Gló Höf. 

FASTAKÚNNINN: Snorri Ásmundsson


Það er aðeins til einn Snorri Ásmundsson, og kannski sem betur fer. Snorri á það til að sýna manni eigin fordóma og takmarkanir með gjörningum sínum og hefur húmorinn aldrei langt undan. Á Gló á Laugavegi hefur skapast hefð fyrir því að hafa á veggjunum sýningar eftir íslenska myndlistarmenn. Snorri heldur nú sölusýningu á Gló þar sem þú getur séð og keypt portrett myndir af mönnum og dýrum. Stærsta verk sýningarinnar, sem tekur á móti gestum þegar þeir koma upp tröppurnar, er verk sem Snorri gerði í samvinnu við búddískan munk, sjálfsmynd sem hann kallar einskonar „heilunarverk“. Við fengum Snorra til að svara nokkrum spurningum í liðnum FASTAKÚNNINN:

11219370_10206129638494491_3971839396852607177_n


FULLT NAFN: Snorri Ásmundsson


STARFSHEITI: Myndlistarmaður og píanóleikari


VÍTAMÍN: Þegar maður borðar hollan mat eins og á Gló fær maður vítamínin úr fæðunni.


ÉG GET EKKI LIFAÐ ÁN: Vina minna


MATARSPEKI MÍN Í SETNINGU: Að borða góðan og helst hollan mat en aldrei að verða pakksaddur nema ég sé í mat hjá mömmu.


HVAÐ FÆRÐU ÞÉR OFTAST Á GLÓ: Pestókjúlla


HREYFING: Geng mikið alla daga og hlæ líka svakalega mikið


FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR ER AÐ: Drekka vatn og hella upp á kaffi


HVAÐA GLÓ STAÐUR ER Í UPPÁHALDI OG ÁTTU ÞÉR UPPÁHALDS STARFSMANN: Laugavegurinn og það er enginn sérstakur uppáhalds starfsmaður því Gló er yfirhöfuð heppið með starfsfólk.


EINU SINNI Í VIKU ÞÁ ELDA ÉG: Lifrarpylsu


ÞÍN HELSTU HEILSURÁÐ: Göngutúrar, yoga og hugleiðsla.


HVAÐ FINNST ÞÉR VERA BULL? Græðgin og hégóminn fær fólk út í algjört bull.


ÁTTU SKRÝTIÐ ÁHUGAMÁL: Það hefur alltaf þótt skrýtið meðal myndlistamanna að hafa gaman af fótbolta. Áfram Liverpool.


UPPÁHALDS STAÐUR Í HEIMINUM: Það er sá staður sem ég er á hverju sinni. Ég elska mómentið.


ALLTOF FÁIR…: Lífið er fullkomið og ef það er of lítið af einhverju er alltaf góð ástæða fyrir því. Sennilega er bara of mikið af hégóma ef það er eitthvað.


GÓÐ FYRIRMYND: Dóttir mín þvílík eðalmanneskja og ég er ekkert smá stoltur af henni


MANTRA: Sleppa og treysta


Hér fylgir svo vídjó um Snorra sem segist vera besti píanóleikari í Evrópu:

MYNDBAND: DAVÍÐ KRISTJÁNSSON

LJÓSMYND (efst í færslu): SPESSI HALLBJÖRNSSON

  • 26. nóvember, 2015
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FASTAKÚNNINN – ÁSA NINNA
06. júlí, 2016
FASTAKÚNNINN: JÓN DAVÍÐ EIGANDI HÚRRA REYKJAVÍK
04. mars, 2016
FASTAKÚNNINN – JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR
13. febrúar, 2016
FASTAKÚNNINN: Sölvi Tryggvason
26. janúar, 2016