Anna Sóley Höf. 

DIY – Þeytt kókoskrem


Í framhaldi af vetrarpóstinum mínum síðast langar mig að deila með ykkur uppáhalds uppskriftinni minni að nærandi og rakagefandi líkamskremi. Hún er eins og flestar þær uppskriftir sem ég malla heima, mjög einföld og í henni eru fá innihaldsefni, sem hægt er nálgast víða ef þú átt þau ekki til í skápnum. Ég nota kókosolíu í ótrúlega margt eins og er kannski auðséð á fyrri pistlum en ef það er ekki til kaldpressuð kókosolía heima hjá mér koma upp ótal vandamál. Þá get ég til dæmis ekki poppað á kvöldin og það verður takmarkaðra heimadekur. 

Ég hef þó rekist á örfá vandamál þegar kemur að kókosolíu á húðina á mér. Ég nota hana til dæmis ekki í andlitið á mér þar sem ég endurupplifi táningsárin og unglingabólurnar ef ég sef með hana á húðinni. Þetta er alls ekki algilt en fyrir marga virkar hún vel sem rakagjafi á andlitið fyrir svefninn. En fyrir allt sem viðkemur líkama og hári þá er kókosolían algert lykilatriði hjá mér. 

Þetta krem er þeytt svo það hefur þessa léttu og silkimjúku áferð sem ég elska. 

Innihald: 

1 bolli kókosolía

1 tsk E-vítamínolía

1 msk jojobaolía 

6-10 dropar af uppáhalds ilmkjarnaolíunni þinni. (mér finnst gott að nota Patchouli olíu af því mér finnst lyktin svo góð en einnig er lavender í miklu uppáhaldi ) 

Það má líka leika sér með að breyta og bæta uppskriftina eftir eigin hentisemi. Ef ég er mjög þurr þá skelli ég stundum smá Shea eða Cocoa smjöri með. 

Aðferð:

Settu öll innihaldsefnin í blandarann eða hræriskálina og blandaðu svo á miklum hraða í 6-8 mínútur, eða þar til þetta er farið að líkjast kremi sem þú gætir hugsað þér að bera á þig. Það þarf semsagt að taka í sig nóg af lofti til að vera létt og vel þeytt. Settu innihaldið svo í loftþéttar umbúðir og voila! Kremið er tilbúið. 

Kremið geymist í um það bil ár eða meira án þess að skemmast ef það er í umbúðum sem anda ekki en ég er yfirleitt löngu búin með það fyrir þann tíma og ég vona að þið verðið eins ánægð með það og ég og þá er eitt ár tímarammi sem þarf ekki einu sinni að hugsa út í.  

Þetta krem má svo setja í ísskáp og nota til kæla sólbruna sem er kannski ekki aðalvandamálið okkar akkurat núna, en það er líka gott til að setja á sár og sprungur í húðinni. En fyrst og fremst nota ég það sem rakakrem á allan líkamann. 


Njótið vel og verið rök. 

Anna SóleyMynd : Dagný B. Gísladóttir

  • 25. október, 2015
  • 2
Anna Sóley
Anna Sóley
Um höfund

Anna Sóley er nýflutt heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rak verslunina Ampersand og starfaði meðal annars sem stílisti. Anna hefur mikla ástríðu fyrir öllu skapandi, heilsutengdu og er DIY drottning Gló bloggsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Morgundjamm í Fákafeni
17. apríl, 2018
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
GLÓARINN: GUNNDÍS
23. mars, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
DIY- Kollagen Skrúbbmaski
29. desember, 2016
DIY – Klístur og Klín Hreinsirinn Mikli
20. desember, 2016
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016
Jólamatur grænkera
16. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016