Gló Höf. 

GLÓARINN: EVA DÖGG


Við erum afar stolt af því að geta kallað hina dásamlegu Evu Dögg Rúnarsdóttur Glóara en hún er nýlega flutt heim frá Kaupmannahöfn, eftir að hafa búið þar sl. 12 ár. Eva, sem er verkefnastjóri samfélagsmiðla Gló, hefur unnið sem yfirhönnuður hjá dönskum fatamerkjum og rak um árabil ásamt Önnu Sóley, verslunina og verkstæðið Ampersand. Eva Dögg er líka móðir, jógakennari, heilsufrík alveg í gegn og gerir ansi margt frá grunni. Í kvöld munu hún og Anna halda fyrsta af þremur DIY námskeiðum, þar sem þær stöllur kenna viljugum að töfra fram náttúrulegar jólagjafir og heilsubætandi blöndur við hinu ýmsa. Við heyrðum í Evu og fengum hana til þess að svara nokkrum spurningum: 

EKKI MISSA AF NÁMSKEIÐINU: SMELLTU TIL ÞESS AÐ SKRÁ ÞIG


15302532_10154223612478507_1580309634_o
FULLT NAFN: Eva Dögg Rúnarsdóttir


HJÚSKAPASTAÐA: Í sambúð með Gústa bakara í Brauð og Co, og við eigum 2 börn saman; Bastían Nóa og Nóru Sól


MENNTUN? Fatahönnuður og Yogakennari


HVAÐAN ERTU? Ég er svona héðan þaðan hérna hvaðan!


HVAÐ HEFUR ÞÚ VERIÐ AÐ GERA UNDANFARIÐ: Síðustu ár hef ég aðallega verið að hanna skó og töskur og verið að vinna sem ráðgjafi fyrir mismunandi skó og fylgihluta fyrirtæki (Shoe The Bear, Pavement ásamt öðru). Í augnablikinu er ég að taka að mér styttri og lengri verkefni við Art Direction, búningahönnun, myndskreytingar, stíliseringu og „samfélagsmiðlun“. Þessa dagana er ég einnig að leggja lokahönd á hönnun á íslenskum jógaspilum fyrir börn og við Ampersand vinkonurnar erum að vinna að rosalega skemmtilegri bók sem að kemur út í vor og stöndum þessa daganna fyrir 3 DIY námskeiðum á Gló.

Einnig er ég að vinna að öðru ótrúlega spennandi verkefni með Gló, en við erum að búa til nýtt jógamerki saman og ég sit núna að hanna jógamottur og handklæði með þeim.  Síðan ég lenti aftur á Íslandi hef ég verið að vinna mikið sem yogakennari, en ég hef stundað yoga síðustu 13 árin og nældi mér í kennararéttindi fyrir ári síðan. Ég leiði Vinyasa yogatíma á hverjum degi, bæði í Jógastúdío, Barnaskóla Reykjavíkur og Mjölni. Svo er ég sjálf með yogatíma á Frakkastíg 16 fyrir ofan Brauð og Co sem að heita Mjúk Lending. Þannig að það er alltaf alveg fáránlega mikið að gera og ég sé eiginlega ekki alveg skilin á áhugamálum og vinnu.


GLÓ STAÐUR OG STARFSHEITI: Alls staðar, verkefnastjóri samfélagsmiðla.


HVERNIG ER ÞÍN SAGA Í STUTTU MÁLI Í ÁTT AÐ BETRI HEILSU OG VELLÍÐAN? Ég fæddist með grænan djús í hendinni, the end!…svo sagan er ekki löng.

Neinei ég hef alltaf lifað frekar heilbrigðu lífi, ég hef stundað íþróttir allt mitt líf, hef æft ballet af miklum krafti stóran part af lífinu og var alin upp við frekar hollar venjur.

