Gló Höf. 

GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn


Fasti liðurinn Glóarinn leyfir lesendum að kynnast okkar frábæra starfsfólki, sem er upp til hópa heilsusamlegt og metnaðarfullt fólk sem við erum sérlega stolt af. Í þetta sinn spurðum við Birgittu Sigurðardóttir, vörumerkjastjóra Gló í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn spjörunum úr, en hún er búin að vera með í Danmerkur ævintýri Gló, frá opnun staðarins í sumar. Birgitta profile


Fullt nafn: Birgitta Sigurðardóttir


Gló staður og starfsheiti: Gló í Magasin du Nord, Kaupmannahöfn og starfa sem vörumerkjastjóri. 


Menntun? Er í Master í Markaðsfræði og stjórnun í Copenhagen Business School.


Hvernig er þín saga í stuttu máli í átt að betri heilsu og vellíðan? Þegar ég var í menntaskóla hugsaði ég lítið sem ekkert um mataræðið og leiddi það m.a. til þreytu og slæmrar húðar. Ég ákvað því að borða hollari og járnríkari mat, t.d. mikið af dökkgrænu grænmeti sem leiddi til þess að ég varð mun orkumeiri. Einnig skipti ég flestum húðvörum út fyrir lífrænar og hreinni vörur sem breytti miklu fyrir mig.


Hvenær hófstu störf hjá Gló og af hverju DK? Ég er búin að vera með frá byrjun GLó í Danmörku, Júní 2017. Flutti til Danmerkur til að hefja nám í CBS og prófa eitthvað nýtt.


Hvert er minnistæðasta Gló augnablikið? PR partýið fyrir opnun Gló þar sem við buðum helstu bloggurum og tímaritum í Kaupmannahöfn í smakk á Gló. Smá stress fyrir partýið hvernig allt myndi ganga en að sjálfsögðu elskuðu þau matinn og við rúlluðum þessu upp.


Hvernig lifir þú Gló lífstílnum utan vinnu? Ég er dugleg að elda næringaríkan mat heima frá grunni og er einnig hægt og rólega að skipta út nespresso kaffihylkjunum út fyrir þau umhverfisvænu sem eru komin í sölu hjá Gló. Svo passa ég mig að hreyfa mig fjölbreytt og reglulega.


Hver er uppáhalds rétturinn? Vefjurnar og græni safinn.


Uppáhalds samstarfsmaður/kona? Erfitt að velja þar sem vinnustaðurinn samanstendur af eðalfólki. En ef ég þyrfti að velja einn aðila þá yrði það Solla, hún kemur manni alltaf í gott skap.


Áttu uppáhalds fastakúnna? Nei, en það er alltaf gaman að fá Íslendinga á Gló í Köben.


Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar og hvernig eru morgunvenjurnar? Ég elska að fá að sofa út en flesta morgna vakna ég fyrir 8. Það fyrsta sem ég geri er að fá mér morgunmat en hann samastendur af grænu tei, sítrónuvatni og jógúrti með heimatilbúnu granóla og bláberjum. Ef ég er í stuði þá fæ ég mér eplaedik og engiferskot með. Eftir morgunmat er mismunandi eftir dögum hvort ég fari í crossfit, skóla eða vinnu.


Helstu áhugamál: Ferðast til nýrra borga en það er svo ótrúlega þægilegt að ferðast frá Kaupmannahöfn. Einnig finnst mér fátt skemmtilegra að gefa mér góðan tíma í að elda góðan mat fyrir fólkið í kringum mig.


Ef þú gætir gefið fólki eitt ráð fyrir heilsuna þá væri það: Það sem mér finnst mikilvægast er að lifa í núinu og reyna að lágmarka stress en ég sjálf mætti tileinka mér það enn frekar. Það hjálpar mér að skipuleggja dagana mína vel til þess að koma sem mestu í verk.


En fyrir andlega heilsu? Mér finnst ótrúlega gott að fara út að hjóla en ég hef gert mikið af því frá því að ég flutti til Kaupmannahafnar. Það hreinsar hugann og gefur manni hreyfingu á sama tíma.


Þú gætir ekki lifað án: Fjölskyldunnar, góðs rakakrems og íslensks smjörs.


Hreyfing: Crossfit 3x í viku og Yoga 1-2x í viku. Svo reyni ég að hjóla ég á milli staða hér í Kaupmannahöfn, það fer hins vegar eftir veðri.


Hver er uppáhalds staðurinn þinn í veröldinni? New York en ég var þar í skiptinámi.


Fyrirmynd: Amma mín. Hún kenndi mér að sjá alltaf eitthvað jákvætt í öllum aðstæðum sama hversu erfitt það getur verið.


Mottó eða mantra: “You become what you think about most.. But you also attract what you think about most.” – The Secret.


Langtímamarkmið: Hafa ferðast til fleiri staða, vera áfram í skemmtilegri vinnu og vera hamingjusöm.


Samfélagsmiðlar: @birgittasig á Instagram


BIRGITTA VELUR SITT UPPÁHALD Í VERSLUN GLÓ Í FÁKAFENI

Screen Shot 2017-10-25 at 20.12.46

  • Kombucha & Aloe Pure töflurnar frá Kiki fyrir meltinguna
  • Raw bókin hennar Sollu fyrir uppskriftir
  • Pacifica handáburður með kókos
  • Nespresso kaffið frá Cru Cafe er æði.
  • 25. október, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – LINDA BJÖRK
01. nóvember, 2019
GLÓARINN – KAREN ÓSK
29. október, 2019
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017