Gló Höf. 

Fastakúnninn: Þórunn Antonía


Þórunn Antonía er einn af okkar allra uppáhalds fastakúnnum. Hún heimsækir Gló á Laugavegi næstum því daglega, ávallt með bros á vör, húmorinn og hlýjuna með í för. Þórunn hefur gert margan garðinn frægan en hún er; tónlistarkona, útvarps- og sjónvarpskona, leikona og prýðis penni svo eitthvað sé nefnt. Hún byrjaði ung í tónlist, fór erlendis að elta drauminn og hefur upplifað margt spennandi á lífsleiðinni. Hún er alltaf að vinna að spennandi verkefnum og oftast mörgum í einu. Við fengum hana til að svara fyrir okkur nokkrum spurningum fyrir liðinn Fastakúnninn

thorunnantonia1

FASTAKÚNNINN:


FULLT NAFN: Þórunn Antonía Magnúsdóttir


STARFSHEITI:  Tónlistarkona, útvarps og sjónvarpsmanneskja, stundum leikkona, stundum penni.


HJÚSKAPARSTAÐA OG BÖRN: Ég er einhleyp og á gullfallega og eldklára 2 ára stúlku sem hefur kennt mér meira um lífið en ég lærði sjálf á mínum 33 árum.


ÁHUGAMÁL:  Fólk, tónlist, blóm, jurtir, jákvæðni, orka, húmor, litir og lífið.


HVAÐ ER HEILSA FYRIR ÞÉR? Heilsan er allt og það læri ég betur með hverju ári sem líður. Það þarf að hlúa að heilsunni, bæði andlegu og líkamlegu og mikilvægast er að muna að vera þakklátur fyrir heilbrigði því það getur breyst á augabragði.


VÍTAMÍN OG BÆTIEFNI:  Ég tek inn D-vítamín, Kalk og Magnesium, Omega 3 og góða gerla. Ég á Kefír sem ég er nýfarinn að nota líka. Kraftaverka gerill.


ÞÚ GETUR EKKI LIFAÐ ÁN: Fjölskyldu, vina og tónlistar.


MATARSPEKI Í EINNI SETNINGU:  Æji ég fer bara á Gló


HVAÐ FÆRÐU ÞÉR OFTAST Á GLÓ? Ég fer oftast á Gló á Laugavegi, Fyrst voru það kjúklinga réttirnir, núna eru það Vegan réttirnir meira og meira og hráfæði Tiramisu það er himneskt!

Þórunn í Gló bol við gott tækifæri


HREYFING: Ég er mjög heppin með að 9 ára ballet iðkun hefur forritað líkama minn til þess að vera nokkuð grannur og ég hef lítið þyrft að gera til að líta út fyrir að vera í góðu formi, en það er oft ekkert sérstaklega jákvætt því þá er hættan að mér finnist ég ekki þurfa að hreyfa mig sem er svo rangt. Ég leita yfirleitt í mjúka æfingu, Yoga, ballet og sund en nýlega kynntist ég því hvað það er rosalega gott líka að taka betur á og fá smá útrás fyrir orkuna sem snýst bara í hringi í hausnum á mér ef ég hleypi henni ekki út.


FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR: Ég reyni að anda djúpt og ná augnabliki með sjálfri mér sem stundum tekst, stundum ekki, svo ef ég er skipulögð þá leggst ég á yoga dýnuna og teygi og mér var einnig sagt af afskaplega næmri konu að ég þyrfti alltaf að ímynda mér að ég setti hring í kringum mig, lampann eins og hún kallar hann, einskonar vernd inní daginn. Svo tekur við falleg stund með dóttir minni, ég reyni að hafa ekki stress og að henni finnist ég vera drífa hana útí daginn. Frekar að vakna og eiga góða stund, þó hún komi smá seint í leiksólann því það er alltaf ákveðið grindahlaup og málamiðlanir að koma lítilli manneskju inní daginn. Hún er bara tveggja ára og þessar stundir eru okkur dýrmætar.


HVAÐA GLÓ STAÐUR ER UPPÁHALDS OG STARFSMAÐUR: Ég bý á Gló á Laugaveinum eiginlega. Ég fór þangað daglega þegar ég var ólétt af stelpunni minni og hún er alin upp af þessum dásamlega mat, enda biður hún mig um sellerý heima í staðinn fyrir nammi og hún elskar grænkál. Ég elska alla sem vinna á laugaveginum og þá sérstaklega Sigrúnu veitingastjóra. Svo er auðvitað alltaf gaman að rekast á Sollu sjálfa hún er náttúrulega alltaf geislandi


EINU SINNI Í VIKU ÞÁ ELDA ÉG..? Ég elda ekki mikið, ég geri einfalda rétti, fisk og mikið af baunum, glútenlaust pasta eða baunaspagettí með pestó td og grænmeti. Annars kaupi ég vandræðalega mikið af tilbúna spelt brauðinu sem á bara að bæta vatninu í og öðrum slíkum lausnum sem láta mig líta út eins og ég viti hvað ég er að gera. Ég er samt alltaf að nenna þessu meira og meira.


EF ÞÚ GÆTIR GEFIÐ EITT HEILSURÁÐ ÞÁ VÆRI ÞAÐ AÐ: Að hlusta á líkamann og innsæið


EN FYRIR ANDLEGA HEILSU? Að hugsa jákvætt.


HVAÐ FINNST ÞÉR VERA BULL? Allar skyndilausnir og hættulegir öfgar.


ÁTTU SKRÝTIÐ ÁHUGAMÁL? Ég hef áhuga á svo mörgu, ég hef horft á vandræðalega mikið að heimildarmyndum um fjöldamorðingja, ég er heilluð af hröfnum þó ég sé með fuglafóbíu.


UPPÁHALDS STAÐUR Í HEIMINUM? Bara heima held ég annars kann ég mjög vel við heitan sjó og hlýtt veður.


BOTNAÐU SETNINGUNA: ALLTOF FÁIR...: trúa á sjálfa sig


GÓÐ FYRIRMYND: Fólk almennt sem er ekki hrokafullt og brosir framan í heiminn.


ÁRAMÓTAHEIT 2017: Mig langar að horfast í augu við það sem hræðir mig og stíga í óttann.


MOTTÓ/MANTRA: Megi öll þín ævintýri enda vel. Amma min sagði þetta við mig og ég hef það í huga í samskiptum og lífinu, að segja fyrirgefðu og halda ekki í slæmar tilfinningar.


Þórunn velur sitt uppáhald úr GLÓ Fákafenithorunnant

Kombucha með engiferi, Ferskt túrmerik, dökkt súkkulaði og allskonar te!

  • 17. janúar, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
VIÐTAL VIÐ HLAUPARANN ARA BRAGA
29. október, 2017
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017