Ég þarf alltaf að leggja mikla áherslu á að hafa ágætis balans í lífinu, ég get verið voðalega extreme í alskonar áttir, ég þjáðist af átröskun á unglingsárum en tók þá ákvörðun þegar ég var sirka 18 ára að ég vildi ekki vera veik og upp á aðra komin. Það neyðir mig til að halda mér á réttu brautinni bæði andlega og líkamlega, ætli það hafi ekki verið stærsti áhrifavaldurinn minn í átt að bættri heilsu, það opnaði augu mín fyrir ansi mörgu.

FullSizeRender (11)


HVERT ER MINNISTÆÐASTA GLÓ AUGNABLIKIÐ?

Þau eru svo mörg, þegar ég klúðraði 7 tíma epic snapchat missjoni var rosalegt augnablik.. Þegar ég reyndi að tæla Björk í samstarf og hún neitaði án þess að horfa í augun á mér. Ég hef líka átt svo margar góðar morgunstundir og löng samtöl við bæði kúnna og samstarfsfélaga.


HVERNIG LIFIR ÞÚ GLÓ LÍFSTÍLNUM UTAN VINNU?

Ísskápurinn minn er náttúrulega fullur af einhverju gómsætu frá Gló, einnig snyrtibuddan, baðskápurinn og þvottahúsið. Í rauninni er ég alltaf á Gló sama hvar ég er stödd, svo að Gló lífstíllinn eltir mig eiginlega uppi.  Hvar sem er.. ég slepp ekki frá honum!


HVER ER UPPÁHALDS RÉTTURINN? 

Spínatlasagna, Vegan pizzan og Vegan Burgerinn.. Avókadó toastið, sólberjaskálin, ég er líka mjög spennt að smakka nýja vegan lasagnað! Ég get ómögulega valið einn rétt.


UPPÁHALDS SAMSTARSMAÐUR/KONA?

Allir á Gló eru frábærir, Sæunn er náttúrulega alveg yndisleg, sérstaklega þegar hún talar sænsku. Hún er svo jákvæð og alltaf til í allt, sama hversu ruglað það er. Eva Dís er ein gangandi gleði díva, Kolla er algjört gull, ég verð alltaf ánægð og glöð bara þegar ég sé henni bregða fyrir. Anna Sóley sálusystir og Dagný eru einstakar! Það að vinna með vinkonum sínum eru mikil forréttindi, strákarnir á tonicbarnum sprengja dúlluskalann á hverjum morgni og svo auðvitað Solla! Hún hefur verið mér mikil fyrirmynd alveg síðan áður en ég kynntist henni, hún er svona ofur töffari sem að geislar af gleði og hamingju, og svo þykir mér auðvitað alveg rosalega vænt um hann Ella minn, hann er algjör moli.


UPPÁHALDS FASTAKÚNNI?

Það er svo mikið af skemmtilegum fastakúnnum, líka mikið af þeim sem að ég fæ oft ekki ánægju af að hitta nógu oft. Eva Ruza, Þórunn Antonía, Sölvi Tryggva, Snorri Björns og Húrradrengirnir eru öll þarna í efsta sætinu


HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR OG HVERNIG ERU MORGUNVENJURNAR? 

Eftir að ég flutti til Íslands eru morgunvenjurnar farnar! Ég er bara fegin ef að ég kem öllum lifandi út úr húsi. En oftast er ég nú að rússa mér út til að leiða jógatíma og þá næ ég svona aðeins að rétta mig af og setja daginn. Ég reyni (markmið 2017) að biðja alla morgna, fara á hné og fara með möntruna mína og hugleiða í sirka 2 mín, það gerist í 5 prósent tilfella.. batnandi konum er best að lifa. Eitt sem að ég feila aldrei á, það er að taka inn HCF, kol og alcaline blöndu frá Kiki Health.


15293492_10154223612523507_552963784_oÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Í VINNUNNI , ÞÁ ERTU?

Með börnunum mínum ..og stundum í skemmtilegum missjonum með Önnu Sóleyju. Ég reyni líka eitthvað að hreyfa mig, detta á happy hour með stelpunum, prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt, fara í kirtan, skvísa inn dates.. en það gengur allt saman misvel. Oftast þvæ ég bara þvott og vinn þegar börn eru komin í ból.


