Gló Höf. 

FASTAKÚNNINN – ÁSA NINNA


Hin hæfileikaríka og brosmilda Ása Ninna Pétursdóttir heimsækir okkur reglulega á Gló í Fákafeni og er því í hópi okkar yndislegu fastakúnna. Hún er menntaður fatahönnuður, átti og rak verslunina GK um árabil og er alltaf með eitthvað spennandi á prjónunum. Í sumar nýtur hún þess að eyða tíma með strákunum sínum og vinnur á fallegri vinnustofu sinni í miðbænum að skapandi og spennandi verkefnum, sem við fáum að frétta meira af von bráðar. Við heyrðum í Ásu fyrir fasta liðinn okkar FASTAKÚNNINN og spurðum hana út í heilsuna og lífið:

_MG_3174 copy

FASTAKÚNNINN

FULLT NAFN: Ása Ninna Pétursdóttir


STARFSHEITI: Fatahönnuður.


HJÚSKAPARSTAÐA OG BÖRN: Einhleyp og á 2 stráka. Patrek 13 ára og Kormák 8 ára.


ÁHUGAMÁL: Ég hef mikinn áhuga á fólki og ólíkum menningarheimum og hvernig við virkum. Út frá því hef ég áhuga á hönnun, tísku og markaðsmálum. Eins gagnrýnin og ég get verið á tískuheiminn sjálfan. Ég er sjómannsdóttir og elska sjóinn. Að fara í sjósund eða á brimbretti er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef prófað.


HVAÐ ER HEILSA FYRIR ÞÉR? Heilsa er ekki bara líkamlegt ástand. Að hafa góða heilsu, andlega og líkamlega er það mikilvægasta af öllu fyrir mér.


VÍTAMÍN OG BÆTIEFNI: Verð að viðurkenna að ég er skorpukona í vítamíninntöku. Á það til að vera svoldið gleymin en þegar ég man það þá reyni ég að taka alltaf Biocult.


ÞÚ GETUR EKKI LIFAÐ ÁN: Kaffi og osta. Ég set ost á næstum allt. Nema reyndar ekki prófað að setja ost á kaffi. Gæti verið áhugavert 😉


MATARSPEKI ÞÍN Í EINNI SETNINGU: Vertu með ástríðu fyrir matnum þínum, þá borðar þú rétt.


HVAÐ FÆRÐU ÞÉR OFTAST Á GLÓ?  Bulletproof kaffi og túrmerikskot í Fákafeni.


HREYFING: Er að æfa í World Class og reyni að mæta ekki sjaldnar en 3x í viku.


FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR + MORGUNVENJUR: Hlusta á tónlist og fá mér kaffi. Þegar ég hef tíma þá fer ég svoldið overboard í að gera morgunmat og geri þá pönnukökur, boost, egg og endalaust góðgæti.


HVAÐA GLÓ STAÐ FERÐU OFTAST Á OG HVER ER UPPÁHALDS STARFSMAÐURINN EF ÞÚ MANNST EFTIR EINHVERJUM?  Gló í Fákafeni. Man eftir einhverjum ? Aldrei hægt að gleyma eðaldrengnum og sjarminum honum Dodda. Langbestur.


EINU SINNI Í VIKU ÞÁ ELDAR ÞÚ.. ? Pizzu.


EF ÞÚ GÆTIR GEFIÐ EITT HEILSURÁÐ ÞÁ VÆRI ÞAÐ:  Ekki trúa á öfgar heldur leitast við að finna rétta jafnvægið og taka eitt skref í einu. Þetta ráð þarf ég að gefa sjálfri mér mjög oft.


HVAÐ FINNST ÞÉR VERA BULL?  Megrunarkúrar og útlistdýrkun. Mér finnst svo sorgleg sú þróun að fólk sé að reyna að passa í sama formið. Verum ánægð með það eintak sem okkur var úthlutað og hugsum vel um það. Fögnum fjölbreytileikanum. Fegurðin er þar.


ÁTTU SKRÝTIÐ EÐA FURÐULEGT ÁHUGAMÁL? Veit ekki hvort það sé hægt að flokka það sem áhugamál en ég er með snertisýki á háu stigi. Hef sem betur fer aðeins náð að stýra því og finna út hverja ég get snert og hverja ekki. Að fikta í mjúku hári og strjúka aftan á hnakka er það besta sem ég veit. Vinkonur mínar elska þetta mismikið. En sem betur fer næ ég oftast að hemja mig við ókunnugt fólk svo það er allavega ekki komið nálgunarbann á mig ennþá :


 

asainniblaðasainnibladUPPÁHALDS STAÐUR Í HEIMINUM: Fyrir utan landið okkar Ísland sem gnæfir langefst á listanum, þá er það Bali. Töfrandi staður þar sem andrúmsloftið er eitthvað pínulítið yfirnáttúrulegt.


GÓÐ FYRIRMYND: Diddú. Mig langar að líkjast henni. Alltaf brosandi, hlægjandi og geislandi. Mér finnst hún virka lífsglöð og einstaklega falleg manneskja.


ÁRAMÓTAHEIT 2016: YES-MAN. Ég hét mér því að fara út fyrir þægindarammann minn og prófa nýja hluti. Segja já við öllum tækifærum og áskorunum. Er nú þegar búin að fara ein til Balí að læra að surfa og dansa salsa svo að árið byrar vel.


MOTTÓ EÐA MANTRA:  Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.


Fylgist með Ásu Ninnu á: Instagram: asaninna, snapchat: asaninna, facebook: asaninna

  • 6. júlí, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017