Gló Höf. 

FASTAKÚNNINN: JÓN DAVÍÐ EIGANDI HÚRRA REYKJAVÍK


Fastakúnni mánaðarins er hinn viðkunnalegi og smekklegi Jón Davíð eigandi fataverslunarinnar HÚRRA REYKJAVÍK á Hverfisgötu, sem sér til þess að íslenskir karlmenn séu vel dressaðir og skóaðir. Jón Davíð opnaði Húrra ásamt Sindra æskuvini sínum í september 2014. Jón hafði lengi starfað í tísku- og smásölubransanum eða allt frá því að hann var á fyrsta ári í menntaskóla. Eftir háskólanám starfaði hann sem verslunarstjóri í Húsgagnahöllinni sem var góður og skemmtilegur skóli sem undirbjó hann fyrir framhaldið. Það hafði lengi verið draumur hjá Jóni og Sindra að opna fataverslun og um jólin 2013 ákváðu þeir að kýla á þetta, segja upp vinnunum og byrja undirbúninginn. Þeir sjá ekki eftir því enda hafa viðtökurnar verið frábærar frá fyrsta degi og Húrra Reykjavík hefur dafnað vel, enda sérlega smekkleg fataverslun.


NAFN: Jón Davíð Davíðsson


STARFSHEITI: Eigandi og framkvæmdastjóri


ÁHUGAMÁL: Tíska, hönnun, vinnan, smásala (e. retail), fótbolti, matur og vín.


VÍTAMÍN OG BÆTIEFNI: D-vítamín, C-vítamín, meltingagerlar, hempolía og magnesíum.


ÉG GET EKKI LIFAÐ ÁN: Kaffi


MATARSPEKIN MÍN Í EINNI SETNINGU: Borða hreina fæðu.


HVAÐ FÆRÐU ÞÉR OFTAST Á GLÓ: Á morgnanna fæ ég mér oftast prótínríkan og kaffi á Gló í Fákafeni. Doddi er svo einstaklega duglegur að útbúa fyrir mig einhvern skot kokteil sem inniheldur oftar en ekki hempolíu, D vítamín, steinefni, engifer og túrmerik. Í hádeginu reyni ég að rótera þessu eins og ég get. Oftast fæ ég mér þó skál í Fákafeni, kjúklingavefju eða grænmetisrétt dagsins á Gló á Laugavegi.


HREYFING: Hlaup, lyftingar og einstaka sinnum jóga.


FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR + MORGUNVENJUR: Skella í mig stóru vatnsglasi, klæða mig í íþróttafötin. Bruna niður í Fákafen (ég bý nánast við hliðin á) fá mér morgunmat og svo beint í ræktina að hreyfa mig fyrir vinnu.


JonDavidHR

STRÁKARNIR Í HÚRRA

UPPÁHALDS GLÓ STAÐUR OG STARFSMAÐUR: Ég fer annars vegar í Fákafen og hins vegar á Laugaveg. Ég byrja daginn oftast í Fákafeninu, stutt fyrir mig að fara þar sem að ég bý nánast við hliðin á. Ég vinn svo niðrí bæ og það tekur mig ekki nema örstutta stund að rölta á Gló á Laugavegi í hádeginu.

Klárlega stjörnustarfsmaðurinn Doddi (Þórsteinn Sigurðsson) hann er uppfullur af fróðleik og góðum sögum. Svo er alltaf gaman að spjalla við Ella framkvæmdastjóra niðrí Fákafeni, hann mætir reyndar líka reglulega niður í vinnu til mín enda best klæddi framkvæmdastjóri landsins. Anna Sóley og Kolla vinkonur mínar eru líka frábærar. Alltaf hressar og kátar.


EINU SINNI Í VIKU ELDA ÉG? Ekki neitt, ég reyni í staðinn að bjóða sjálfum mér a.m.k einu sinni í viku til móður minnar eða vina í mat.


EITT HEILSURÁÐ: Drekka nóg af vatni. Taka meltingargerla á morgnanna og kalsíum fyrir svefninn.


HVAÐ FINNST ÞÉR VERA BULL? Skipta út mat fyrir fæðubótaefni.


UPPÁHALDS STAÐUR: Kaupmannahöfn og San Diego.


ALLTOF FÁIR… Huga að því hvað þeir setja ofan í sig.


GÓÐ FYRIRMYND: Hvað varðar heilbrigðan lífstíl og matarræði, margir starfsmenn Gló t.d. Doddi starfsmaður í Fákafeni.


ÁRAMÓTAHEIT ÁRSINS: Að hafa gaman.


Við þökkum Jóni fyrir svörin og hvetjum alla til þess að kíkja við í Húrra Reykjavík, elta þá á fésbók og skoða verslun þeirra á netinu: HÉR

1009923_620578654749343_7539488874912715785_n

  • 4. mars, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017