Gló Höf. 

FASTAKÚNNINN – JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR


Við erum svo heppin að fá Júlíu heilsumarkþjálfa reglulega í heimsókn á Gló. Júlía Magnúsdóttir stofnaði Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun útfrá eigin heilsuráðgátu og í framhaldi ástríðu sem óx fyrir heilsu og að hjálpa fólki að betrumbæta líf sitt, léttast og auka orkuna. Viðtökurnar hafa verið meiriháttar og sló sykurlaus áskorun hennar í samstarfi við Gló í fyrra í gegn og nú í febrúar skorar hún aftur á fólk að prufa að vera sykurlaus í 14 daga og sjá hvað gerist. Framundan hjá henni er uppskriftarbók sem kemur út í haust. Við heyrðum í henni fyrir liðinn FASTAKÚNNINN:

DSC_3461


FULLT NAFN: Júlía Magnúsdóttir


STARFSHEITI: Heilsumarkþjálfi, markþjálfi og næringar- og lífsstíllsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls heilsumarkþjálfunar (lifdutilfulls.is)


VÍTAMÍN EÐA BÆTIEFNI: Acidophilus síðast notaði ég frá mercola en ég breytti reglulega til, D-vítamín, C-vítamín, B-12 frá viridian t.d , Hempolía, Klórella töflur frá Mercola, Magnesíum frá Mercola


ÉG GET EKKI LIFAÐ ÁN: Dökku lífrænu Kakói


HVERNIG KOM TIL AÐ ÞÚ FÓRST AÐ SPÁ Í HEILSUNNI: Þetta byrjaði allt útfrá eigin heilsu þegar á ungum aldri glímdi ég við IBS, Iðruólgu sem lýstir sér með stöðugum meltingaróþægindum. Á síðari árum jókust heilsukvillum og ég þurfti að minnka skokk og hlaup og ég átti erfitt með að koma mér úr vítahring sykurs og finna jafnvægi í þeirri þyngd og orku sem ég þráði. Þrátt fyrir ágætis mataræði og mikla hreyfingu fann ég mig ráðvillta um hvað ég ætti í raun að gera. Það var þá sem ég ákvað að krafa dýpra í málin, skráði mig í nám í heilsumarkþjálfun, IIN og hóf vinnu á eigin heilsu. Ég losnaði við alla fyrrnefndu kvilla og fór að líða betur en ég hélt mér gæti nokkurn tíman liðið, ég kom mér í þyngd sem ég var í sátt við án þess að kvelja mig eða líða eins og ég væri í megrun og fékk svo mikla orku, að það var ótrúlegt! Útfrá þeim mataræði og lífstílsbreytingum fór ég að hjálpa öðrum konum og hjónum og það vatt upp á sig:)


MATARSPEKI MÍN Í EINNI SETNINGU: Eat food, mostly plants, not to much.


HVAÐ FÆRÐU ÞÉR OFTAST Á GLÓ: Reishi/chaga kakóbomba Gló fákafeni. (auka kasjúhnetur og örlítið af sætu)


HREYFING: Pilates, Lyftingar, Hitt æfingar Á hverjum degi geri ég eitthvað. Meða áköfum æfingum og rólegum í bland frá mánudegi til laugardags. Sunnudagar alltaf rólegheit og fljótlegt.


MORGUNVENJUR: Köldu vatni skvett á andlitið, þakkir, tunguskafa, acodophilus, vatn, trampolín hopp.


HVAÐA GLÓ STAÐI FERÐU OFTAST Á OG HVER ER UPPÁHALDS STARFSMAÐURINN? Gló fákafen og kópavogi. Sölvi Avó er góður vinur og Doddi er alltaf hress.


EINU SINNI Í VIKU ÞÁ ELDA ÉG..? Kínóa er alltaf til, en svo borða ég aldrei það sama hverja viku fyrir sig.


EF ÉG GÆTI GEFIÐ EITT HEILSURÁÐ ÞÁ VÆRI ÞAÐ? Grænt, grænt og meira grænt í mataræðinu


HVAÐ FINNST ÞÉR VERA BULL? Að það sé eitt sem virkar fyrir alla í mataræði


ÁTTU FURÐULEGT ÁHUGAMÁL? Að eyða laugardagskvöldum yfir heilsufyrirlestri er svolítið nördalegt en eitthvað sem ég nýtt í botn. Önnur áhugamál eru að ferðast, mála, dansa og vera í eldhúsinu. Þegar ég var yngri safnaði ég sérvréttum en gafst svo upp á því.


UPPÁHALDS STAÐUR Í HEIMINUM: Los Angeles


ALLTOF FÁIR…: Hráfæðis og hollir glútenfree vegan staðir á Íslandi


GÓÐ FYRIRMYND: Solla Eiríks


ÁRAMÓTAHEIT 2016: Gefa út uppskriftabók og gera meira af því sem ég elska.


MOTTÓ/MANTRA: Be you because everyone else is taken.

 

Fylgstu með Júlíu á Lifðu til Fulls: 

  • 13. febrúar, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017