Avatar Höf. 

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ


Ég hef stundum átt það til að fara í svo mikið frí þegar ég ferðast að heilsan og góðu venjurnar komast bara ekki með í ferðatöskuna. Ég djúsa og hreyfi mig alveg helling fyrir fríið og á það svo til að gleyma góðu vönunum þegar komið er á áfangastað.  Margir þekkja þetta og gleyma sér í óhollum mat og drykk á ferðalaginu, einmitt þegar það er tækifæri til að hugsa vel um sig, leyfa stressinu að líða úr sér, næla sér í D-vítamín og fylla á batteríin. En hví ekki gera fríið ennþá betra með því að taka glimrandi góða vana með í farteskið? Ég lofa að það eyðileggur ekki fríið:


  1. VATN er nú augljóst, eitt af þessum grunnatriðum sem flestir klikka þó á að drekka nógu mikið af. Nei, það er ekki nóg að það sé vatn í kaffi. Vatnsdrykkja er ennþá mikilvægari í hita og því ráð að vera ALLTAF með vatnsflösku með sér. Hafðu endurnýtanlega vatnsflösku með í för en hafðu hana tóma þegar þú ferð í gegnum tollinn og fylltu svo á hana um leið og þú kemur í gegn um öryggisleitina. Vatnsflaskan getur nýst þér vel í hvaða landi sem er, jafnvel þó að þú megir ekki drekka kranavatnið. Þá er gott að kaupa stórar vatnsumbúðir og fylla svo á litlu flöskuna áður en farið er út.

  2. HREYFING: Ég var einhvern tímann búin að bíta það í mig að ég gæti alls ekki gert jóga á ferðalögum, nema ef ég tæki með mottuna mína en gaf mér því aldrei tíma í það eða dýnunni pláss í töskunni. En sem betur fer áttaði ég mig og er farin að gera jóga og aðrar æfingar hvar sem ég er, enda ferðast ég mikið. Ef þú nýtur þess að ferðast og vilt gera það sem oftast þá er um að gera að finna æfingar sem eru þægilegar og hægt að gera hvar sem er; hvort sem það er á hótel herbergi, á strönd eða í lítilli hótelrækt. Mikilvægast er þó að ÁKVEÐA að gefa sér tíma í þetta, annars gerist lítið. Fyrir hlaupara er þetta tækifæri til að fara nýja hlaupaleið og ef þú stundar jóga eða æfingar á dýnu, náðu þér þá í app, eða finndu æfingar á youtube sem þú getur haft aðgang að hvar sem er.

  3. EIN FERSK MÁLTÍÐ: Ég nýt þess að smakka framandi mat á ferðalögum og njóta matarmenningar hvers lands til hins ítrasta. En margar þungar máltíðir á dag geta tekið sinn toll á líkamann og því best að finna gullna meðalveginn í þessu. Settu þér markmið; að fá þér að minnsta kosti eina heilsusamlega máltíð á dag sem inniheldur mikið af grænmeti. Þetta getur gert gæfumuninn orkulega séð og gefið þér aukna vellíðan.

  4. SNARL: Þetta er lykilatriði fyrir mig en ég er oftast að fara til þannig landa að ég get ekki búist við heilsubúð á næsta horni. Því tek ég oftast með mér snarl að heiman þar til að ég næ áttum og get fyllt á birgðirnar í því landi sem ég er komin til. Áður en lagt er í hann er því ráð að heimsækja Gló í Fákafeni og eitthvað ferskt TO GO. Þetta bjargar mér frá því að verða svöng og pirruð á leiðinni– eða gúffa í mig einhverri óhollustu á ögurstundu.

  5. DAGLEGAR VENJUR: Við erum öll með okkar daglegu venjur heima við, sem gera okkur gott. Venjur eins og góð húðumhirða, vítamín inntaka og hugleiðsla mega endilega fara með í ferðalagið og jafnvel einhverjar nýjar venjur. Það er að sjálfsögðu misjafnt hvað hentar hverjum og hvers konar ferðalag er á döfinni – þú ert mögulega ekki að fara setja á þig naglalakk í langri gönguferð. Það sem mér finnst allra best að taka með mér eru chia fræ, kanil, gott te og grænt duft svo að ég geti auðveldlega búið mér til graut, fengið mér róandi tebolla eða græna orkubombu á morgnana.

Þessi ráð eiga jafn vel við á ferðalögum hérlendis og erlendis en að sjálfsögðu er aðalatriðið að pakka niður góða skapinu og húmornum til að njóta sem allra best.

Gleðilegt sumar og góða ferð

Dagný

EF ÞÚ VILT TAKA DJÚSDAGA FYRIR FRÍIÐ EÐA VILLT ENDURSTILLA ÞIG  Í FRÍINU, ÞÁ PANTARÐU DJÚSPAKKANN HÉR: https://www.glo.is/pantanir/djuspokar

  • 15. júní, 2018
  • 2
Avatar
Dagný Berglind Gísladóttir
Um höfund

Dagný er ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar og vefstjóri Gló. Hún er með BA gráðu í ritlist og listfræði og MA í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er mikið náttúrubarn, lærður jógakennari, í merki vatnsberans með ástríðu fyrir listum og heilsu.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – LINDA BJÖRK
01. nóvember, 2019
GLÓARINN – KAREN ÓSK
29. október, 2019
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017