Gló Höf. 

GLÓARINN – Kolbrún


Kolbrún Ýr Hjartardóttir er ein af þessum gullmolum sem Gló hefur fengið þann heiður að starfa með. Hún er veitingar- og verslunarstjóri Gló í Fákafeni og þekkist í fjarlægð á sínu stóra brosi og síðum ljósum lokkum. Þegar hún er ekki í Fákafeni er hún að öllum líkindum í Crossfit eða með sambýlismanni sínum Kolbeini Elí, en þau búa í Breiðagerði með tveimur hundum.  Þessi dugnaðarforkur gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur:

mynd 2


Fullt nafn:  Kolbrún Ýr Hjartardóttir


Gló staður:  Fákafen


Áhugamál:  Ég stunda Crossfit nánast daglega svo ég myndi segja að það sé svona mitt helsta áhugamál, ég elska líka að borða góðan mat og hef mikla unun af því að baka eitthvað skemmtilegt svo ætli það sé ekki fínt að ég æfi reglulega svo þessi áhugamál geti haldist í hendur ;) Svo hef ég einnig mjög gaman af allskyns útiveru með dýrunum mínum.


Hvað finnst þér best við að vinna á Gló?  Ætli það sé ekki 100% allt það skemmtilega fólk sem ég vinn með sé það besta við Gló, svo er ég náttúrlega í góðum mat alla daga sem ég virðist aldrei fá leið á. Það er einnig mikill kostur að vinna á stað þar sem þú ert alltaf að læra eitthvað nýtt, bæði frá kúnnum og starfsmönnum, þeir fylla mann af skemmtilegum fróðleik alla daga 🙂


Hver er uppáhaldsrétturinn?  Skálin er það besta svo kemur Ravioli mjög sterkt á eftir skálinni.


mynd 5

Hvað er minnistæðasta Gló augnablikið?  Ég á ansi mörg minnistæð og skemmtileg augnablik úr vinnunni, en eitt sem sker sig úr er þegar ég átti afmæli seinasta sumar. Þá var mér hent upp á stól og fengu stelpurnar allan staðinn til að syngja afmælissönginn fyrir mig, ætli það hafi ekki verið vandræðilegasta og besta móment lífs míns..ég er allavega ennþá að jafna mig! Svo er Sölvi alla daga að galdra fram gullkorn sem ég elska að deila með fólki, hann hefur mjög skemmtilegan húmor sem kúnnarnir eru kannski ekki alltaf að ná.


Hvernig lifirðu Gló lífstílnum utan vinnu?  Ég hreyfi mig mjög reglulega og borða mat sem er yfirleitt í hollari kanntinum, svo er maður náttúrlega stútfullur af fróðleik sem ég deili með vinum og vandamönnum 🙂


Uppáhalds samstarfsmaður/kona?  Ég vinn náttúrlega eingöngu með frábæru fólki sem mér finnst ég vera einstaklega heppin með, þau gera alla erfiða daga betri. Annars er konan á bakvið tjöldin mikil fyrirmynd mín, hún virðist vera með svörin við öllum heimsins vandamálum og það er Rakel rekstrarstjórinn okkar 🙂


Uppáhalds fastakúnni?  Úff þeir eru alltof margir til að velja úr, en sá sem stendur upp úr þessa daganna er einn yndislegur eldri maður sem ég hef ekki enn náð að spyrja hvað heitir. Hann kemur alla daga beint eftir sund og fær sér skálina og fær mig alltaf til að brosa þegar ég sé hann rölta inn.


Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar og hvernig eru morgunvenjurnar?  Það fyrsta sem ég geri er að bursta tennurnar, ég kæmist ekki útúr húsi án þess. Svo kveiki ég kaffivélinni og fer annaðhvort á æfingu kl 6 eða sef aðeins lengur, við parið skiptumst á að fara í göngu með hundana áður en við förum í vinnu svo ef ég slepp við það þá laumast í stundum í Fréttablaðið með kaffinu. Svo er hent á sig smá make-upi og græjað sig í vinnuföt og rölt í vinnu. Ég á mjög erfitt með að borða morgunmat svo ég læt kaffið duga 🙂

mynd 4


Þegar þú ert ekki í vinnunni, þá ertu?  Yfirleitt á Crossfit æfingu eða að tjilla með kærastanum, ég reyni svo að sinna fjölskyldu og vinum í frítíma mínum sem er kannski ekkert alltof mikill haha! En þær stundir eru nýttar vel í skemmtilega hluti 🙂


Heilsutrix:  Þetta gamla góða, borða hollt og hreyfa sig, það er lykillinn að öllu!! Svo er jákvæðni mikilvæg.


Þú gætir ekki lifað án:  Fjölskyldu og vina!


Hreyfing:  Crossfit og göngutúrar. Ætli ég fari ekki að meðaltali 4-5 sinnum í viku í crossfit og svo labba ég sirka tvo ágætis göngutúra á dag með voffana.


Fyrirmynd:  Mamma mín sem er einstaklega dugleg og sterk kona og svo hún Solla ofurkona, ég stefni allavega á að vera jafn jákvæð og dugleg eins og þær þegar ég verð orðin stór ;)


Mottó:  Að hlægja nóg!


Settir þú þér áramótaheit fyrir 2016:  Nei setti mér engin áramótarheit, en það er fínt að setja sér markmið öðru hverju og reyni ég að gera það af og til, til að halda mér við efnið. Annars stefni ég á að gera sem mest úr 2016, tíminn líður alltof hratt!


KOLLA VELUR SÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR ÚR VERSLUN GLÓ Í FÁKAFENI:13181172_10154055591305767_307950798_n

  1. Onzie íþróttarfötin, á allavega nokkrar flíkur frá þeim og elska þau.
  2. Pacifica maskarinn, gæti ekki lifað án hans. Hann er uppáhalds, hann helst vel og er með besta bursta sem ég hef prufað.
  3. Próteinríkur smoothie, ég gríp mér yfirleitt alltaf einn á morgnanna. Svo góður eftir erfiða æfingu.
  4. Og svo Organic Nature vanillu próteinið, það er bæði bragðgott og hentar mér einstaklega vel.

Við þökkum Kollu kærlega fyrir svörin!

  • 12. maí, 2016
  • 2
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Plastlaus september 2018
14. september, 2018
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017