Gló Höf. 

GLÓARINN – KAREN ÓSK


Við höfum aftur tekið upp skemmtilegan lið á blogginu sem kallast GLÓARINN, en þar tökum við viðtöl við fastagesti og starfsfólk Gló sem er fullt af visku og heilsuástríðu! Fyrsti viðmælandinn er hin dásamlega Karen okkar sem vinnur á Gló barnum, en þegar hún er ekki hjá okkur að þeyta saman drykki, instagramma jurtablöndur og brosa framan í viðskiptavini þá nuddar hún fólk til betri heilsu!

Fullt nafn: 

Karen Ósk Guðmundsdóttir

Gló staður og starfsheiti:

Heilsugúru og kaffimeistari á Gló barnum í Fákafeni og heilsunuddari utan þess hjá Magic massage

Menntun/nám:

Heilsunuddaranám í Nuddskóla Íslands

Hvernig er þín saga í stuttu máli í átt að betri heilsu og vellíðan? 

Hef alltaf verið ágætlega heilsuhraust og hreyfing hefur alltaf verið partur af mínu lífi. En það var ekki fyrr en ég virkilega áttaði mig á því hversu mikil áhrif mataræði hefur á andlega líðan og líkamlega líðan sem punktarnir fóru að tengjast. Þá fann ég fyrir einhverju nýju afli. Einsog mér hefði verið gefið galdratól.

Hvert er minnistæðasta Gló augnablikið? 

Það er ómögulegt að nefna eitthvað eitt atvik yfir annað. Þau eru svo mörg. Á hverjum degi spring ég úr hlátri. Á hverjum degi sé ég útundan mér fallegt góðverk á milli kúnna á staðnum. Á hverjum degi sé ég starfsfólkið peppa hvort annað upp þegar einhver á erfiðan dag utan vinnu. Ég held að það mun hreinlega vera minnistæðast við Gló… þessi fjölskyldu fílingur.

Hvernig lifir þú Gló lífstílnum utan vinnu? 

Ég er mætt í vinnuna klukkan 7 á morgnanna. Sem þýðir að ég fer ekki of seint að sofa. Enda er svefn virkilega mikilvægur partur af góðri heilsu. Ég reyni að forðast að borða seint á kvöldin fyrir betri meltingu og betri svefn. Ég borða á Gló alla daga sem ég vinn á Gló og ég tek oft með mér Glo-to-Go þegar ég veit að ég mun hafa lítinn tíma til að elda kvöldmat, þar sem ég er líka að nudda öðru hverju og oft vill vera lítill tími. Svo í stað þess að grípa skyndibita þá á ég tilbúið salat. 

Hver er uppáhalds rétturinn?

Uppáhaldsrétturinn minn… það fer algerlega eftir skapi. Avocado toast á Gló er hreinlega besta avocado toast sem ég hef á ævi minni smakkað. En að fá mér hafracappochino og hráköku er alltaf dásamlegt. Svo gott kombo að það kemur mér alltaf í gott skap. Annars fór ég á Engjateig um daginn og fékk mér Villt og spicy súrdeigs og hún er í uppáhaldi þessa dagana.

Uppáhalds samstarfsmaður/kona? 

Uppáhalds starfsmaður? Ég er virkilega heppin með samstarfsfólk og vaktin er öll í uppáhaldi en ef ég á að nefna eina manneskju þá er Sigga Vala veitingastjóri í Fákafeni, alveg einstök.

Áttu uppáhalds fastakúnna? 

Það er ekki nokkur leið að gera upp á milli fastakúnnanna. Svo mikið af topp snillingum úr allskonar áttum sem koma þangað. Hef einmitt sjaldan á ævinni átt svona mikið af uppáhalds fastakúnnum á einum vinnustað.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar og hvernig eru morgunvenjurnar? 

Það fyrsta sem ég geri er að taka ein djúpann anda og ég get og leyfi honum svo að falla út. Lendi úr draumheimi í líkamann. Ég teygji vel úr mér og fer svo framúr. Fæ mér vatnsglas. Tek smá teyguflæði, leyfi líkamanum alveg að ráða hvernig að flæðir úr einni teygju í aðra.
Þegar ég á vakt á Gló þá vakna ég 05:55. Fer út í langan göngutúr með hundinn minn og aðeins renni yfir dagskrá dagsins í huganum.  Hoppa svo í sturtu og finn mig svo til fyrir daginn. Ég brýt föstu næturinnar vanalega ekki fyrr en í hádegispásunni.

Helstu áhugamál: 

Náttúran. Dulspeki. Seiðlist. Dýrslegt/mannlegt eðli. Raunvísindi. Öfl og lögmál lífsins. Tenging efnisins og andans. Tónlist. Áhugasviðið mitt er alltaf að stækka.
Ég iðka áhugamálin á allskonar hátt. Ég hlusta mikið á hljóðbækur. Finnst gaman að lesa. Elska útivist og hreyfingu. Hlusta á tónlist alla daga og plötusnældast stundum. En matarboð eru í rauninni áhugamál líka; elska að elda, elska að borða og elska góðan félagsskap.

Ef þú gætir gefið fólki eitt ráð fyrir heilsuna þá væri það:

Að borða fyrir næringu er form af sjálfsvirðingu. 
Matur getur gefið þér orku, eða tekur frá þér orku. 
Velja frekar hreina fæðu en matarafurðir.
Drekka nóg af vatni.
Að finna einnig jafnvægi í hreyfingu og góðri hvíld er lykill. Hreyfa orkuna og hlaða orkuna.
Líkamleg líðan hefur gífurleg áhrif á andlega líðan og öfugt og þess vegna mikilvægt að koma vel fram við líkamann og læra að hlusta á hann.
Og upplýstu þig um starfsemi líkamans. 

En fyrir andlega heilsu? 

Vertu með þér í liði.
Vertu hreinskilin við þig.
Ekki trúa öllu sem þú hugsar.
Ekki taka neinu of persónulega.
Ekki hika við að biðja um hjálp þegar þú þarft hjálp.
Leyfðu þér að kynnast þér ýtarlega.
Gefðu þér svigrúm til þess að umbreytast og þróast.

Þú gætir ekki lifað án: 

Þessi spurning er miklu erfiðari en ég bjóst við…Vatn? Súrefni? Líkaminn? Plánetan Jörðin? Sveppakaffið á Gló?

Hreyfing: 

Mín hreyfinga þessa dagana er líkamsflæði; teygjur og body weight æfingar og svo göngutúrar í náttúrunni. Svo finnst mér dásamlegt að dansa þar til ég er orðin sveitt.

Hver er uppáhalds staðurinn þinn í veröldinni? 

Uppáhaldsstaðurinn minn er Hveragerði og sveitin hjá afa og ömmu.

Fyrirmynd:

Ég ímynda mér oft bestu útgáfuna af sjálfri mér og nota hana sem fyrirmynd en mínar helstu fyrirmyndir í lífinu hafa alltaf verið foreldrar mínir og bróðir minn.

Mottó eða mantra: 

uppáhalds motto þessa dagana eru…

*Ytri heimur er innri heimur
*Agi er frelsi.
*Iðkunin magnar.

Samfélagsmiðlar: 

Fylgist með Kareni á Instagram: Lunakaruna8 og Magic.massage

  • 29. október, 2019
  • 1
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – LINDA BJÖRK
01. nóvember, 2019
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017