Gló Höf. 

GLÓARINN: GUNNDÍS


Gló er svakalega ríkt þegar kemur að góðu starfsfólki og mörg þeirra eru þegar komin langleiðina að finna hvað það er sem lætur þeim líða vel, það er að segja, í að finna sitt gló. Gunndís er þar gott dæmi, en hún er einn hressasti starfsmaður Gló í Fákafeni og hafa margir séð hana á birtast á snapchatti Gló: @gloiceland. Hún er alltaf til í glens og gaman en tekur á sama tíma heilsuna alvarlega og er fróð um vörur heilsuverslunar Gló. Hún hefur prófaði flest sport og verið mjög umhugað um að temja sér hollan lífsstíl en það voru heilsubrestir sem ollu því að hún fór að pæla í því hvað væri í matnum sem hún var að setja ofan í sig. Við heyrðum í þessum mikla snillingi fyrir fasta liðinn okkar GLÓARINN:

gunndis11

FULLT NAFN:  Gunndís Eva Baldursdóttir


HVENÆR HÓFSTU STÖRF HJÁ GLÓ: í lok ágúst 2015.


GLÓ STAÐUR OG STARFSHEITI: Fákafen, starfsmaður í verslun.


HVERNIG ER ÞÍN SAGA Í ÁTT AÐ BETRI HEILSU OG VELLÍÐAN? 

Hef alltaf verið virk, prófað flest sport og mjög umhugað um að temja mér hollan lífsstíl. Ég vil samt meina að það hafi ekki verið fyrr en í kringum 17-18 ára aldurinn að ég fór virkilega að spá í þessu af hreinum áhuga og fræða mig um heilsusamlegri venjur en maður var að lifa á þessum árum. Það voru heilsubrestir sem ollu því að ég fór að pæla í því hvað væri nákvæmlega í matnum sem ég var að setja ofan í mig og þá af hverju í ósköpunum ég var að setja hann ofan í mig ef hann var ekki góður fyrir mig. Ég lærði að hlusta á líkamann og láta hann segja mér hvað hann vildi, hvort sem það væri meiri eða minni hreyfing, ákveðin fæða eða annað sem ég setti ofan í mig eða á. En ég tel að lykillinn að öllu sé jafnvægi. Stundum æfi ég 6 sinnum í viku og borða meira grænt en aðrar vikur æfi ég minna og borða meira súkkulaði. Ég reyni að halda þessu jafnvægi án öfga.


HVERT ER MINNISTÆÐASTA GLÓ AUGNABLIKIÐ?

Ég verð að segja að árshátíðin er mjög minnistæð, svo gaman að sjá alla koma saman, fólk sem vinnur á öðrum stöðum, á kvöldin, eða á bakvið tjöldin og maður sér sjaldan, allir glaðir og kátir að njóta góðrar samveru við hvort annað.


HVERNIG LIFIR ÞÚ GLÓ LÍFSSTÍLNUM UTAN VINNU? Ég held að það hafi verið minnst á það að maður er andlit fyrirtækisins og það er hrikalega vandræðarlegt að láta bösta sig með Oreo í innkaupakörfunni af viðskiptavinum,  þetta gerir mig svolitið meðvitaða um það hvað ég versla inn og þess vegna kaupi ég Oreo bara á nóttunni, þá eru voða fá vitni.

En annars þá reyni ég nú að lifa sem heilsusamlegast, hugsa um það hvaðan vörurnar sem ég nota eru að koma, hvað er í þeim og af hverju ég er að nota þær.


HVER ER UPPÁHALDS RÉTTURINN? 

Ég elska Grænu smoothie skálina á Tonic barnum,  klárlega minn uppáhalds réttur, það er alveg réttur? Allavegana morgunréttur.


UPPÁHALDS SAMSTARFSMAÐUR/KONA?

Þessi spurning er gífulega erfið, ég er svo heppin að vinna með svo mörgu frábæru, hæfileikaríku fólki sem lýsir upp daginn minn með gleði og fróðleik, strákarnir á Tonic barnum eru þvílikir fróðleiksmolar og ég nýt þess gífurlega að rölta yfir til þeirra og heyra hvað er upp á teningnum þann daginn.  Kolla passar upp á að ég standi mig í stykkinu og rekur mig á æfingu þegar ég hef verið löt, Biggi er ótrúlega uppátækjasamur og skemmtilegur maður, að teyma hann upp með Rósu þá er þetta thunder team sem ekki er annað hægt en að elska, síðan kemur Stefán Darri inn með sitt stóra bros, ég veit ekki hvort ég dýrka hann meira því hann er topp maður, eða því hann leysir mig af í mat, I guess we will never know.


