Anna Sóley Höf. 

Glóandi saltskrúbbur


Eitt af því ljúfara sem ég geri er að láta renna í bað kveikja á kertum og láta líða úr mér eftir langan dag. Ég þekki marga sem myndu ekki geta lifað án baðkars. Þeir sem ekki eiga bað geta náð svipuðum effect með því að fara í allar þær frábæru sundlaugar sem eru víða á Íslandi en þá er yfirleitt frekar slæm hugmynd að koma með heimagert baðsalt, efast um að það myndi njóta mikilla vinsælda þrátt fyrir að það væri eins dásamlegt og þetta baðsalt:

Við Eva Dögg ákvaðum að gera okkur baðsalt um daginn. Við notuðum það sem við áttum í skápunum heima og höfðum það frekar einfalt. Eins og alltaf þá þarf alls ekki að flækja hlutina en Epsom salt eitt og sér er frábær viðbót við baðið. Epsom salt má nota alls staðar á líkamann en það er fullkominn skrúbbur bæði á líkama andlit og hár.  Það er ríkt af magnesíum og þegar það leysist upp í baðinu þá verður það ein magnesíum veisla. Þess vegna er þetta töfralausn fyrir auma vöðva, verki og síðast en ekki síst húðina. Fyrir þurra húð, psoriasis og sólbruna gerir Epsom salt kraftaverk.

Að þessu sinni flæktum við hlutina örlítið, þó ekki mikið og útkoman varð fagurgult og nærandi baðsalt. Húðin var silkimjúk á eftir svo þetta bættist sannarlega í baðherbergisnauðsynja hilluna.

Uppskrift.

1 bolli Epsom salt 

1 msk olífuolía 

1/2 msk jojobaolía 

dass af túrmerik 

nokkrir dropar eucalyptus olía

nokkrir dropar af lavender olíu

Svo er bara hræra blönduna og láta renna í baðið. Túrmerikið sem er bólgueyðandi og róandi var frábær viðbót þó ekki nema bara fyrir fagurgula litinn sem baðið fékk. Við elskum að sjálfsögðu að mixa í eldhúsinu en þessi uppskrift er á allra færi. Ódýr og einföld í framkvæmd.

Allt verður betra með smá salti

Anna Sóley

  • 10. nóvember, 2016
  • 0
Anna Sóley
Anna Sóley
Um höfund

Anna Sóley er nýflutt heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rak verslunina Ampersand og starfaði meðal annars sem stílisti. Anna hefur mikla ástríðu fyrir öllu skapandi, heilsutengdu og er DIY drottning Gló bloggsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

5 ilmkjarnaolíur sem gott er að hafa við höndina
17. mars, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
DIY- Kollagen Skrúbbmaski
29. desember, 2016
DIY – Klístur og Klín Hreinsirinn Mikli
20. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
DIY – Höfuðverkjasalvi
17. október, 2016
DIY Gler- og Speglasprey
12. október, 2016