (án alkahóls)
2/4 Vatn

…og svo velur þú eina af blöndunum, eða gerir þær báðar (þá í tvær mismunandi flöskur)

15368731_10154238715683507_1207887730_o (1)

Blanda 1 – Róandi
8 dropar Lavander (róar huga og líkama)
8 dropar Tea Tree (hreinsar huga, sál og líkama.. og mottu)

Blanda 2 – Upplífgandi
8 dropar Eucalyptus (hreinsar huga, sál og líkama.. og mottu
8 dropar Lemongrass (fyllir þig innblæstri)

*Dropatalið er miðað við minni flöskur, ég nota td alltaf eina gamla hand sanitizer flösku frá Dr. Bronner.

(fyrir þá sem að leggja áherslu á hugleiðslu myndi ég bæta við Frankensence og minnka aðeins hinar olíurnar)

Namaste Sprei er aðallega gert til að þrífa mottuna þína og halda henni ferskri. En ekki er það verra að ilmurinn aðstoði þig við iðkunina og eftir að þú ert sjálf/ur búin að gera þitt eigið sprei þá hvetur það þig vafalaust til frekari iðkunar. Ekki því úr vegi að föndra eitt svona sprei handa góðum vini sem að er kannski nýbyrjaður í yoga, gefa uppáhalds kennaranum þínum eða jógafélaga slíkt að gjöf.

Namastei Sprei er einnig hægt að nota sem “air freshener” í svefnherberginu, klósettinu alls staðar sem að þú gætir þurft smá upplífgun eða rólegheit.

Kveðja
Eva


SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ HÉR: http://www.glo.is/verslun/namskeid-og-fyrirlestrar/namskeid/diy-heimilislausnir-7-desember

 

  • 5. desember, 2016
  • 0
Eva Dögg Rúnarsdóttir
Eva Dögg Rúnarsdóttir
Um höfund

Eva Dögg leggur metnað í það sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það eru skór eða fatnaður fyrir hin ýmsu merki, jógarútínur fyrir nemendur sína eða snarl fyrir fjölskylduna þá setur hún alltaf hjartað í það. Eva er menntaður fatahönnuður og hefur unnið í tískubransanum síðustu 10 árin sem yfirhönnuður fyrir hin ýmsu merki, síðustu árin hefur hún þó hægt og bítandi farið aðeins yfir í hinn væna og græna heim sjálfbærni, heilsu og jóga, en hún er menntaður jógakennari og er svo heppin að geta leiðbeint bæði börnum og fullorðnum í jóga flesta daga vikunnar. Eva er einnig 2gja barna húsmóðir í Vesturbænum og þrátt fyrir mikið annríki fyrir utan heimilið reynir hún alltaf leggja sig alla fram í það hlutverk. Hér á Glókorn mun hún deila öllum sínum helstu ráðum hvað varðar fjölskyldulíf og heimilshald sem að gerir bæði heimilið og heiminn í leiðinni að betri stað að vera á. Fylgstu með henni á Snapchat - @werampersand

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hvað er hláturjóga?
04. maí, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017
DIY- Kollagen Skrúbbmaski
29. desember, 2016
DIY – Klístur og Klín Hreinsirinn Mikli
20. desember, 2016
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
Glóandi saltskrúbbur
10. nóvember, 2016