UPPÁHALDS FASTAKÚNNI?

Ég vinn svo náið með mínum viðskiptavinum að það er erfitt að velja bara einn, en það eru tvær dömur sem eru ofarlega í huga og það eru þær Sara Forynja og Katla,  Þvílika veislu sem þessar konur koma með þegar þær ganga inn í verslunina til mín, orkan og elskulegheitin skína af þeim.


MORGUNVENJUR?

Er ekki með miklar morgunvenjur því miður, en ég helli mér upp á kaffi eða te, á meðan það er að kólna í drykkjarhæfann hita þá tek ég inn góðgerla og drekk stórt glas af vatni. Drekk svo teið/kaffið á meðan ég geri mig tilbúna. Helli svo upp á bolla númer tvö og tek hann meðferðis í vinnu.

Borða vanarlega ekki morgunmat fyrr en 1-3 kls eftir að ég vakna, þá er ég oftast nær búin að gera mér morgungraut eða smoothie.


gunndis

ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Í VINNUNNI?

Þá er ég  Out and about, er sjaldnast heima hjá mér. Er á æfingum, með syninum, vinunum, fjölskyldunni eða öðrum aðdáendum.


HELSTU ÁHUGAMÁL?

Ég er leynilegur söguperri, hvort sem það sé um þjóðir, tísku, menningu , styrjaldir eða listarsöga þá er ég gífurlegur nölli í sagnfræði. Þá er heimspeki og yndislestur er einnig eitthvað sem ég hef virkilega gaman af.

Og matur, góður matur er lykillinn að hjarta mínu.


EF ÞÚ GÆTIR GEFIÐ FÓLKI EITT RÁÐ FYRIR HEILSUNA ÞÁ VÆRI ÞAÐ:

Lærðu að hlusta á líkamann, hann segir okkur hvað hann þarf eða þarf ekki.


EN FYRIR ANDLEGA HEILSU?

Að gefa sér tíma til að vera með sjálfum sér, það er mikilvægt að njóta sín í eigin félagsskap.


ÞÚ GÆTIR EKKI LIFAÐ ÁN:

sonur minn gefur lífinu lit og ástæðu til að þrífa þvott oftar, gæti ekki verið án hans.

16939637_1593066154051949_2479113726196992713_n


HREYFING: Þessa stundina er ég að stunda Crossfit hjá nágrönnum okkar hjá Crossfit Reykjavík, ég reyni að mæta allavegana 4 sinnum í viku þangað. Annars er ég voða dugleg að hreyfa mig, er mjög virk þannig það er sjaldnast dauð stund.


UPPÁHALDS STAÐURINN ÞINN Í VERÖLDINNI:

Rúmið… ég meina á æfingu…

Nei, ég verð að segja sveitin, það er ekkert betra en að fara út fyrir malbikið í rólegheitin.


FYRIRMYND: Einstaklingar sem eru hvetjandi, drífandi, ástríðufullir, ‘go getters’ og veita öðrum innblástur og styrk í að gera það sem þeim dreymir um. Ég elska að hafa svona fólk í kringum mig og lít gífurlega upp til góðra leiðtoga.


MOTTÓ: Allt sem er vert að gera, er vert að gera vel.


LANGTÍMAMARKMIÐ: Langur listi af markmiðum! En ætli það að láta gott af mér leiða til samfélagsins og vera góð fyrirmynd sé ekki efst þar á lista.


GUNNDÍS VELUR SITT UPPÁHALD Í VERSLUN GLÓ Í FÁKAFENI:

gunndisvelur

 

  • Kombucha! Sama hver spurningin er, Kombucha er nánast alltaf svarið, þessi drykkur er eflaust uppistaðan af 40% vökva í líkamanum hjá mér.
  • Traditional Medicinals Engifer Te,  þetta te a hug minn og hjarta þessa dagana yndislegt að drekka fyrir svefninn eða þegar manni líður útþöndum.
  • Kiss my face Whitening Tannkrem,  einfaldlega besta tannkremið.
  • Pacifica coconut water micellar cleansing tonic, besti farðahreinsir sem ég hef notað, skilar húðinni tandurhreinni og mjúkri ásamt því að veita henni raka án þess að stífla hana.
  • 23. mars, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
Morgundjamm í Fákafeni
17. apríl, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017