Gló Höf. 

Glóarinn – Birgir Pétursson


 GLÓARINN er fastur liður þar sem við spyrjum stórkostlega starfsfólkið okkar spjörunum úr, fáum að vita aðeins meira um þeirra líf og gefum ykkur innsýn í stemninguna á Gló. Við urðum að kynna ykkur fyrir Bigga bílstjóra en hann er 32 ára orkubolti, kærasti og faðir sem er lýst af samstarfsfólki sínu sem „algjör snillingur“. Hann er einn af þeim sem sér húmorinn í daglegu lífi og hefur gaman að því sem hann gerir. Þetta lífsviðhorf og hans framkoma er til fyrirmyndar og innblásturs fyrir marga. Við fengum að spyrja hann nokkura spurninga um tilveruna, heilsu og lífið á Gló:

unnamed

FULLT NAFN: Birgir Michael Welker Pétursson


FJÖLSKYLDA: Í sambúð með Stefaníu og á 2 stelpur þær Bergdísi og Freyju.


ÁHUGAMÁL: Motorcross, útivist, ferðast.


GLÓ STAÐUR: Kópavogur


SKEMMTILEGAST VIÐ AÐ VINNA Á GLÓ: Starfsfólkið er alveg 100%


UPPÁHALDSRÉTTURINN: Klárlega nautabörgerinn í Fákafeni


MINNISTÆÐASTA GLÓ AUGNABLIKIÐ: Ég er bílstjóri á Gló, það sprakk sósa í sendibílnum og ég fór á bensínstöð til að þrífa hana upp og náði að læsa mig aftur í bílnum og þurfti ég að berja á gluggan til að láta opna fyrir mér (vandræðalegt).


HVERNIG LIFIR ÞÚ GLÓ LÍFSTÍLNUM UTAN VINNU:  Við fjölskyldan stundum mikla útiveru saman, reynum að borða hollt og gott í flest öll mál en njótum fyrst og fremst lífsins.

FullSizeRender


UPPÁHALDS SAMSTARFSMAÐUR/KONA: Get ekki gert uppá milli þar sem það koma svo margir til greina.


MORGUNVENJURNAR: Byrja á því að fá mér einn kaffibolla, sinni litlu skvísunni áður en hún fer í leikskólann, fæ mér síðan chiagraut þegar ég er mættur á Gló rétt fyrir 8.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Í VINNUNNI ÞÁ ERTU: Að njóta þess að vera til.


HEILSUTRIX: að stunda líkamsrækt í góðum félagsskap.


HREYFING: útihlaup 2-3 í viku, lyftingar inná milli og að sjálfsögðu motorcross á sumrin.


FYRIRMYNDIR: systkini mín


MOTTÓ: að taka lífinu ekki of alvarlega


ÁRAMÓTAHEIT 2016: að lifa í núinu


BIGGI VELUR SITT UPPÁHALD ÚR FÁKAFENI:

by the water

Gló grænkálssnakkið er himneskt veit ekkert betra en að mönsa það á kvöldin,

Blóðappelsínudrykkurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér 

Síðan gæti ég ekki lifað án pestósins hennar sollu get borðað það með nánast öllu ummmm mig langar bara í 

Ekki má gleyma okkar frábæra ís mæli sko með honum 

  • 9. febrúar, 2016
  • 2
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
GLÓARINN: GUNNDÍS
23. mars, 2017
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
GLÓARINN: Sigrún Ágústa
02. nóvember, 2016
GLÓARINN – Rakel Guðmunds
13. júní, 2016
GLÓARINN – Kolbrún
12. maí, 2016