Gló Höf. 

Glóarinn – Heiðrún Harpa


Glóari mánaðarins er engin önnur en yfirglóarinn og kjarnakonan Heiðrún Harpa Bæringsdóttir sem margir kúnnar Gló kannast við. Hún hefur verið starfsmaður Gló síðan 2007 og á því langa og glóandi sögu með okkur. Hún er veitingarstjóri bæði á Gló í Kópavogi og á Engjateig og sinnir því starfi einstaklega vel og við gætum varla án hennar verið. Við plötuðum hana í yfirheyrslu fyrir bloggið:

IMG_4917 (2)


FULLT NAFN: Heiðrún Harpa Bæringsdóttir


HJÚSKAPARSTAÐA: Í sambúð með Jóni Andra Guðmundssyni


ÁHUGAMÁL: Mín áhugamál eru þessi klassísku góð tónlist, ferðalög, matargerð og samverustundir með góðu fólki.


GLÓ STAÐUR: Gló Kópavogur


HVAÐ FINNST ÞÉR BEST VIÐ AÐ VINNA Á GLÓ? Samstarfsfólkið mitt sem gerir alla daga yndislega og yfirmenn sem styðja vel við bakið á manni.


HVER ER UPPÁHALDSRÉTTURINN? Mmm… RAW Pítsan er það allra besta


MINNISTÆÐASTA GLÓ AUGNABLIKIÐ?  Vá, þau eru nú orðin allmörg. Eitt sinn fékk ég óvænt bók í afmælisgjöf frá viðskiptavini, það var skemmtilega furðulegt.


UPPÁHALDS SAMSTARFSMAÐUR/KONA? Allir. Ég er svo lukkuleg að hafa yndislegt fólk með mér alla dag.


HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ GERIR ÞEGAR ÞÚ VAKNAR? Þegar ég næ fram A týpunni í mér skelli yfirleitt í einn bullet proof kaffi heima, skipurlegg vinnudaginn, yfirfer verkefni og markmið dagsins áður en ég held út.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Í VINNUNNI, ÞÁ ERTU? Að gera eitthvað annað skemmtilegt


HEILSUTRIX: Vatn, jákvæðni og slaka á stressinu í amstri dagsins


ÞÚ GÆTIR EKKI LIFAÐ ÁN: Súkkulaði og vinir eru möst í lífinu


HREYFING: Mér finnst yndislegt að taka göngutúra á kvöldin, gott að hreinsa hugan fyrir svefninn.


FYRIRMYND: Foreldrar mínir og amma mín heitin. Falleg hjörtu með ótrúlegan drifkraft.


MOTTÓ: Gullna reglan ,,Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra” – komum fram við aðra með virðingu, heiðarleika og kærleik.


SETTIR ÞÚ ÞÉR ÁRAMÓTAHEIT FYRIR 2016: Engin sérstök áramótaheiti, en set mér þó reglulega markmið sem eru allskonar skemmtileg og uppbyggileg.


Heiðrún velur sitt uppáhalds frá markaði Gló í Fákafeni

12900182_10156667515230043_664598987_n

1.Pacifica maskarinn ,,Stellar Gaze” – þæginlegur til hversdags notkunar.

2.Himnesk kókosolía – er notuð í allt mögulegt á mínu heimili svosem, heimagerða skegg olíur fyrir herrann, matar- og köku gerðina og jafnvel til að hreinsa andlitsfarðann af á kvöldin.

3.REN micro polish cleanser – með betri andlitskrúbbum sem ég hef prófað.

4.Pacifica Kale Detox hreinsir – nýjasta vegan snyrtivaran ég sem keypti. Snyrtitaskan fyllist fljótlega af þessm fallegu vegan vörum.

5.Pacifica Spanish Amber ilmkerti – soya kerti með þæginlegum ilm

  • 26. mars, 2016
  • 2
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
GLÓARINN: GUNNDÍS
23. mars, 2017
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
GLÓARINN: Sigrún Ágústa
02. nóvember, 2016
GLÓARINN – Rakel Guðmunds
13. júní, 2016