Gló Höf. 

FASTAKÚNNINN: Sölvi Tryggvason


Sölvi Tryggvason er einn af okkar allra uppáhalds fastakúnnum á Gló. Hann er alltaf með eitthvað spennandi á prjónunum og vinnur nú að kvikmynd um landsliðið í knattspyrnu og ótrúlega leið þeirra á lokamót EM 2016. Framundan hjá honum er því mikil vinnutörn en hann passar samt vel upp á heilsuna og að gera eitthvað skemmtilegt þegar tími gefst. Nýjasta æðið er að vaða í sjóinn að vetri til og velta sér upp úr snjónum. Hann segir kuldan geta kennt manni ótrúlega hluti og veitt mikla líkamlega vellíðan. Við fengum þennan kraftmikla mann til að svara nokkrum léttum spurningum í liðnum Fastakúnninn:

10563055_10152634755396665_6138239275604570160_n


FULLT NAFN: Sölvi Tryggvason


HJÚSKAPARSTAÐA: Einhleypur


STARFSHEITI: Fjölmiðla- og kvikmyndagerðamaður


VÍTAMÍNA EÐA BÆTIEFNI: Tek skorpur á D-vítamínið á veturna og líka öflug fjölvítamín.


ÉG GET EKKI LIFAÐ ÁN: Gott kaffi kemst næst því að vera lífsnauðsynlegt, en ég er aðeins skárri en ég var í kaffiþambinu.


MATARSPEKI MÍN Í EINNI SETNINGU: Reyni að borða helst ekki mat með innihaldslýsingu sem er lengri en 1-2 línur.


HVAÐ FÆRÐU ÞÉR OFTAST Á GLÓ: Ég fæ mér oftast skál með quinoa og nautabollum.


HREYFING: Undanfarið hef ég mest verið að gera yoga, en ég reyni að komast í bolta annað slagið og svo er ég vonandi að fara að byrja að kenna skylmingar sem allra fyrst.


FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR ER AÐ: Ef ég fer sæmilega snemma að sofa reyni ég að byrja daginn á að komast í köldu og heitu pottana úti á Seltjarnarnesi. Það hljómar eins og hreinasta geðbilun að vetri til á Íslandi að fara í 5 gráðu kalt vatn eldsnemma að morgni, en ég á enn eftir að finna eitthvað sem ,,kick-startar” deginum betur. Ef ég sef of lítið eða er eitthvað úrillur er ég hins vegar varla fólki sinnandi áður en ég er búinn með einn rótsterkan kaffibolla.


SÍÐASTA BÓK SEM ÉG LAS VAR: Vertu Úlfur eftir Héðinn Unsteinsson. Algjörlega frábær.


HVER ER UPPÁHALDS STARFSMAÐURINN OG GLÓ STAÐURINN: Ég fer oftast í Fákafenið. Starfsmenn Gló eru náttúrulega framúrskarandi fólk, en ég verð að gefa nafna mínum og kærum vini Sölva Avo atkvæðið.


EINU SINNI Í VIKU ÞÁ ELDA ÉG: Bananapönnukökur. Eftir að sörf-töffarinn Heiðar Logi vinur minn eldaði þetta einu sinni með mér hef ég borðað þessa snilld reglulega. Tvöfalt fleiri egg en bananar, hrært saman og svo á pönnu við frekar lágan hita. Má svo skella berjum, kókosflögum, möndlusmjöri eða einhverju góðu stöffi ofan á. Bara hollt og gott.


EF ÉG GÆTI GEFIÐ HEITT HEILSURÁÐ ÞÁ VÆRI ÞAÐ: Allir vita að hreyfing og gott matarræði er það sem þetta snýst um. Spurning er þá helst hvernig maður getur hreyft sig og borðað hollt án þess að vera að drepast úr leiðindum. Sem sagt: Finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtileg og borða mat sem manni finnst góður, en er samt hreinn og ekki verksmiðjuframleiddur og uppfullur af aukaefnum,


HVAÐ FINNST ÞÉR VERA BULL: Stundum finnst mér flest allt vera bull, en aðra daga meikar allt sens. En ég verð æ sannfærðari um að peningakerfið eins og við þekkjum það er fullkomið kjaftæði og stjórnmál virðast einhvern vegin verða leiðinlegri og leiðinlegri.


ÁTTU SKRÝTIÐ ÁHUGAMÁL: Ég ólst náttúrulega upp við að æfa japanskar skylmingar, Kendo, sem er ekki beint hefðbundnasta áhugamálið. Svo prófa ég alls konar furðulega hluti með reglulegu millibili.
12391429_10156322552500483_4578341558729567760_n


UPPÁHALDS STAÐIR Í HEIMINUM: Margir. Nefni Kyoto í Japan, Beirút í Líbanon og Bali á Indónesíu sem topp þrjá við fyrstu hugsun.


ALLTOF FÁIR…: Æi ég veit ekki. Verður fólk ekki að fá að lifa lífi sínu eins og það vill.


MÓTTÓ/MANTRA: Ég hef alltaf haldið upp á þessa setningu eftir Jiddu Krishnamurti:

,,It is no measure of health to be well adjusted to a prounfoundly sick society”


Við þökkum Sölva kærlega fyrir svörin. Fylgist með honum á instagram @solvitryggva

10171751_10152384448036665_390401078511871919_n

  • 26. janúar, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hnetusteik – leiðbeiningar
19. desember, 2018
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Gómsætar Kúrbítsnúðlur
20. maí, 2017
Hvað er hláturjóga?
04. maí, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017
Vegan Súkkulaðibitakökur – UPPSKRIFT
21. desember, 2016