Gló Höf. 

Glóandi jólagjafahugmyndir


Nú eru margir á lokasprettinum í jólainnkaupum og við ákváðum að hjálpa aðeins til. Við tókum saman nokkrar hugmyndir að gjöfum fyrir foreldra, systkyni og maka en þessar uppástungur eiga auðvitað einnig við vini og aðra vandamenn! Allar vörurnar fást í verslun okkar GLÓ Í FÁKAFENI:

foreldra

Mömmur og pabbar eiga nú bara gott skilið! Hér eru nokkrar glóandi jólagjafahugmyndir handa þeim:

 1. BULLETPROOF: Kaffið frá Bulletproof og olíurnar sem á að setja út í það, hjálpar líkamlegri og huglægri orku að haldast jafnri.
 2. PACIFICA ILMKERTI: Ilma sérlega vel, eru ekki yfirþyrmandi og svo skemmir ekki fyrir að þau eru 100 prósent vegan! VERÐ: 2.999 kr.
 3. HIMNESKT AÐ NJÓTA: Bókin frá Sollu og dóttir hennar Hildi klikkar ekki og er frábær matreiðslubók í alla staði. VERÐ: 2.090 kr. 
 4. SÚKKULAÐI VEISLA: Í verslun okkar í Fákafeni bjóðum við uppá ótal tegundir af súkkulaði sem fer vel í alla pakka.
 5. TEATOX TEBRÚSI: er frábær fyrir te á ferðinni. Teið helst eitt, hægt að nota bæði laust te og tepoka og fara með hvert sem er. VERÐ: 4.990 kr.

fyrirsystkyniBræður og systur sem hugsa um heilsuna, íþróttafólk, jógar, grænkerar og fleiri myndu kunna að meta þessar gjafir:

 1. ONZIE LEGGINGS: Þessar leggings frá Onzie heita Bambus og eru sérlega fallegar æfinga- og jógabuxur. VERÐ: 15.900 kr.
 2. FLOTHETTAN: Er fyrir þá sem þurfa og vilja slaka á. Flothettan er til þess að auðvelda flot í vatni. Flotviðburðir spretta upp í sundlaugum um allt land og ekki seinna vænna en að slást í hópinn. SETT FLOTHETTA OG FÓTAFLOT VERÐ: 16.998 kr. 
 3. KIKI HEALTH: Er frábært nýtt bætiefna og jurta merki hjá GLÓ, en það er ekki bara einstaklega öflugt heldur líka í svo fallegum umbúðum! Tilvalið að gefa orku og góða heilsu í krukku í jólagjöf fyrir bræður eða systur.
 4. PACIFICA GJAFAPAKKAR: Vegan vörurnar frá Pacifica eru einstaklega flottar og eigum við til ýmsa gjafapakka frá þeim sem eru tilvaldir fyrir systkyni, vin eða vinkonu.
 5. TEATOX BRÚSINN: Já við nefnum hann aftur. Hann er bara svo æðislegur. Te á ferðinni! Hvað er betra en það? VERÐ: 4990 kr

  fyrirmakann
  Það dugar ekkert nema það besta fyrir makann! Við tókum saman nokkrar góðar uppástungur af gjöfum fyrir heilsumeðvitaða maka.

  1. VITAMIX BLANDARI: Þetta er náttúrulega Rollsinn í blöndurum og allri matvinnslu. Hann maukar allt! Frosið, þurrt nefndu það! VERÐ: 89.990 kr. 
  2. PACIFICA MASKI: Þessi maski Vital Immersion er frábær á veturna fyrir flestar húðgerðir því hann er mjög rakagefandi og nærir djúpt ofan í húðina.
  3. TEATOX MATCHA: Matcha er sérlega sterkt grænt te, sem er fullt af andoxunarefnum. Það er skærgrænt á litinn og þarf að búa til með þartilgerðum matcha hræri.  VERÐ: 6.429 kr.
  4. ONZIE LEGGINGS: Æfinga- og jóga fötin frá Onzie klikka ekki í jólapakkann. Þessar fallegu leggings kallast tuxedo og eru svartar æfingabuxur með tvisti. VERÐ:  15.900 kr. 
  5. NOW ILMOLÍULAMPI: Þessi rafknúni ilmolíulampi dreifir góðri lykt ilmkjarnaolíu um loftið og eykur loftgæði heimila. VERÐ: 5.764 kr
  6. ILMKJARNAOLÍU SETT: Þessar ilmkjarnaolíur hafa ýmis áhrif: slakandi, frískandi og jarðbudnir ilmir fyrir heimilið. VERÐ: 5.490 kr.   Ef ekkert af þessum hugmyndum passar, renndu þá við hjá okkur og skoðaðu úrvalið. Við erum með fallegar gjafakörfur og mikið úrval af skínandi fínum jólagjöfum. Við vonum að þið finnið það sem þið eruð að leita að! Opið í verslun GLó í Fákafeni alla daga fram að jólum frá morgni til kvölds.

   

 

 • 19. desember, 2016
 • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Plastlaus september 2018
14. september, 2018
Morgundjamm í Fákafeni
17. apríl, 2018
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Hvað er hláturjóga?
04. maí, 2017
GLÓARINN: GUNNDÍS
23. mars, 2017