HELSTU ÁHUGAMÁL:

Ég er svo heppin að vinna við mín helstu áhugamál; eitthvað svakalegt fjúsjon af tísku og heilsu. En annars finnst mér gaman að ferðast, dansa, hlusta á góða tónlist, borða góðan mat og lesa góðar bækur.


 

EF ÞÚ GÆTIR GEFIÐ FÓLKI EITT RÁÐ FYRIR HEILSUNA ÞÁ VÆRI ÞAÐ:

Að vera meðvituð í einu og öllu. Við verðum að vera meðvituð um allar okkar neysluvenjur og þá erum við góð! Hugsa sjálfstætt, lesa á umbúðir, velja lífrænt. Við eigum bara einn líkama og hann þarf að endast okkur allt lífið, sýnum honum virðingu og ræktum hann vel.


EN FYRIR ANDLEGA HEILSU?

Æðruleysi Æðruleysi Æðruleysi, sumt ráðum við bara ekki við sjálf, þá látum við það bara frá okkur, við verðum alltaf að muna að alheimurinn elskar okkur og vill okkur allt vel sama hvað. Struggle is the essence of life! Það hljómar kannski neikvætt en það er það ekki. (no pain, no gain). Stundum þarf að fórna sér fyrir hinn andlega lærdóm, stundum opnum við bara ekki augun fyrr en að alheimurinn slær okkur alveg rosalega fast utan undir og leiðir okkur þá aftur á okkar réttu leið.


15271199_10154223612488507_360951602_o

ÞÚ GÆTIR EKKI LIFAÐ ÁN:  Barnanna minna!

….vitamixinn er líka ansi ofarlega á listanum


HREYFING:  yoga, yoga og yoga! Líka hlaup og hjólareiðar. Ég leiði yogatíma á hverjum degi og stundum oft á dag og það er svona mín aðalhreyfing í augnablikinu. Ég er að reyna að koma mér upp hlauparútínu, ég elska að hlaupa úti, HATA að hlaupa inni. Ég er með guilty pleasure fyrir spinning og sakna þess alveg gríðarlega að geta ekki hjólað út um allt alla daga eins og ég gerði í Kaupmannahöfn. Annars er ég alltaf á leiðinni til Bjarka í Mjölni hann er búin að lofa að herða mig aðeins upp.


HVER ER UPPÁHALDS STAÐURINN ÞINN Í VERÖLDINNI? 

Gló í Fákó er ofarlega. En Assistentens kirkjugarðurinn í Kaupmannahöfn er besti staður heims!!


FYRIRMYND:

Ég á svo margar, það er eitthvað við fólk sem að hefur gríðarlegt passion í lífinu sem að mér finnst heillandi og ég lít upp til! Þannig fólk fyllir mig innblæstri og ég tek mér þau til fyrirmyndar.


MOTTÓ EÐA MANTRA:

om namah shivaya gurave

satchitananda murtaye

nishprapanchaya shantaya

niralambaya tejase


LANGTÍMAMARKMIÐ: Heimsyfirráð. Að geta unnið hvar sem er og hvenær sem er og að komast aftur í splitt og spíkat


EVA VELUR SITT UPPÁHALD Í FÁKAFENI

evavelur

lavander active life svitalyktareiðirinn, hann er einfaldlega bestur! Ég get hlaupið um allan bæ og leitt marga jógatíma á dag og lykta alltaf eins og blóm.

andlitsbrúnkuvatnið frá eco by sonya, ferskar mann upp í skammdeginu og hreinsar húðina

Aloe Vera safinn og góðgerlarnir frá Kiki, ferska upp húðina og hafa góð áhrif á meltinguna og þarmaflóruna

Pacifica naglalökkin eru seven free, endast ótrúlega vel og eru svo falleg á litinn

Teatox brúsinn er svo hentugur þegar maður er að bruna útum allt og vill vera með gott te við höndina.

Kombucha (lemonade) Góðgerlar og Gott bragð, gerist ekki betra

Lavander dryer sheets frá Mrs Meyers, mmm þvotturinn ilmar dásamlega

 

  • 30. nóvember, 2016
  • 2
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017