Gló Höf. 

GLÓARINN: Anna Sóley


Hin yndisfagra Anna Sóley Viðarsdóttir er sannkallaður „alt mugligt“ Glóari sem hefur gengið í hin ýmsu störf hjá Gló; hún hefur starfað í verslun Gló í Fákafeni, kennt kaffinámskeið, stíliserað og innréttað og undanfarið verið ötul við að búa til DIY uppskriftir fyrir Glókorn. Nú tekur hún DIY skrefinu lengra og mun kenna þrjú námskeið með stöllu sinni Evu Dögg, en þær munu kenna þeim sem mæta hvernig hægt er að búa til hreinar snyrtivörur, hreinsivörur og fleira sniðugt frá grunni. Við heyrðum í Önnu Sóley og spurðum hana út í lífið og tilveruna:

annaheidmork

FULLT NAFN: Anna Sóley Viðarsdóttir


MENNTUN: Ritlist og kynjafræði í Háskóla Ísland með einu skiptiári í Danmörku. Listnám í iðnskólanum í Hafnafirði. Framhaldsskólanám á Íslandi og í Mexíkó


HVAÐAN ERTU:  Ég myndi sennilega eigna 111 Breiðholti ræturnar en á sama tíma eru ótal margir staðir sem fá að bera nafnið heima.


HVENÆR HÓFSTU STÖRF HJÁ GLÓ? Þegar ég flutti heim frá Danmörku 2015 byrjaði ég að vinna fyrir Gló sem ég hef svo gert í einu eða öðru formi síðan.


HVERNIG ER ÞÍN SAGA Í ÁTT AÐ BETRI HEILSU OG VELLÍÐAN?

Hún er löng og flókin, en ætli það kannist ekki margir sem hallast að heilbrigðari lífstíl við hina hliðina. Ég kem að minnsta kosti þaðan. Virðing fyrir líkama og sál hefur vaxið með árunum. Ég vil reyndar eigna móður minni heiðurinn af þessu öllu saman. Hún lagði áherslu á andlega og líkamlega heilsu, en svo þurfti ég aðeins að finna mig til þess að enda í rótunum. En þetta var einhvernveginn samt í blóðinu allan tímann svo átakið var ekkert heldur var ég bara komin heim.


HVERT ER MINNISTÆÐASTA GLÓ AUGNABLIKIÐ? 

Þau eru fjöldamörg, en ég held ég velji eitt hvunndagsmóment. Þar sem ég mætti til vinnu kl 7 að morgni í Fákafenið og á móti mér tók Sölvi Avo og brosti sínu blíðasta. Ég var ekki alveg kominn þangað, enda ekki búin að fá morgunkaffið. Ég sagði Sölva að ég þyrfti að fá kaffi annars myndi þetta ekki ganga upp og hann bauð mér koffínlaust. Það er Sölvi Avó!


HVERNIG LIFIR ÞÚ GLÓ LÍFSSTÍLNUM UTAN VINNU? 

Ég drekk smoothie, hreyfi mig, tek vítamín, hugleiði, nota olíur, geri DIY, elda mat, les innihaldslýsingar, tek djúsföstur, faðma fólk og reyni að læra meira um þetta allt saman á hverjum degi. Ætli það sé ekki bara minn Glóandi lífstíll. Ef ég borða eitthvað sem er ekki hollt nýt ég þess bara líka. Fyrir mig snýst þetta svolítið um að ekkert er kvöð þá er þetta bara minnst flókið. Þegar dagur er að kvöldi komin þá er það ég sem ber ábyrgð á þessum líkama og með vaxandi virðingu langar mig bara yfirleitt að vera góð við hann.


HVER ER UPPÁHALDS RÉTTURINN Á GLÓ?

Allt sem hefur Mexikanskt twist, hráfæðisdiskarnir sem koma með Guacamole gera mig glaða.


UPPÁHALDS SAMSTARFSMAÐUR/KONA?

vá Veto á þessa spurningu! Allir, sumir meira en aðrir en samt allir! Ok ok ef ég ætla að segja eitthvað þá er Eva sálusystir mín náttúrulega starfsmaður og hún er bara almennt ein af mínum uppáhalds manneskjum.

Solla er svöl

Sæunn er snillingur

Dagný er drottning

Elli er einstakur

Kolla er kraftaverkakona

Má ég gera þetta við allt starfsfólkið ??


UPPÁHALDS FASTAKÚNNI? Ég er því miður ekki svo mikið í tengingu við kúnnana þessa dagana. En þeir eru samt flestir dásamlegir. Sérstaklega þeir sem eru fróðleiksþyrstir með glampa í augunum sem segir, ég ætla að breyta lífi mínu!


HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR OG HVERNIG ERU MORGUNVENJURNAR?

Þangað til fyrir þremur dögum (mjög stolt) þá var það að fá mér kaffi. Tja nú er öldin önnur og ég fæ mér te. Ég tek vítamínin mín, reyni að vera smá andleg og gera eitthvað gott og fallegt til að gera daginn eins góðan og hægt er. Fer í sturtu ef ég er ekki að fara í jóga og geri mig (mis)tilbúna fyrir daginn. Lúxuslíf!

annakoben


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Í VINNUNNI, ÞÁ ERTU? Í einhverjum andlegum leiðangri, í jóga, að tala í símann, að gera DIY eða eitthvað ótrúlegt með Evu og börnunum hennar, eða að njóta þess að eiga svona frábæra vini og fjölskyldu.


