Gló Höf. 

FASTAKÚNNINN: HÖSKULDUR GUNNLAUGSSON


Fastakúnnarnir okkar eru svakalega mikilvægt krydd í góðri og nærandi stemmingu Gló. Einn af þeim er einstaklega efnilegur íþróttamaður sem hugsar mjög vel um hvernig hann nærir sig og við trúum að muni ná mjög langt. Höskuldur Gunnlaugsson er sóknarmaður hjá Breiðarblik sem var út­nefnd­ur efni­leg­asti leikmaður­inn í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu keppn­is­tíma­bilið 2015. Hann er aðeins 21.árs, hefur spilað fyrir U21 landslið karla og er á langtíma samning hjá Breiðarblik. Framundan hjá Höskuldi er Pepsi Deildin sem hefst 1.maí, og vinnur hann nú ákaft í að koma sér í toppstand fyrir hana. Fylgist vel með þessum í sumar, þið þekkið hann á krullunum og tölunni 7!

hossimynd

Mynd: mbl.is

FULLT NAFN: Höskuldur Gunnlaugsson


LIÐ OG STAÐA Á VELLINUM: Breiðablik, sóknarmaður!


HJÚSKAPARSTAÐA: Einhleypur


ÁHUGAMÁL: Ég hef mikinn áhuga á íþróttum almennt, fyrir utan fótbolta þá er körfubolti og golf í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég elska að hlusta á góða tónlist, horfa á góðar myndir/þætti og lesa bók.


VÍTAMÍN EÐA BÆTIEFNI: Bæði í hæfilegu magni.


ÉG GET EKKI LIFAÐ ÁN: Fjölskyldu og vina!


MATARSPEKI MÍN Í EINNI SETNINGU: Því grænna því betra!


HVAÐ FÆRÐU ÞÉR OFTAST Á GLÓ?: Ég fer oftast í “Skálina” í Fákafeninu, hún er í miklu uppáhaldi! Síðan elska ég líka hnetusteikina, grænmetis-lasagna og blómkálssúpuna!


HREYFING: Ég reyni að hreyfa mig á hverjum degi! Hversu mikið fer eftir því hvað er búið að vera mikið álag á æfingum og hvað er langt í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan fótboltann fer ég mikið út að hjóla með hundinn, körfubolti með fellunum og sund.


FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR + MORGUNVENJUR: Ég reyni að byrja daginn á góðri sturtu, síðan fæ ég mér sítrónuvatn til að kickstarta meltingunni, svo reyni ég að búa mér til einhvern unaðslegan morgunverð (uppáhalds maturinn minn), oftar en ekki bý ég til súper graut, boost stútfullt af ávöxtum og grænmeti, og jafnvel hræri í 1-2 egg.

Ef tími til gefst finnst mér fátt betra en að fá mér rjúkandi bolla af kaffi eða te og fletta blaðinu í rólegheitum eða vafra í Ipad-inum.


HVAÐA GLÓ STAÐ FERÐU OFTAST Á OG HVER ER UPPÁHALDS STARFSMAÐURINN? Oftast fer ég í Fákafenið þar sem minn maður Doddi er alltaf til taks að hjálpa mér með spurningar um hitt og þetta!


EINU SINNI Í VIKU ÞÁ ELDA ÉG? Við systkinin erum að reyna koma á þeirri hefð að elda alltaf saman á sunnudögum einhvern rétt eða rétti úr nýju Sollu bókinni “Himneskt að njóta”. Nú síðast var það “Dahl” rétturinn og “Orkusúpan” sem urðu fyrir valinu.


EF ÉG GÆTI GEFIÐ EITT HEILSURÁÐ ÞÁ VÆRI ÞAÐ? Drekka vatn!


HVAÐ FINNST ÞÉR VERA BULL? Aflandsfélög og skattskjól í ljósi nýjustu frétta haha


HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI AÐ ÆFA EÐA SPILA FÓTBOLTA?  Líður best að vera þá að fíflast með vinum og í faðmi fjölskyldunnar.


UPPÁHALDS STAÐUR Í HEIMINUM? Inná fótboltavellinum!


BOTNAÐU SETNINGUNA: ALLTOF FÁIR… Klára grænmetið á disknum sínum.


GÓÐ FYRIRMYND: David Beckham


ÁRAMÓTAHEIT 2016: Brosa meira!


MOTTÓ: Lifa í núinu!


VIÐ ÞÖKKUM HÖSKULDI KÆRLEGA FYRIR SVÖRIN OG ÓSKUM HONUM GÓÐS GENGIS Í SUMAR.

FYLGSTU MEÐ HONUM á  Instagram: @hossigunnl Twitter: @HossiGunnl

Ljósynd efst í færslu: Vísir.is

  • 15. apríl, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Undirbúningur fyrir maraþon
05. ágúst, 2019
VIÐTAL VIÐ HLAUPARANN ARA BRAGA
29. október, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Melting og bólgusjúkdómar: viðtal við Birnu Ásbjörnsdóttur
29. október, 2016
Vesanto – sérfræðingur í vegan næringu
13. september, 2016
Heima í stofu: Morgunjóga
07. apríl, 2016
Hvað segja hægðirnar um heilsuna?
10. mars, 2016
Matur sem ég á alltaf til í eldhúsinu
07. mars, 2016