Gló Höf. 

Fastakúnninn – Ebba Guðný


Hina indælu Ebbu Guðný þekkja flestir landsmenn en hún er einn af þessum gullmolum sem dreifir jákvæðum boðskap um heilsu og mataræði í gegnum bækur sínar, blogg, sjónvarpsþætti og fyrirlestra. Þegar hún er ekki að taka upp sína vinsælu sjónvarpsþætti eða deila með okkur uppskriftum og jákvæðni, er hún að stússast í Snarlinu, námskeið fyrir krakka frá 10-15 ára, eða vinna í blogginu sínu og merki Pure Ebba. Við heyrðum hljóðið í þessari kraftmiklu konu í fasta liðnum okkar Fastakúnninn:

2.sería sker tómata

FASTAKÚNNINN

FULLT NAFN: Ebba Guðný Guðmundsdóttir


STARFSHEITI: Fyrirlesari, sjónvarpskona, bókaútgefandi, rithöfundur, bloggari


HJÚSKAPARSTAÐA: Gift og á 2 börn


ÁHUGAMÁL: Matur, heilsa, fjölskyldustundir, vinastundir, gæðastundir, friður og ró, hlátur og jafnvægi


HVERNIG KOM ÞAÐ TIL AÐ ÞÚ GAFST ÚT ÞÍNA FYRSTU BÓK OG HVENÆR FÓRSTU AÐ SPÁ Í HEILSUNNI:
Ég byrjaði að breyta mínu mataræði upp úr tvítugu af því mér fannst mér ekki líða nógu og vel af öllu sem ég borðaði. Ég fikraði mig smám saman meira yfir í lífrænt, óunnið og hreint fæði .. svo áfram í mestmegnis grænmetisfæði. En hjá Sollu lærði ég að búa til svo marga óendanlega góða grænmetisrétti, möndlusjeika og allt þar fram eftir götunum. Mér fór að líða betur og því las ég meira og lærði meira og hélt áfram að prófa mig áfram og þetta hefur verið áhugamál síðan og núorðið atvinna. Þegar ég átti svo stelpuna mína Hönnu skrifaði ég hjá mér allt sem ég komst yfir varðandi barnamat og næringu, sem og það sem ég var að búa til handa henni og gaf svo út bókina; Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Þriðja útgáfan af henni kom út í vor, (útgáfur 1 og 2 eru uppseldar).


 

VÍTAMÍN OG BÆTIEFNI: Ég er forfallinn magnesium fíkill, svo tek ég líka járn um þessar mundir (Ferroglobin töflur) af því ég er svo blóðlítil (það er að gera mig vitlausa), og C-vítamín. Ég tek alltaf D-vítamín líka og B-12 tek ég í skorpum. Svo tek ég flesta daga einhverskonar fjölgerlahylki (acidophilus). Kaupi mismunandi tegundir og gleypi í tíma og ótíma. Svo elska ég Turmeric með íslenskum fjallagrösum og tek það og batna strax í hnjám og liðum við það. Einnig Krill olíu hylki frá Hafkrill og hör- og hampolíu, já ég er bara orðin nokkuð dugleg með árunum að taka inn allskyns bætiefni og finnst það hjálpa mér mikið. Treð þessu svo líka í börnin og bóndann.


ÞÚ GETUR EKKI LIFAÐ ÁN:  Barnanna minna og Hadda .. og mömmu!


MATARSPEKI ÞÍN Í EINNI SETNINGU: Less is more


HVAÐ FÆRÐU ÞÉR OFTAST Á GLÓ?: Grænmetisréttinn eða hráfæðisréttinn .. Mér finnst lasagnað með miklu pestói alltaf tryllt gott, einnig raw pítsan.


HREYFING: 2-3x fer ég í Movement Improvement hjá Einari Carli og er orðin miklu sterkari, liðugari og duglegri en ég var fyrir ári síðan, er ég byrjaði.


FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR + MORGUNVENJUR: Drekka 1-2 bolla af heitu vatni og taka acidophilus með. Fer svo og græja morgunmat ofan í alla. Geri mig næst fína (eða klæði mig) .. og drekk svo eitt glas af rauðrófu- eða gulrótasafa með fullt af súraldinsafa út í og kaldpressaðri ólífuolíu.

13237634_854865144617812_3621236730879693503_n


UPPÁHALDS GLÓ STAÐUR OG STARFSMAÐUR: Oftast á Laugaveginn .. og ég get ekki gert upp á milli sko! 🙂


EINU SINNI Í VIKU ELDAR ÞÚ..? Pítsu!


EF ÞÚ GÆTIR GEFIÐ EITT HEILSURÁÐ ÞÁ VÆRI ÞAÐ: Að drekka volgt vatn er maður vaknar.


HVAÐ FINNST ÞÉR VERA BULL? Að sama mataræði og matarvenjur henti öllum.


ÁTTU FURÐULEGT ÁHUGAMÁL EÐA SAFNARÐU EINHVERJU? Já, mér finnst svaka gaman að hafa mjög hreint heima hjá mér eins og ofan í skúffum og inni í skápum .. (mjög spes, ég veit). En það tekst ekki mikið, en ég reyni.. Svo hef ég voða gaman af allskonar náttúrusteinum á svolítið af þeim.


UPPÁHALDS STAÐUR Í HEIMINUM: Suður-Afríka og Ítalía


BOTNAÐU SETNINGUNA: Alltof fáir… hlusta á líkamann sinn og innsæið sitt.


GÓÐ FYRIRMYND: Elsku mamma


ÁRAMÓTAHEIT 2016: Að hætta alveg að leggja mig í einelti (dett í það stundum).


MOTTÓ/MANTRA: Þetta endar allt vel, það kemur eitthvað gott út úr öllu.


2.sería forsíðumynd

VIÐ ÞÖKKUM EBBU KÆRLEGA FYRIR SVÖRIN!

FYLGIST MEÐ HENNI:

Á FACEBOOK

  • 30. maí, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!
27. ágúst, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017