NÚ ERUÐ ÞIÐ EVA DÖGG AÐ FARA AÐ KENNA ÞRJÚ NÁMSKEIÐ Á NÆSTUNNI. HVERJU MEGA ÞEIR SEM MÆTA BÚAST VIÐ?: Á námskeiðinu má aðallega búast við stórfenglegri skemmtun. Ég og Eva erum rosalega fyndnar… að eigin mati! Þar fyrir utan erum við búnar að vera að sulla og malla remedíur við leyndardómum lífsins í langan tíma. Við erum búnar að sanka að okkur alls konar upplýsingum og þetta er ekkert hoax við erum bara raunverulega heima að nota þetta allt og reyna að betrumbæta blöndurnar. Þegar við tölum saman þá tölum við sennilega meira en flestar vinkonur um ilmkjarnaolíur, hver er besta burðarolían og hver besta náttúrulega leiðin til að ná blettum úr teppum er. Svo já við vitum alveg fullt um þetta og ef við getum kennt einhverjum að það er einfalt að taka út alls konar eitur og setja alls konar gott og hreint í staðinn þá er takmarkinu náð.


HELSTU ÁHUGAMÁL: Lífið er mitt helsta áhugamál. Ég hef brennandi áhuga á að vita allt um allt og læra meira og meira. Þetta hljómar fáránlega, en ég elska að kynnast öllu nýju, ögra mér andlega og líkamlega. Reyna að skilja eða að minnsta kosti skilja meira. Þetta leiðir mig á ótrúlega staði sem eru í raun svona áhugamálin mín ef ég á að nefna eitthvað sérstakt: lesa, skrifa, jóga, ferðast, læra ný tungumál, tala við fólk. Ég týni mér stundum alveg í þessu og týni mér almennt, en það besta er að ég finn mig alltaf aftur og þá er ég orðin betri útgáfa. Magnað!


EF ÞÚ GÆTIR GEFIÐ FÓLKI EITT RÁÐ FYRIR HEILSUNA ÞÁ VÆRI ÞAÐ:  Að gera ekkert á hverjum degi. Vá þetta er smá svona eins og ég sé að hvetja fólk til að vera latt. En það er ekki það sem ég er að gera, bara að gera ekki það sama alla daga, hollt eða ekki hollt, bara ekki gera það alla daga.


EN FYRIR ANDLEGA HEILSU? Gefast upp fyrir öllu, við vitum ekkert og við þurfum ekkert að vita, þetta er allt í flæðinu. Ef þú hlustar þá koma svörin, hvort sem þú villt heyra þau eða ekki.


ÞÚ GÆTIR EKKI LIFAÐ ÁN:  Í stóru myndinni: vina minna og fjölskyldu, í litlu myndinni hvítlauks.


HREYFING:  Jóga, alla daga alltaf að eilífu. Ég tók upp á því að fara út að hlaupa þegar ég bjó í Köben, viðurkenni að ég er ekki jafn dugleg við það hér, en kann samt að meta gott útihlaup (eftirá). Þar sem ég geri mikið jóga finnst mér líka gaman að fara í eitthvað svona meira buffað inn á milli. Lyfti til dæmis ketilbjöllu í fyrsta skipti í Mjölni um daginn, mér fannst það prýðileg skemmtun. Annars elska ég að fara í gönguferðir í náttúrunni og gera Pilates, sem ég gerði mikið af áður en ég ánetjaðist jóga.


UPPÁHALDS STAÐURINN ÞINN Í VERÖLDINNI? Assistentens, kirkjugarður í Kaupmannahöfn.


FYRIRMYND:  Ég og fjölskyldan mín höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman, þau eru fyrirmyndir mínar og hetjur. Bróðir minn veit allt og systir mín er fyndnasta manneskja sem ég hef hitt en mamma er klettur og kjarnakona og ég er glöð ef ég verð eitthvað eins og hún.


MÓTTÓ EÐA MANTRA: Babanam Kevalam


LANGTÍMAMARKMIÐ:  Bara eitthvað svona mjög mellow. Heimsyfirráð og hamingja.


ANNA VELUR SITT UPPÁHALD ÚR VERSLUN GLÓ Í FÁKAFENI:

15231575_10157723193675043_598971651_o

Peanutbutter cups – af því þeir eru svo góðir að ég fer að hlæja þegar ég hugsa um þá.

Piparmyntu dr bronner sápa – það er besta leiðin til að vekja sig á morgnana að sturta sig með piparmyntusápu. Prófaðu bara, ég er að meina þetta.

Ren maskarnir – ég elska Ren, þeir bara virka og það er svona yfirleitt það sem ég leitast eftir.

Pacifica naglalökkin – þau þekja vel, haldast vel og litirnir eru fallegir.

Kiki bætiefnin eru nýtt uppáhald. Eins og ég sagði ef það hreint og virkar þá er ég til í það!

Lavender ilmkjarnaolía – gæti hreinlega ekki lifað án hennar!


VIÐ ÞÖKKUM ÖNNU KÆRLEGA FYRIR SVÖRIN OG MÆLUM MEÐ AÐ FYLGJAST MEÐ HENNI OG EVU DÖGG Á SNAPCHAT: @werampersand

Efsta ljósmynd: Rut Sigurðardóttir

SKRÁNING Á DIY NÁMSKEIÐIN HÉR

  • 24. nóvember, 2016
  • 1
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
Óstöðvandi sjálfstraust með Bjarti Guðmunds
28. júní, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsuþerapistinn Martin Bonde kemur til landsins
29. mars, 2017
GLÓARINN: GUNNDÍS
23. mars, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
Að draga úr vanlíðan eða efla vellíðan?
19. janúar, 2017
DIY- Kollagen Skrúbbmaski
29. desember, 2016